Hjólafólk óskar eftir samvinnu allra Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 18:56 Erla Sigurlaug Sigurðardóttir formaður hjólreiðafélagsins Tinds Vísir/Einar Tilkynning á Facebooksíðu lögreglunnar vakti mikla athygli í gær, en þar var hjólreiðafólk hvatt til að gera betur í umferðinni. Ummælin hafa verið gagnrýnd og hjólafólk segir þessa aðferð ekki vænlega til árangurs. Það þurfi samvinnu allra til að samgöngur gangi betur. Á Facebook síðu lögreglunnar stendur meðal annars: Ábendingar eða kvartanir um reiðhjólafólk sem fer ógætilega hafa borist frá vegfarendum í öllum sveitarfélögum í umdæminu og segir það sína sögu. Þeir sem kvarta undan hjólreiðamönnum segja þá meðal annars glannalega og hjóla í veg fyrir aðra vegfarendur, ýmist á akbrautum eða göngustígum. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, hjólakona og formaður hjólreiðarfélagsins Tinds, segir hjólreiðasamfélagið hafa verið sárt í gær. Hún segir það leiðinlegt að lögreglan sé að setja hjólreiðafólk sem skotmark og að það sé aldrei vænlegt til árangurs. „Þetta er aldrei vænlegt til árangurs í þessu jafnvægi sem við erum að reyna að búa til með ökumönnum. Það er þannig að hjólafólk á hvorki heima á götunni né á stígunum, við erum dálítið heimilislaus þannig séð. Við sem erum að hjóla viljum góða sambúð og það að yfirvaldið taki þessa afstöðu gegn okkur er afskaplega leiðinlegt,” segir hún. Hún bendir á að hjólreiðafélögin leggi mikið upp úr því að kenna hjólafólki að hjóla rétt og taka tillit, haldin eru námskeið og lögð sé áhersla á góða hjólamenningu. “Þetta tekur tíma. Við þurfum að ala upp bílasamfélagið líka. Þetta snýst ekki bara að hjólafólk þurfi að taka tillit. Þetta virkar í báðar áttir. Svo þarf að sjálfsögðu að fjölga hjólastígum svo við fáum pláss, það myndi leysa mikinn vanda,” segir Erla. Samgöngur Tengdar fréttir Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Tilkynning á Facebooksíðu lögreglunnar vakti mikla athygli í gær, en þar var hjólreiðafólk hvatt til að gera betur í umferðinni. Ummælin hafa verið gagnrýnd og hjólafólk segir þessa aðferð ekki vænlega til árangurs. Það þurfi samvinnu allra til að samgöngur gangi betur. Á Facebook síðu lögreglunnar stendur meðal annars: Ábendingar eða kvartanir um reiðhjólafólk sem fer ógætilega hafa borist frá vegfarendum í öllum sveitarfélögum í umdæminu og segir það sína sögu. Þeir sem kvarta undan hjólreiðamönnum segja þá meðal annars glannalega og hjóla í veg fyrir aðra vegfarendur, ýmist á akbrautum eða göngustígum. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, hjólakona og formaður hjólreiðarfélagsins Tinds, segir hjólreiðasamfélagið hafa verið sárt í gær. Hún segir það leiðinlegt að lögreglan sé að setja hjólreiðafólk sem skotmark og að það sé aldrei vænlegt til árangurs. „Þetta er aldrei vænlegt til árangurs í þessu jafnvægi sem við erum að reyna að búa til með ökumönnum. Það er þannig að hjólafólk á hvorki heima á götunni né á stígunum, við erum dálítið heimilislaus þannig séð. Við sem erum að hjóla viljum góða sambúð og það að yfirvaldið taki þessa afstöðu gegn okkur er afskaplega leiðinlegt,” segir hún. Hún bendir á að hjólreiðafélögin leggi mikið upp úr því að kenna hjólafólki að hjóla rétt og taka tillit, haldin eru námskeið og lögð sé áhersla á góða hjólamenningu. “Þetta tekur tíma. Við þurfum að ala upp bílasamfélagið líka. Þetta snýst ekki bara að hjólafólk þurfi að taka tillit. Þetta virkar í báðar áttir. Svo þarf að sjálfsögðu að fjölga hjólastígum svo við fáum pláss, það myndi leysa mikinn vanda,” segir Erla.
Samgöngur Tengdar fréttir Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51