Horfði á tjaldið fjúka inn í nóttina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2018 12:30 Sara Kristín Þorleifsdóttir fann aldeilis fyrir veðrinu í Eyjum í gær. Mynd/Facebook Um þrjú til fjögur hundruð manns leituðu sér skjóls í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum í nótt þar sem tjöld fuku um Herjólfsdal. Gul viðvörun var í gildi vegna hvassviðris sem þó hafði ekki áhrif á skemmtanagildi þorra þjóðhátíðargesta. Gul viðvörun gefur til kynna að litlar eða miðlungs líkur séu á mjög átakamiklu veðri, en slík viðvörun var sunnan til á landinu í gærkvöldi. Mikið hvassviðri var á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem undirrituð var stödd í nótt. Viðbragðsáætlun var í gildi hjá Þjóðhátíðarnefnd sem opnaði íþróttahúsið þar sem fjölmargir veðurbarnir gestir leituðu sér skjóls. Sara Kristín Þorleifsdóttir var ein þeirra, en hún horfði á tjald sitt fjúka inn í nóttina. „Efst á tjaldsvæðinu voru tjöld út um allt og mörg þeirra brotin. Það var mjög mikill vindur. Tjaldið mitt lagðist nánast saman þegar ég var inni í því. Við fórum og gistum í íþróttahúsinu þar sem allt var rennandi blautt eftir rigninguna á tjaldsvæðinu. Þegar við komum inn í húsið klukkan fimm í nótt var hellingur af fólki þar,“ segir Sara Kristín Þorleifsdóttir.Veðrið fór örlítið betur með tjöldin í Herjólfsdal á Þjóðhátíð árið 2015.Vísir/VilhelmÞrátt fyrir tjaldfok segir hún veðrið ekki hafa haft áhrif á skemmtun gesta. Talsmaður þjóðhátíðarnefndar tekur undir með henni og segir að fjölmargir hafi tekið þátt í vel heppnuðum brekkusöng. „Það var erfitt framan af, mikill vindur. Fólk virtist ekki ætla að láta hann neitt á sig fá og mætti vel í brekkuna. Við heldum okkar striki varðandi dagskránna þrátt fyrir veðurfar. Ég heyrði að það hefðu verið milli 300-400 manns sem leituðu sér skjóls inni í íþróttaheimili,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, talsmaður Þjóðhátíðarnefndar. Þá vill hann þakka þjóðhátíðargestum fyrir frábæra helgi. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. 5. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Um þrjú til fjögur hundruð manns leituðu sér skjóls í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum í nótt þar sem tjöld fuku um Herjólfsdal. Gul viðvörun var í gildi vegna hvassviðris sem þó hafði ekki áhrif á skemmtanagildi þorra þjóðhátíðargesta. Gul viðvörun gefur til kynna að litlar eða miðlungs líkur séu á mjög átakamiklu veðri, en slík viðvörun var sunnan til á landinu í gærkvöldi. Mikið hvassviðri var á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem undirrituð var stödd í nótt. Viðbragðsáætlun var í gildi hjá Þjóðhátíðarnefnd sem opnaði íþróttahúsið þar sem fjölmargir veðurbarnir gestir leituðu sér skjóls. Sara Kristín Þorleifsdóttir var ein þeirra, en hún horfði á tjald sitt fjúka inn í nóttina. „Efst á tjaldsvæðinu voru tjöld út um allt og mörg þeirra brotin. Það var mjög mikill vindur. Tjaldið mitt lagðist nánast saman þegar ég var inni í því. Við fórum og gistum í íþróttahúsinu þar sem allt var rennandi blautt eftir rigninguna á tjaldsvæðinu. Þegar við komum inn í húsið klukkan fimm í nótt var hellingur af fólki þar,“ segir Sara Kristín Þorleifsdóttir.Veðrið fór örlítið betur með tjöldin í Herjólfsdal á Þjóðhátíð árið 2015.Vísir/VilhelmÞrátt fyrir tjaldfok segir hún veðrið ekki hafa haft áhrif á skemmtun gesta. Talsmaður þjóðhátíðarnefndar tekur undir með henni og segir að fjölmargir hafi tekið þátt í vel heppnuðum brekkusöng. „Það var erfitt framan af, mikill vindur. Fólk virtist ekki ætla að láta hann neitt á sig fá og mætti vel í brekkuna. Við heldum okkar striki varðandi dagskránna þrátt fyrir veðurfar. Ég heyrði að það hefðu verið milli 300-400 manns sem leituðu sér skjóls inni í íþróttaheimili,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, talsmaður Þjóðhátíðarnefndar. Þá vill hann þakka þjóðhátíðargestum fyrir frábæra helgi.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. 5. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. 5. ágúst 2018 19:30