Björguðu andarnefju úr Engey Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2018 06:00 Andarnefjan sem var ofar í fjörunni lifði ekki strandið af en hinn hvalurinn náðist lifandi á flot. Fréttablaðið/Eyþór Andarnefja sem lifði af strand við Engey komst á flot á níunda tímanum í gærkvöld og synti þá við Reykjavíkurhöfn í fylgd björgunarsveitarmanna. „Við erum búin að koma öðru dýrinu út og það er byrjað að synda. Það er einn á sæþotu og annar á bát að fylgja því áleiðis að koma sér út,“ sagði Sverrir Tryggvason, starfsmaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Special Tours, í samtali við frettabladid.is, vef Fréttablaðsins, eftir að andarnefjan náðist á flot á kvöldflóðinu. „Dýrið er mjög laskað og mjög veikburða. Það er hálfgert kraftaverk að við höfum náð því á flot lifandi,“ bætti Sverrir við. „En nú verður að fylgja því eftir og koma því út á dýpra svæði. Hún reynir þá vonandi að finna hópinn sinn. Við vonum það besta.“ Sverrir sagði að andarnefjunni yrði fylgt fram í myrkur. Eftir það yrði lítið meira hægt að gera. Hin andarnefjan drapst er reynt var að snúa henni við, skömmu áður en sjór flæddi að dýrinu. „Við vorum að reyna að snúa henni við og það gæti verið að hún hafi ekki þolað það. Hún hafði hreyft sig svo mikið. Hún lá á hliðinni og við vorum að reyna að koma henni á réttan kjöl. Hún var líka búin að missa mikið af blóði og kramdist eflaust undan eigin þunga,“ sagði Sverrir þegar ljóst var að hvalurinn væri dauður. Mikið lið björgunarfólks tók þátt í að reyna að halda lífi í hvölunum, bæði frá hvalaskoðunarfyrirtækjum og frá björgunarsveitinni Ársæli. Sjódælur frá Faxaflóahöfn voru fluttar út í Engey. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur sagði andarnefjurnar í eins góðum höndum og hægt væri að búast við miðað við aðstæður. Báðir hvalirnir hafi verið kvendýr. Edda sagði þær hafa gengið í gegnum mikið streitutímabil við strandið. Dýrunum hafi verið haldið blautum og reynt hafi verið að koma öndun þeirra í lag. Reynt yrði að aðstoða þá sem lifði til að komast eins langt út og hægt væri. Að sögn Eddu voru aðstæður svipaðar því sem var fyrr í vikunni er grindhvalatorfa var strand í Kolgrafafirði. Líklega hafi hvalirnir í báðum tilfellum villst í matarleit. Báðar tegundirnar séu djúpsjávarhvalir sem koma nærri landi þegar smokkfiskurinn fer upp að landi eða ef þeir eru að forða sér undan hættu eða hljóðmengun. Edda taldi þó líklegt að andarnefjurnar hefðu villst í ætisleit. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Sjá meira
Andarnefja sem lifði af strand við Engey komst á flot á níunda tímanum í gærkvöld og synti þá við Reykjavíkurhöfn í fylgd björgunarsveitarmanna. „Við erum búin að koma öðru dýrinu út og það er byrjað að synda. Það er einn á sæþotu og annar á bát að fylgja því áleiðis að koma sér út,“ sagði Sverrir Tryggvason, starfsmaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Special Tours, í samtali við frettabladid.is, vef Fréttablaðsins, eftir að andarnefjan náðist á flot á kvöldflóðinu. „Dýrið er mjög laskað og mjög veikburða. Það er hálfgert kraftaverk að við höfum náð því á flot lifandi,“ bætti Sverrir við. „En nú verður að fylgja því eftir og koma því út á dýpra svæði. Hún reynir þá vonandi að finna hópinn sinn. Við vonum það besta.“ Sverrir sagði að andarnefjunni yrði fylgt fram í myrkur. Eftir það yrði lítið meira hægt að gera. Hin andarnefjan drapst er reynt var að snúa henni við, skömmu áður en sjór flæddi að dýrinu. „Við vorum að reyna að snúa henni við og það gæti verið að hún hafi ekki þolað það. Hún hafði hreyft sig svo mikið. Hún lá á hliðinni og við vorum að reyna að koma henni á réttan kjöl. Hún var líka búin að missa mikið af blóði og kramdist eflaust undan eigin þunga,“ sagði Sverrir þegar ljóst var að hvalurinn væri dauður. Mikið lið björgunarfólks tók þátt í að reyna að halda lífi í hvölunum, bæði frá hvalaskoðunarfyrirtækjum og frá björgunarsveitinni Ársæli. Sjódælur frá Faxaflóahöfn voru fluttar út í Engey. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur sagði andarnefjurnar í eins góðum höndum og hægt væri að búast við miðað við aðstæður. Báðir hvalirnir hafi verið kvendýr. Edda sagði þær hafa gengið í gegnum mikið streitutímabil við strandið. Dýrunum hafi verið haldið blautum og reynt hafi verið að koma öndun þeirra í lag. Reynt yrði að aðstoða þá sem lifði til að komast eins langt út og hægt væri. Að sögn Eddu voru aðstæður svipaðar því sem var fyrr í vikunni er grindhvalatorfa var strand í Kolgrafafirði. Líklega hafi hvalirnir í báðum tilfellum villst í matarleit. Báðar tegundirnar séu djúpsjávarhvalir sem koma nærri landi þegar smokkfiskurinn fer upp að landi eða ef þeir eru að forða sér undan hættu eða hljóðmengun. Edda taldi þó líklegt að andarnefjurnar hefðu villst í ætisleit.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Sjá meira