Hörður Axel segir ófrjósemina ekki gera sig að minni manni Bergþór Másson skrifar 11. ágúst 2018 15:00 Hafdís Hafsteinsdóttir, Hörður Axel Vilhjálmsson og dóttir þeirra. Hörður Axel Vilhjálmsson Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, ætlar að hlaupa fyrir Tilveru, samtök um ófrjósemi, í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Hörður segir samtökin standa sér mjög nærri vegna þess að hann og eiginkona sín, Hafdís Hafsteinsdóttir, höfðu reynt að eignast barn í heil sjö ár og misst fjögur fóstur áður en þau eignuðust loks dóttur í ársbyrjun 2017. Tilvera eru samtök sem fræða, veita upplýsingar, og hjálpa pörum að takast á við ófrjósemi. Hörður og Hafdís bjuggu í Þýskalandi þegar þau byrjuðu að reyna að eignast barn. Eftir rúmlega ár af ítrekuðum tilraunum án árangurs leituðu þau til læknis og fengu þar að vita að þau myndu aldrei geta eignast barn saman náttúrulega. „Við þurftum bara að fara í gegnum okkar ferli og finna aðra leið og það endaði á því að við fórum í eina tæknisæðingu, þar sem sæðið er sett í og vonað það besta, síðan fórum við í sjö uppsetningar á fósturvísum í glasa. Við vorum stanslaust í uppsetningum í tvö ár, þetta ferli reyndi svakalega á.“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hjónin fóru í tæknisæðingu á Íslandi en allar uppsetningar fóru fram í Tékklandi. „Læknirinn okkar var staðsettur í Prag og svo var mér boðið samningur hjá besta liðinu í Tékklandi og var það stór ástæða afhverju ég ákvað að fara þangað, að læknirinn okkar var staðsettur í Prag.“ Fjölskyldan fyrir framan jólatré.Hörður Axel Á vefsíðu Tilveru kemur fram að eitt af hverjum sex pörum sem langar að eignast barn, á í erfiðleikum við það. Á vefsíðu félagsins er hægt að lesa nánar um hvað bæði tæknisæðing og uppsetning fela í sér. Hörður segir þessar meðferðir mjög dýrar en „sem betur fer fyrir okkur vorum við heppin að vera í vinnu til að eiga fyrir þessu meðferð eftir meðferð þannig við lentum aldrei í fjárhagserfiðleikum, en ef við hefðum þurft að hafa áhyggjur af peningum ofan á allar aðrar áhyggjur sem fylgja manni í þessu þá veit ég ekki hvernig það hefði farið með mann.“ Óþægilegt að ræða þessi mál Hörður segist hafa verið lengi að sætta sig við að hann sjálfur væri ástæðan fyrir því að þau gætu ekki eignast barn. „Mér finnst þetta vera svolítið feimnismál, mér finnst óþægilegt að það sé ekki hægt að ræða þetta.“ „Mér fannst það bíta rosalega á mína karlmennsku að geta ekki eignast barn sjálfur, sem er bara vitleysa, og ég var rosalega lengi að meðtaka og sætta mig við það. Það er eitthvað sem á ekki að vera, það geta allir lent í þessu og þetta gerir mig ekkert að minni manni en aðra.“ Að lokum segist Hörður ætla að hlaupa fyrir Tilveru vegna þess að þessi vandamál eru algengari en fólk heldur og að „það hjálpar mikið að geta fengið fræðslu og hjálp frá fólki sem hefur verið í svipuðum sporum.“Hægt er að heita á Hörð hérna. Frjósemi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, ætlar að hlaupa fyrir Tilveru, samtök um ófrjósemi, í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Hörður segir samtökin standa sér mjög nærri vegna þess að hann og eiginkona sín, Hafdís Hafsteinsdóttir, höfðu reynt að eignast barn í heil sjö ár og misst fjögur fóstur áður en þau eignuðust loks dóttur í ársbyrjun 2017. Tilvera eru samtök sem fræða, veita upplýsingar, og hjálpa pörum að takast á við ófrjósemi. Hörður og Hafdís bjuggu í Þýskalandi þegar þau byrjuðu að reyna að eignast barn. Eftir rúmlega ár af ítrekuðum tilraunum án árangurs leituðu þau til læknis og fengu þar að vita að þau myndu aldrei geta eignast barn saman náttúrulega. „Við þurftum bara að fara í gegnum okkar ferli og finna aðra leið og það endaði á því að við fórum í eina tæknisæðingu, þar sem sæðið er sett í og vonað það besta, síðan fórum við í sjö uppsetningar á fósturvísum í glasa. Við vorum stanslaust í uppsetningum í tvö ár, þetta ferli reyndi svakalega á.“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hjónin fóru í tæknisæðingu á Íslandi en allar uppsetningar fóru fram í Tékklandi. „Læknirinn okkar var staðsettur í Prag og svo var mér boðið samningur hjá besta liðinu í Tékklandi og var það stór ástæða afhverju ég ákvað að fara þangað, að læknirinn okkar var staðsettur í Prag.“ Fjölskyldan fyrir framan jólatré.Hörður Axel Á vefsíðu Tilveru kemur fram að eitt af hverjum sex pörum sem langar að eignast barn, á í erfiðleikum við það. Á vefsíðu félagsins er hægt að lesa nánar um hvað bæði tæknisæðing og uppsetning fela í sér. Hörður segir þessar meðferðir mjög dýrar en „sem betur fer fyrir okkur vorum við heppin að vera í vinnu til að eiga fyrir þessu meðferð eftir meðferð þannig við lentum aldrei í fjárhagserfiðleikum, en ef við hefðum þurft að hafa áhyggjur af peningum ofan á allar aðrar áhyggjur sem fylgja manni í þessu þá veit ég ekki hvernig það hefði farið með mann.“ Óþægilegt að ræða þessi mál Hörður segist hafa verið lengi að sætta sig við að hann sjálfur væri ástæðan fyrir því að þau gætu ekki eignast barn. „Mér finnst þetta vera svolítið feimnismál, mér finnst óþægilegt að það sé ekki hægt að ræða þetta.“ „Mér fannst það bíta rosalega á mína karlmennsku að geta ekki eignast barn sjálfur, sem er bara vitleysa, og ég var rosalega lengi að meðtaka og sætta mig við það. Það er eitthvað sem á ekki að vera, það geta allir lent í þessu og þetta gerir mig ekkert að minni manni en aðra.“ Að lokum segist Hörður ætla að hlaupa fyrir Tilveru vegna þess að þessi vandamál eru algengari en fólk heldur og að „það hjálpar mikið að geta fengið fræðslu og hjálp frá fólki sem hefur verið í svipuðum sporum.“Hægt er að heita á Hörð hérna.
Frjósemi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira