Lítrahelgin Þórarinn Þórarinsson skrifar 3. ágúst 2018 06:15 Eðlislæg andúð mín á fjöldasamkomum hefði dugað til þess að bjarga mér frá því að elta sturlaða hjörðina fyrstu helgina í ágúst í vonlausri leit að skemmtun í æðra veldi. Mér var samt bannað það vegna þess að ég vann í sumarafleysingum á bensínstöðvum Essó öll unglingsárin. Þessi helgi er stórvertíð og sumarfólkinu var bannað að fá frí. Staðan hlýtur að vera svipuð hjá ÁTVR þessa daga þegar milljón lítra stórfljót eldsneytis og áfengis knýr ógurlega virkjun eymdar, ógæfu, bömmera, rafmagnað brjálæði og falska gleði. Tryllingurinn við dæluna hófst á fimmtudeginum og stigmagnaðist þangað til allt datt í dúnalogn eftir klukkan 17 á laugardeginum. Þetta var samt stuð og manni leiddist ekki eitt augnablik. Leiðinlegasta manngerð sem til er, kúnnarnir sem aldrei hafa rétt fyrir sér, voru meira að segja ekki óþolandi. Helst vegna þess að meirihlutinn var pöddufullur að rifja hástöfum upp leiðinlegustu lög Sálarinnar. Örlæti fölsku söngfuglanna var jafnvel slíkt að starfsmenn á plani lentu oft á hressilegu sjússafylliríi við dæluna. Djammið eftir laugardagsvaktina varð oft ansi villt. Ekkert að því þar sem enginn tók eftir því ef maður opnaði aðeins of seint á steindauðum sunnudeginum. Þessi helgi er samt sama merkingarleysan og frídagurinn sem hún er kennd við en það er helst verslunarfólkið sem er fast í vinnunni og missir af meintri gleði. Sjálfsagt enginn stórskaði skeður þar sem ég stend bjargfastur í þeirri trú að það sé skemmtilegra að vinna yfir verslunarfólkshelgina en að liggja hlandblautur og áfengisdauður með landabrúsa í kuldagallavasanum í regnvotum Herjólfsdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Eðlislæg andúð mín á fjöldasamkomum hefði dugað til þess að bjarga mér frá því að elta sturlaða hjörðina fyrstu helgina í ágúst í vonlausri leit að skemmtun í æðra veldi. Mér var samt bannað það vegna þess að ég vann í sumarafleysingum á bensínstöðvum Essó öll unglingsárin. Þessi helgi er stórvertíð og sumarfólkinu var bannað að fá frí. Staðan hlýtur að vera svipuð hjá ÁTVR þessa daga þegar milljón lítra stórfljót eldsneytis og áfengis knýr ógurlega virkjun eymdar, ógæfu, bömmera, rafmagnað brjálæði og falska gleði. Tryllingurinn við dæluna hófst á fimmtudeginum og stigmagnaðist þangað til allt datt í dúnalogn eftir klukkan 17 á laugardeginum. Þetta var samt stuð og manni leiddist ekki eitt augnablik. Leiðinlegasta manngerð sem til er, kúnnarnir sem aldrei hafa rétt fyrir sér, voru meira að segja ekki óþolandi. Helst vegna þess að meirihlutinn var pöddufullur að rifja hástöfum upp leiðinlegustu lög Sálarinnar. Örlæti fölsku söngfuglanna var jafnvel slíkt að starfsmenn á plani lentu oft á hressilegu sjússafylliríi við dæluna. Djammið eftir laugardagsvaktina varð oft ansi villt. Ekkert að því þar sem enginn tók eftir því ef maður opnaði aðeins of seint á steindauðum sunnudeginum. Þessi helgi er samt sama merkingarleysan og frídagurinn sem hún er kennd við en það er helst verslunarfólkið sem er fast í vinnunni og missir af meintri gleði. Sjálfsagt enginn stórskaði skeður þar sem ég stend bjargfastur í þeirri trú að það sé skemmtilegra að vinna yfir verslunarfólkshelgina en að liggja hlandblautur og áfengisdauður með landabrúsa í kuldagallavasanum í regnvotum Herjólfsdal.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar