Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. ágúst 2018 06:00 Stuðningsmaður MDC sýnir merki flokksins á meðan henni er fylgt inn í fangabíl. 27 meðlimir MDC hafa verið handteknir vegna átaka síðasta miðvikudags í Harare. Stjórnvöld eru sögð ganga fram með mikilli hörku. Vísir/AFP Lögregla í Simbabve lýsti í gær eftir níu háttsettum meðlimum Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC), stærsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve sem laut í lægra haldi gegn Afríska þjóðarbandalagi Simbabve (ZANU-PF) í þingkosningum og naumlega í forsetakosningum síðustu viku. Ríkisblaðið Herald greindi frá þessu. Stjórnarandstæðingarnir eru sakaðir um að hafa kynt undir „ólöglegum mótmælum“ á miðvikudaginn fyrir viku. Átök brutust þá út á milli lögreglu og MDC-liða. Sex mótmælendur létu lífið. Tendai Biti, áður fjármálaráðherra og nú leiðtogi innan MDC, er að auki sakaður um að hafa „með ólöglegum hætti“ greint frá því að Nelson Chamisa, frambjóðandi MDC, hefði unnið forsetakosningarnar. Auk hans var lýst eftir formanninum Morgan Komich, ungliðaleiðtoganum Happymore Chidziva auk sex annarra. Alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin (HRW) fordæmdu í gær meinta aðför lögreglu og hers Simbabve að stjórnarandstæðingum. Í yfirlýsingu HRW kom meðal annars fram að lögregla, hermenn og óbreyttir, vopnaðir borgarar hafi gengið í skrokk á og áreitt MDC-liða í Harare allt frá kjördegi. Heimildarmaður HRW í Chitungwiza-hverfi sagði til dæmis frá því að hermaður hefði sagt honum, á meðan höggin dundu á honum, að verið væri að refsa honum fyrir að kjósa rangan frambjóðanda. Jafnframt var greint frá því að sex grímuklæddir menn hefðu brotist inn á heimili fyrrnefnds Chidziva og hótað konu þar lífláti.Nelson Chamisa er ekki par sáttur við kjörstjórn landsins.Vísir/APSibusiso Moyo utanríkisráðherra vísaði þessum ásökunum á bug í gær. „Ríkisstjórnin hefur ekki heyrt af neinum barsmíðum eða mannránum. Það berst mikið af röngum upplýsingum af samfélagsmiðlum,“ hafði Herald eftir honum. Ríkisdagblaðið hefur undanfarið birt fjölda frétta þar sem sagt er frá því að kosningarnar hafi verið sanngjarnar og löglegar, en Chamisa og stuðningsmenn hans hafa haldið því fram að niðurstöðunum hafi verið hagrætt. Þá gerðu eftirlitsmenn á vegum ESB alvarlegar athugasemdir við aðdragandann og framkvæmdina. Herald birti í gær frétt um kosningarnar þar sem stóð: „Emmerson Mnangagwa er þjóðarleiðtogi og vinsældir hans sjást augljóslega á þeim fjölda atkvæða sem hann fékk í forsetakosningunum.“ Þá hefur miðillinn að auki tekið viðtöl við MDC-liða, ósátta við Chamisa, sem hafa lýst því yfir að kosningarnar hafi verið sanngjarnar. Chamisa sjálfur hefur hins vegar ekki gefist upp. „Ég er nýbúinn að fara í gegnum sönnunargögnin og eyðublöð frá kjörstöðum um gjörvallt Simbabve. Við UNNUM þessar kosningar afgerandi. Tölur landskjörstjórnar eru falsaðar og þeim hagrætt í hag fráfarandi forseta. Við erum tilbúin fyrir innsetningarathöfnina og myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ tísti Chamisa í gær. Ekki er þó útlit fyrir að hann verði settur inn í embætti forseta. Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Tengdar fréttir Ólíklegt að hagræðingarásakanir hætti Fyrstu forsetakosningar Simbabve eftir valdatíð Mugabes fóru fram á mánudag. Niðurstöður kynntar í gærkvöldi. Útlit fyrir sigur sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar sögðu að niðurstöðunum yrði hagrætt. 3. ágúst 2018 06:00 Sitjandi forseti lýstur sigurvegari kosninganna í Simbabve Sex liggja í valnum eftir að herinn lét til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem hafa mótmælt meintu kosningasvindli. 2. ágúst 2018 23:20 Hvergi af baki dottinn Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug. 4. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Sjá meira
Lögregla í Simbabve lýsti í gær eftir níu háttsettum meðlimum Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC), stærsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve sem laut í lægra haldi gegn Afríska þjóðarbandalagi Simbabve (ZANU-PF) í þingkosningum og naumlega í forsetakosningum síðustu viku. Ríkisblaðið Herald greindi frá þessu. Stjórnarandstæðingarnir eru sakaðir um að hafa kynt undir „ólöglegum mótmælum“ á miðvikudaginn fyrir viku. Átök brutust þá út á milli lögreglu og MDC-liða. Sex mótmælendur létu lífið. Tendai Biti, áður fjármálaráðherra og nú leiðtogi innan MDC, er að auki sakaður um að hafa „með ólöglegum hætti“ greint frá því að Nelson Chamisa, frambjóðandi MDC, hefði unnið forsetakosningarnar. Auk hans var lýst eftir formanninum Morgan Komich, ungliðaleiðtoganum Happymore Chidziva auk sex annarra. Alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin (HRW) fordæmdu í gær meinta aðför lögreglu og hers Simbabve að stjórnarandstæðingum. Í yfirlýsingu HRW kom meðal annars fram að lögregla, hermenn og óbreyttir, vopnaðir borgarar hafi gengið í skrokk á og áreitt MDC-liða í Harare allt frá kjördegi. Heimildarmaður HRW í Chitungwiza-hverfi sagði til dæmis frá því að hermaður hefði sagt honum, á meðan höggin dundu á honum, að verið væri að refsa honum fyrir að kjósa rangan frambjóðanda. Jafnframt var greint frá því að sex grímuklæddir menn hefðu brotist inn á heimili fyrrnefnds Chidziva og hótað konu þar lífláti.Nelson Chamisa er ekki par sáttur við kjörstjórn landsins.Vísir/APSibusiso Moyo utanríkisráðherra vísaði þessum ásökunum á bug í gær. „Ríkisstjórnin hefur ekki heyrt af neinum barsmíðum eða mannránum. Það berst mikið af röngum upplýsingum af samfélagsmiðlum,“ hafði Herald eftir honum. Ríkisdagblaðið hefur undanfarið birt fjölda frétta þar sem sagt er frá því að kosningarnar hafi verið sanngjarnar og löglegar, en Chamisa og stuðningsmenn hans hafa haldið því fram að niðurstöðunum hafi verið hagrætt. Þá gerðu eftirlitsmenn á vegum ESB alvarlegar athugasemdir við aðdragandann og framkvæmdina. Herald birti í gær frétt um kosningarnar þar sem stóð: „Emmerson Mnangagwa er þjóðarleiðtogi og vinsældir hans sjást augljóslega á þeim fjölda atkvæða sem hann fékk í forsetakosningunum.“ Þá hefur miðillinn að auki tekið viðtöl við MDC-liða, ósátta við Chamisa, sem hafa lýst því yfir að kosningarnar hafi verið sanngjarnar. Chamisa sjálfur hefur hins vegar ekki gefist upp. „Ég er nýbúinn að fara í gegnum sönnunargögnin og eyðublöð frá kjörstöðum um gjörvallt Simbabve. Við UNNUM þessar kosningar afgerandi. Tölur landskjörstjórnar eru falsaðar og þeim hagrætt í hag fráfarandi forseta. Við erum tilbúin fyrir innsetningarathöfnina og myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ tísti Chamisa í gær. Ekki er þó útlit fyrir að hann verði settur inn í embætti forseta.
Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Tengdar fréttir Ólíklegt að hagræðingarásakanir hætti Fyrstu forsetakosningar Simbabve eftir valdatíð Mugabes fóru fram á mánudag. Niðurstöður kynntar í gærkvöldi. Útlit fyrir sigur sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar sögðu að niðurstöðunum yrði hagrætt. 3. ágúst 2018 06:00 Sitjandi forseti lýstur sigurvegari kosninganna í Simbabve Sex liggja í valnum eftir að herinn lét til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem hafa mótmælt meintu kosningasvindli. 2. ágúst 2018 23:20 Hvergi af baki dottinn Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug. 4. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Sjá meira
Ólíklegt að hagræðingarásakanir hætti Fyrstu forsetakosningar Simbabve eftir valdatíð Mugabes fóru fram á mánudag. Niðurstöður kynntar í gærkvöldi. Útlit fyrir sigur sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar sögðu að niðurstöðunum yrði hagrætt. 3. ágúst 2018 06:00
Sitjandi forseti lýstur sigurvegari kosninganna í Simbabve Sex liggja í valnum eftir að herinn lét til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem hafa mótmælt meintu kosningasvindli. 2. ágúst 2018 23:20
Hvergi af baki dottinn Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug. 4. ágúst 2018 09:00