Lokun Ölfusárbrúar er slæm fyrir umferð og heimamenn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. ágúst 2018 20:00 Lokað var fyrir alla umferð um Ölfusárbrú á Selfossi í dag og verður brúin lokuð í viku. Ástæðan er sú að það á að steypa nýtt brúargólf. Forseti bæjarstjórnar Árborgar segir lokun brúarinnar svakalega skerðingu fyrir umferð ferðamanna, flutninga og ekki síst fyrir heimamenn. Það var klukkan fjögur í dag sem starfsmenn Vegagerðarinnar lokuðu fyrir alla umferð yfir Ölfusárbrú á meðan viðgerðir og steypuvinna á brúnni fer fram. Brúin verður opnuð aftur eftir viku, eða mánudaginn 20. ágúst. Um 17 þúsund bílar fara yfir brúnna á hverjum degi en nú þurfa þeir að velja aðrar leiðir. „Okkur líst náttúrulega ekkert rosalega vel á þetta því þetta er náttúrulega svakaleg skerðing fyrir umferð ferðamanna, flutninga og fleira og ekki síst fyrir heimamenn. Við vitum að íbúarnir búa hérna sitthvoru megin við ánna, þannig að þetta er mikil skerðing en þetta er verkefni sem þarf að fara í,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar.Steypuframkvæmdir á brúnni hófust nú síðdegis á Ölfusárbrúnni.Vísir/Friðrik ÞórEn hvaða áhrif mun loku brúarinnar hafa á samfélagið á Selfossi?„Þetta mun náttúrulega hafa þau áhrif á þjónusta sem er fyrir utan á eins og við segjum, það verður erfiðara fyrir fólk að fara þangað, nema að það ætli að taka stóran krók ætli það keyrandi, en umferð gangandi vegfarenda verður opin áfram, og eins er það öfugt fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hingað. Þetta snýst um það að sveitarfélagið er beggja megin árinnar og þjónustan, þannig að þetta mun hafa áhrif á skerðingu á þjónustu og gæðum“, segir Helgi.Vísir/Magnús HlynurGömul og lúinHelgi segir að Ölfusárbrú sé orðin gömul og lúin og kallar eftir nýrri brú sem allra fyrst. En vill Helgi sjá gjaldtöku á nýrri brú til að flýta fyrir því að hún komi? „Ég hef nú aldrei verið hrifinn af gjaldtöku og er ekki sammála henni.“ Á meðan Ölfusárbrú verður lokuð verður umferð beint um Þrengsli og Óseyrarbrú á Eyrarbakkavegi og í uppsveitum Árnessýslu eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg , Bræðratunguveg og Skeiðaveg.Vísir/Magnús HlynurÞá er búið að vera að malbika báðar akreinar til austurs á Suðurlandsvegi í dag á milli vegamóta við Hellisheiðarvirkjun og Skíðaskála. Akreinunum er lokað á meðan og umferð til austurs beint um Þrengslaveg. Áætlað er að framkvæmdirnar standi til miðnættis. Einnig er Þingvallavegur lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg fram í október. Hjáleið er um Vallaveg. Samgöngur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Lokað var fyrir alla umferð um Ölfusárbrú á Selfossi í dag og verður brúin lokuð í viku. Ástæðan er sú að það á að steypa nýtt brúargólf. Forseti bæjarstjórnar Árborgar segir lokun brúarinnar svakalega skerðingu fyrir umferð ferðamanna, flutninga og ekki síst fyrir heimamenn. Það var klukkan fjögur í dag sem starfsmenn Vegagerðarinnar lokuðu fyrir alla umferð yfir Ölfusárbrú á meðan viðgerðir og steypuvinna á brúnni fer fram. Brúin verður opnuð aftur eftir viku, eða mánudaginn 20. ágúst. Um 17 þúsund bílar fara yfir brúnna á hverjum degi en nú þurfa þeir að velja aðrar leiðir. „Okkur líst náttúrulega ekkert rosalega vel á þetta því þetta er náttúrulega svakaleg skerðing fyrir umferð ferðamanna, flutninga og fleira og ekki síst fyrir heimamenn. Við vitum að íbúarnir búa hérna sitthvoru megin við ánna, þannig að þetta er mikil skerðing en þetta er verkefni sem þarf að fara í,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar.Steypuframkvæmdir á brúnni hófust nú síðdegis á Ölfusárbrúnni.Vísir/Friðrik ÞórEn hvaða áhrif mun loku brúarinnar hafa á samfélagið á Selfossi?„Þetta mun náttúrulega hafa þau áhrif á þjónusta sem er fyrir utan á eins og við segjum, það verður erfiðara fyrir fólk að fara þangað, nema að það ætli að taka stóran krók ætli það keyrandi, en umferð gangandi vegfarenda verður opin áfram, og eins er það öfugt fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hingað. Þetta snýst um það að sveitarfélagið er beggja megin árinnar og þjónustan, þannig að þetta mun hafa áhrif á skerðingu á þjónustu og gæðum“, segir Helgi.Vísir/Magnús HlynurGömul og lúinHelgi segir að Ölfusárbrú sé orðin gömul og lúin og kallar eftir nýrri brú sem allra fyrst. En vill Helgi sjá gjaldtöku á nýrri brú til að flýta fyrir því að hún komi? „Ég hef nú aldrei verið hrifinn af gjaldtöku og er ekki sammála henni.“ Á meðan Ölfusárbrú verður lokuð verður umferð beint um Þrengsli og Óseyrarbrú á Eyrarbakkavegi og í uppsveitum Árnessýslu eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg , Bræðratunguveg og Skeiðaveg.Vísir/Magnús HlynurÞá er búið að vera að malbika báðar akreinar til austurs á Suðurlandsvegi í dag á milli vegamóta við Hellisheiðarvirkjun og Skíðaskála. Akreinunum er lokað á meðan og umferð til austurs beint um Þrengslaveg. Áætlað er að framkvæmdirnar standi til miðnættis. Einnig er Þingvallavegur lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg fram í október. Hjáleið er um Vallaveg.
Samgöngur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira