Lítrahelgin Þórarinn Þórarinsson skrifar 3. ágúst 2018 06:15 Eðlislæg andúð mín á fjöldasamkomum hefði dugað til þess að bjarga mér frá því að elta sturlaða hjörðina fyrstu helgina í ágúst í vonlausri leit að skemmtun í æðra veldi. Mér var samt bannað það vegna þess að ég vann í sumarafleysingum á bensínstöðvum Essó öll unglingsárin. Þessi helgi er stórvertíð og sumarfólkinu var bannað að fá frí. Staðan hlýtur að vera svipuð hjá ÁTVR þessa daga þegar milljón lítra stórfljót eldsneytis og áfengis knýr ógurlega virkjun eymdar, ógæfu, bömmera, rafmagnað brjálæði og falska gleði. Tryllingurinn við dæluna hófst á fimmtudeginum og stigmagnaðist þangað til allt datt í dúnalogn eftir klukkan 17 á laugardeginum. Þetta var samt stuð og manni leiddist ekki eitt augnablik. Leiðinlegasta manngerð sem til er, kúnnarnir sem aldrei hafa rétt fyrir sér, voru meira að segja ekki óþolandi. Helst vegna þess að meirihlutinn var pöddufullur að rifja hástöfum upp leiðinlegustu lög Sálarinnar. Örlæti fölsku söngfuglanna var jafnvel slíkt að starfsmenn á plani lentu oft á hressilegu sjússafylliríi við dæluna. Djammið eftir laugardagsvaktina varð oft ansi villt. Ekkert að því þar sem enginn tók eftir því ef maður opnaði aðeins of seint á steindauðum sunnudeginum. Þessi helgi er samt sama merkingarleysan og frídagurinn sem hún er kennd við en það er helst verslunarfólkið sem er fast í vinnunni og missir af meintri gleði. Sjálfsagt enginn stórskaði skeður þar sem ég stend bjargfastur í þeirri trú að það sé skemmtilegra að vinna yfir verslunarfólkshelgina en að liggja hlandblautur og áfengisdauður með landabrúsa í kuldagallavasanum í regnvotum Herjólfsdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Eðlislæg andúð mín á fjöldasamkomum hefði dugað til þess að bjarga mér frá því að elta sturlaða hjörðina fyrstu helgina í ágúst í vonlausri leit að skemmtun í æðra veldi. Mér var samt bannað það vegna þess að ég vann í sumarafleysingum á bensínstöðvum Essó öll unglingsárin. Þessi helgi er stórvertíð og sumarfólkinu var bannað að fá frí. Staðan hlýtur að vera svipuð hjá ÁTVR þessa daga þegar milljón lítra stórfljót eldsneytis og áfengis knýr ógurlega virkjun eymdar, ógæfu, bömmera, rafmagnað brjálæði og falska gleði. Tryllingurinn við dæluna hófst á fimmtudeginum og stigmagnaðist þangað til allt datt í dúnalogn eftir klukkan 17 á laugardeginum. Þetta var samt stuð og manni leiddist ekki eitt augnablik. Leiðinlegasta manngerð sem til er, kúnnarnir sem aldrei hafa rétt fyrir sér, voru meira að segja ekki óþolandi. Helst vegna þess að meirihlutinn var pöddufullur að rifja hástöfum upp leiðinlegustu lög Sálarinnar. Örlæti fölsku söngfuglanna var jafnvel slíkt að starfsmenn á plani lentu oft á hressilegu sjússafylliríi við dæluna. Djammið eftir laugardagsvaktina varð oft ansi villt. Ekkert að því þar sem enginn tók eftir því ef maður opnaði aðeins of seint á steindauðum sunnudeginum. Þessi helgi er samt sama merkingarleysan og frídagurinn sem hún er kennd við en það er helst verslunarfólkið sem er fast í vinnunni og missir af meintri gleði. Sjálfsagt enginn stórskaði skeður þar sem ég stend bjargfastur í þeirri trú að það sé skemmtilegra að vinna yfir verslunarfólkshelgina en að liggja hlandblautur og áfengisdauður með landabrúsa í kuldagallavasanum í regnvotum Herjólfsdal.
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar