CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 19. ágúst 2018 09:35 Kortinu hefur verið dreift víða á netinu síðan í gær og vakið athygli. Vísir/CNN Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. Meðfylgjandi mynd sýnir kort sem CNN birti í gær, þar kemur fram hvaða fyrirtæki framleiddi sprengjurnar í hverju tilfelli. Heimildamenn CNN fullyrða að þessar sprengjur hefðu aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á valdatíð Baracks Obama. Bandarískir hermenn festa tölvukubba og GPS búnað á MK82 sprengjur til að breyta þeim í snjallsprengjur.U.S. NavyUm er að ræða 230 kílógramma „snjallsprengjur“. Raunar eru þetta í grunninn hefðbundnar sprengjur af gerðinni MK82 sem voru fyrst notaðar í Víetnam stríðinu. Munurinn er að búið er að bæta við þær GPS kerfi og tölvubúnaði sem þýðir að hægt er að stýra sprengjunum af mikilli nákvæmni. Sádar vörpuðu slíkri sprengju á jarðarfaragesti í Jemen árið 2016, með þeim afleiðingum að 155 almennir borgarar fórust. Nokkrum mánuðum áður höfðu 97 almennir borgarar farist eftir að sprengja af sömu gerð féll á útimarkað. Eftir þetta mikla mannfall ákvað ríkisstjórn Obama að stöðva sölu á þessum sprengjum til Sádí Arabíu. Rúmu ári seinna ákvað Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra Trumps, að afturkalla ákvörðun Obama og auka aftur vopnasölu til Sáda. Í kjölfarið vörpuðu Sádar MK82 sprengju á skólarútu með þeim afleiðingum að á fimmta tug barna lét lífið. CNN bendir á að James Mattis, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Trumps, hefur viðurkennt að Bandaríkjamenn aðstoði Sáda við að velja skotmörk til að varpa sprengjum á í Jemen. Í ljósi þessara upplýsinga segir CNN að heimildarmenn sínir innan stjórnkerfisins telji Bandaríkin bera einhverskonar siðferðislega ábyrgð á barnsmorðum og öðrum stríðsglæpum Sáda í Jemen. Jemen Tengdar fréttir Áhyggjur af deilunni við Sádi-Arabíu "Stórundarleg“ deila Kanadamanna og Sádi-Araba veldur verðandi pílagrímum áhyggjum. Deilan hófst út af tísti. Kanadamenn gagnrýndu handtöku baráttukonu og í kjölfarið var sendiherra þeirra sendur úr landi og öll milliríkjaviðskipti voru sett á ís. 14. ágúst 2018 06:00 CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57 Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. Meðfylgjandi mynd sýnir kort sem CNN birti í gær, þar kemur fram hvaða fyrirtæki framleiddi sprengjurnar í hverju tilfelli. Heimildamenn CNN fullyrða að þessar sprengjur hefðu aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á valdatíð Baracks Obama. Bandarískir hermenn festa tölvukubba og GPS búnað á MK82 sprengjur til að breyta þeim í snjallsprengjur.U.S. NavyUm er að ræða 230 kílógramma „snjallsprengjur“. Raunar eru þetta í grunninn hefðbundnar sprengjur af gerðinni MK82 sem voru fyrst notaðar í Víetnam stríðinu. Munurinn er að búið er að bæta við þær GPS kerfi og tölvubúnaði sem þýðir að hægt er að stýra sprengjunum af mikilli nákvæmni. Sádar vörpuðu slíkri sprengju á jarðarfaragesti í Jemen árið 2016, með þeim afleiðingum að 155 almennir borgarar fórust. Nokkrum mánuðum áður höfðu 97 almennir borgarar farist eftir að sprengja af sömu gerð féll á útimarkað. Eftir þetta mikla mannfall ákvað ríkisstjórn Obama að stöðva sölu á þessum sprengjum til Sádí Arabíu. Rúmu ári seinna ákvað Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra Trumps, að afturkalla ákvörðun Obama og auka aftur vopnasölu til Sáda. Í kjölfarið vörpuðu Sádar MK82 sprengju á skólarútu með þeim afleiðingum að á fimmta tug barna lét lífið. CNN bendir á að James Mattis, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Trumps, hefur viðurkennt að Bandaríkjamenn aðstoði Sáda við að velja skotmörk til að varpa sprengjum á í Jemen. Í ljósi þessara upplýsinga segir CNN að heimildarmenn sínir innan stjórnkerfisins telji Bandaríkin bera einhverskonar siðferðislega ábyrgð á barnsmorðum og öðrum stríðsglæpum Sáda í Jemen.
Jemen Tengdar fréttir Áhyggjur af deilunni við Sádi-Arabíu "Stórundarleg“ deila Kanadamanna og Sádi-Araba veldur verðandi pílagrímum áhyggjum. Deilan hófst út af tísti. Kanadamenn gagnrýndu handtöku baráttukonu og í kjölfarið var sendiherra þeirra sendur úr landi og öll milliríkjaviðskipti voru sett á ís. 14. ágúst 2018 06:00 CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57 Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Áhyggjur af deilunni við Sádi-Arabíu "Stórundarleg“ deila Kanadamanna og Sádi-Araba veldur verðandi pílagrímum áhyggjum. Deilan hófst út af tísti. Kanadamenn gagnrýndu handtöku baráttukonu og í kjölfarið var sendiherra þeirra sendur úr landi og öll milliríkjaviðskipti voru sett á ís. 14. ágúst 2018 06:00
CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57
Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30