Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2018 14:27 Málefni Icelandair hafa verið fyrirferðarmikil í fréttum undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair.Þetta kemur fram í umfjöllun Skift, vefsíðu sem sérhæfir sig í umfjöllun um ferðaþjónustu á heimsvísu. Þar er fjallað nokkuð ítarlega um vanda Icelandair en Björgólfur Jóhannsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði upp störfum í vikunni sökum þess að ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni.Hlutabréf í Icelandair Group hafa hríðfallið síðustu misseri en samhliða tilkynningu þess efnis að Björgólfur væri hættur gaf félagið út að það hefði lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 þar sem tekjur yrðu lægri en spáð hafði verið.Í tilkynningu sagði að fyrir því væru tvær ástæður, annars vegar að meðalfargjöld hefðu ekki hækkað líkt og spár gerðu ráð fyrir og hins vegar að innleiðing á breytingum á sölu- og markaðsstarfi félagsins sem og breytingum á leiðakerfi hafi ekki gengið nægileg vel fyrir sig.Erfiðlega hefur gengið hjá Icelandair Group það sem af er ári.Vísir/VilhelmGríðarleg aukning á framboði á flugsætum frá árinu 2013 Í frétt Skift, sem ber yfirskriftina „Icelandair í vanda þrátt fyrir iðandi ferðaþjónustu heima fyrir“, er rætt við Mark Drusch, aðstoðarforstjóra ICF, alþjóðlegrar ráðgjafastofu. Segir hann að vandi Icelandair sé í raun einfaldur.„Það er alltof mikið framboð,“ segir Drusch í samtali við Skift og er vitnað í skýrslu CAPA frá júlí þar sem fjallað var um stöðu Icelandair og Wow air.Í skýrslunni segir að Evrópuflug Icelandair gangi vel en vegna harðrar samkeppni við WOW air hafi Icelandar í auknum mæli horft til Norður-Ameríku, sem hafi haft áhrif á tekjuöflun félagsins þar sem sala á áfangastaði í Norður-Ameríku hafi ekki gengið jafn vel eftir og reiknað var með, líkt og fjallað var um fyrr í mánuðinum.Í skýrslu CAPA segir að sætaframboð á milli Íslands og Norður-Ameríku hafi aukist um 28 prósent frá því í júlí á síðasta ári og frá árinu 2013 hafi sætaframboðið aukist um 300 prósent. Þetta hafi gert það að verkum að Icelandair hafi þurft að þrýsta verðum á flugsætum niður til þess að fylla flugvélar á flugleiðum til og frá Norður-Ameríku.Aukin samkeppni við Wow Air hefur haft áhrif á stöðu Icelandair.Vísir/VilhelmGeta ekki lengur stólað að eiga ákveðna hillu sem aðrir snerta ekki Í frétt Skift segir að í gegnum tíðina hafi stóru flugfélögin ekki litið á Icelandair sem mikinn samkeppnisaðila. Þau hafi litið svo á að ekki væri þess virði að laða til sín þá farþega sem hafi valið að spara sér pening með því að fljúga á milli heimsálfa með stoppi á Íslandi.Það hafi allt breyst fyrir um ári síðan að mati Drusch. Stór bandarísk og evrópsk flugfélög hafi lækkað verð á beinu flugi á milli Norður-Ameríku og Evrópu og þannig hafi verð þeirra verið samkeppnishæft við verð Icelandair á tengiflugi.„Áður var ákveðinn hluti markaðarins sem þeir áttu og bandarísku flugfélögin voru ekki að keppa við þá um ódýr tengifargjöld,“ segir Drusch um stöðu Icelandair. Nú sé hins vegar mun minni munur á milli tengifargjalda Icelandair og fluggjalda stóru flugfélaganna sem bjóði upp á beint flug. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06 Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54 Stjórnarformaður Icelandair: „Rykið þarf að setjast“ Stjórnarformaður Icelandair Group segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem dunið hafa yfir að undanförnu. 28. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira
Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair.Þetta kemur fram í umfjöllun Skift, vefsíðu sem sérhæfir sig í umfjöllun um ferðaþjónustu á heimsvísu. Þar er fjallað nokkuð ítarlega um vanda Icelandair en Björgólfur Jóhannsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði upp störfum í vikunni sökum þess að ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni.Hlutabréf í Icelandair Group hafa hríðfallið síðustu misseri en samhliða tilkynningu þess efnis að Björgólfur væri hættur gaf félagið út að það hefði lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 þar sem tekjur yrðu lægri en spáð hafði verið.Í tilkynningu sagði að fyrir því væru tvær ástæður, annars vegar að meðalfargjöld hefðu ekki hækkað líkt og spár gerðu ráð fyrir og hins vegar að innleiðing á breytingum á sölu- og markaðsstarfi félagsins sem og breytingum á leiðakerfi hafi ekki gengið nægileg vel fyrir sig.Erfiðlega hefur gengið hjá Icelandair Group það sem af er ári.Vísir/VilhelmGríðarleg aukning á framboði á flugsætum frá árinu 2013 Í frétt Skift, sem ber yfirskriftina „Icelandair í vanda þrátt fyrir iðandi ferðaþjónustu heima fyrir“, er rætt við Mark Drusch, aðstoðarforstjóra ICF, alþjóðlegrar ráðgjafastofu. Segir hann að vandi Icelandair sé í raun einfaldur.„Það er alltof mikið framboð,“ segir Drusch í samtali við Skift og er vitnað í skýrslu CAPA frá júlí þar sem fjallað var um stöðu Icelandair og Wow air.Í skýrslunni segir að Evrópuflug Icelandair gangi vel en vegna harðrar samkeppni við WOW air hafi Icelandar í auknum mæli horft til Norður-Ameríku, sem hafi haft áhrif á tekjuöflun félagsins þar sem sala á áfangastaði í Norður-Ameríku hafi ekki gengið jafn vel eftir og reiknað var með, líkt og fjallað var um fyrr í mánuðinum.Í skýrslu CAPA segir að sætaframboð á milli Íslands og Norður-Ameríku hafi aukist um 28 prósent frá því í júlí á síðasta ári og frá árinu 2013 hafi sætaframboðið aukist um 300 prósent. Þetta hafi gert það að verkum að Icelandair hafi þurft að þrýsta verðum á flugsætum niður til þess að fylla flugvélar á flugleiðum til og frá Norður-Ameríku.Aukin samkeppni við Wow Air hefur haft áhrif á stöðu Icelandair.Vísir/VilhelmGeta ekki lengur stólað að eiga ákveðna hillu sem aðrir snerta ekki Í frétt Skift segir að í gegnum tíðina hafi stóru flugfélögin ekki litið á Icelandair sem mikinn samkeppnisaðila. Þau hafi litið svo á að ekki væri þess virði að laða til sín þá farþega sem hafi valið að spara sér pening með því að fljúga á milli heimsálfa með stoppi á Íslandi.Það hafi allt breyst fyrir um ári síðan að mati Drusch. Stór bandarísk og evrópsk flugfélög hafi lækkað verð á beinu flugi á milli Norður-Ameríku og Evrópu og þannig hafi verð þeirra verið samkeppnishæft við verð Icelandair á tengiflugi.„Áður var ákveðinn hluti markaðarins sem þeir áttu og bandarísku flugfélögin voru ekki að keppa við þá um ódýr tengifargjöld,“ segir Drusch um stöðu Icelandair. Nú sé hins vegar mun minni munur á milli tengifargjalda Icelandair og fluggjalda stóru flugfélaganna sem bjóði upp á beint flug.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06 Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54 Stjórnarformaður Icelandair: „Rykið þarf að setjast“ Stjórnarformaður Icelandair Group segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem dunið hafa yfir að undanförnu. 28. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06
Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54
Stjórnarformaður Icelandair: „Rykið þarf að setjast“ Stjórnarformaður Icelandair Group segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem dunið hafa yfir að undanförnu. 28. ágúst 2018 12:00