Landið selt? Davíð Þorláksson skrifar 1. ágúst 2018 08:00 Fjárfesting erlendra aðila í landi hefur valdið uppnámi hjá sumum. Einhverjir stjórnmálamenn voru ekki lengi að ríða fram á völlinn og krefjast þess að hið opinbera gripi í taumana. Til dæmis er lagt til að hinu opinbera verði veittur forkaupsréttur að landi. Stjórnmálamenn eru oft eins og ráðríkir foreldrar sem eiga erfitt með sleppa takinu af uppkomnum börnum. Það er mikilvægt að hafa í huga að það er ekki hægt að pakka landi niður og fara með það annað. Þá þurfa innlendir sem erlendir landeigendur að fara að hinum ýmsu lögum og reglum sem gilda um notkun á landi og takmarka nýtingu á því og auðlindum þess. Þar má t.d. nefna skipulagslög nr. 123/2010, lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998, lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994, lög um lax- og silungsveiði nr. 61/2006 og svo fjölda reglugerða sem hafa verið settar á grundvelli þessara laga. Það er því alger óþarfi að brjálast. Þótt einhver eigi land getur hann ekki gert það sem honum sýnist með það. Og auðvitað skiptir engu máli hvort það er Íslendingur eða útlendingur sem á það. Það er líka tímabært að stjórnmálamenn átti sig á því að eignarréttur er ekki stjórntæki sem þeir geta gripið til að vild. Til þess eru lög og eins og sjá má hér að ofan þá er nóg til af þeim fyrir hið opinbera til að grípa til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Skipulag Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Fjárfesting erlendra aðila í landi hefur valdið uppnámi hjá sumum. Einhverjir stjórnmálamenn voru ekki lengi að ríða fram á völlinn og krefjast þess að hið opinbera gripi í taumana. Til dæmis er lagt til að hinu opinbera verði veittur forkaupsréttur að landi. Stjórnmálamenn eru oft eins og ráðríkir foreldrar sem eiga erfitt með sleppa takinu af uppkomnum börnum. Það er mikilvægt að hafa í huga að það er ekki hægt að pakka landi niður og fara með það annað. Þá þurfa innlendir sem erlendir landeigendur að fara að hinum ýmsu lögum og reglum sem gilda um notkun á landi og takmarka nýtingu á því og auðlindum þess. Þar má t.d. nefna skipulagslög nr. 123/2010, lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998, lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994, lög um lax- og silungsveiði nr. 61/2006 og svo fjölda reglugerða sem hafa verið settar á grundvelli þessara laga. Það er því alger óþarfi að brjálast. Þótt einhver eigi land getur hann ekki gert það sem honum sýnist með það. Og auðvitað skiptir engu máli hvort það er Íslendingur eða útlendingur sem á það. Það er líka tímabært að stjórnmálamenn átti sig á því að eignarréttur er ekki stjórntæki sem þeir geta gripið til að vild. Til þess eru lög og eins og sjá má hér að ofan þá er nóg til af þeim fyrir hið opinbera til að grípa til.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar