Er á leið í forsetastól Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. ágúst 2018 06:00 Ingibjörg er nýkomin af alþjóðaþingi Delta Kappa Gamma sem haldið er annað hvert ár, þar voru 2.000 konur samankomnar. Fréttablaðið/Þórsteinn „Við viljum efla konur í fræðslustörfum, bæði faglega og persónulega og vekjum athygli á ýmsu sem betur má fara en líka því sem gott er gert,“ segir Ingibjörg Jónasdóttir um hlutverk Delta Kappa Gamma. Nú hefur hún tekið að sér forystu í Evrópusamtökunum næstu tvö árin. Þar með gengur hún inn í stjórn alþjóðasamtakanna. Ingibjörg er önnur í röð íslenskra kvenna sem gegnir þessu embætti. Hin var Sigrún Klara Hannesdóttir, doktor í bókasafns- og upplýsingafræði. Samtökin Delta Kappa Gamma voru stofnuð í Austin í Texas árið 1929 af tólf konum sem virkilega þurftu að berjast fyrir réttindum sínum innan kennarasamtaka, að sögn Ingibjargar. Hér á landi eru 13 deildir samtakanna starfandi, sú fyrsta var stofnuð 1975. Ingibjörg segir að tæplega 80 þúsund konur séu í alþjóðasamtökunum. Þau séu fjölmennust í Ameríku og næst komi Kanada. „Evrópa er eitt af fimm svæðum samtakanna. Tengsla netið er mjög mikilvægt og einnig er gott að skipta oft um stjórnir þannig að konur fái tækifæri til að starfa þar,“ segir Ingibjörg og heldur áfram: „Íslenskar konur hafa verið nokkuð öflugar innan Delta Kappa Gamma, unnumtil dæmis af krafti að því að Evrópa yrði sérstakt svæði en það gerðist fyrir 20 árum. Við erum líka óhræddar við að stíga inn í alþjóðahlutann,“ lýsir hún og segir að enn vanti víða mikið á að jafnrétti sé náð og þar geti íslenskar konur lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Víða í löndunum er áherslan eingöngu á kennarana en við hér á Íslandi höfum reynt að víkka fókus og í okkar deildum eru til dæmis ráðgjafar, fræðslustjórar, bókasafnsfræðingar og talmeinafræðingar. Við fáum konur á fundi til að segja frá sínum rannsóknaverkefnum eða öðru áhugaverðu. Ein deild skoðaði frá ýmsum hliðum hvernig tekið er á móti nýbúum, svo dæmi sé tekið.“ Sjálf starfaði Ingibjörg sem kennari og síðan í fræðsludeild Búnaðarbankans. Hún kveðst hafa góðan grunn að byggja á í þetta nýja starf. Bæði hafi hún starfað í Delta Kappa Gamma á Íslandi og í nefndum á vegum alþjóðasamtakanna, það styrki hana í að nýta krafta sína innan Evrópusamtakanna. Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Vísindi Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Við viljum efla konur í fræðslustörfum, bæði faglega og persónulega og vekjum athygli á ýmsu sem betur má fara en líka því sem gott er gert,“ segir Ingibjörg Jónasdóttir um hlutverk Delta Kappa Gamma. Nú hefur hún tekið að sér forystu í Evrópusamtökunum næstu tvö árin. Þar með gengur hún inn í stjórn alþjóðasamtakanna. Ingibjörg er önnur í röð íslenskra kvenna sem gegnir þessu embætti. Hin var Sigrún Klara Hannesdóttir, doktor í bókasafns- og upplýsingafræði. Samtökin Delta Kappa Gamma voru stofnuð í Austin í Texas árið 1929 af tólf konum sem virkilega þurftu að berjast fyrir réttindum sínum innan kennarasamtaka, að sögn Ingibjargar. Hér á landi eru 13 deildir samtakanna starfandi, sú fyrsta var stofnuð 1975. Ingibjörg segir að tæplega 80 þúsund konur séu í alþjóðasamtökunum. Þau séu fjölmennust í Ameríku og næst komi Kanada. „Evrópa er eitt af fimm svæðum samtakanna. Tengsla netið er mjög mikilvægt og einnig er gott að skipta oft um stjórnir þannig að konur fái tækifæri til að starfa þar,“ segir Ingibjörg og heldur áfram: „Íslenskar konur hafa verið nokkuð öflugar innan Delta Kappa Gamma, unnumtil dæmis af krafti að því að Evrópa yrði sérstakt svæði en það gerðist fyrir 20 árum. Við erum líka óhræddar við að stíga inn í alþjóðahlutann,“ lýsir hún og segir að enn vanti víða mikið á að jafnrétti sé náð og þar geti íslenskar konur lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Víða í löndunum er áherslan eingöngu á kennarana en við hér á Íslandi höfum reynt að víkka fókus og í okkar deildum eru til dæmis ráðgjafar, fræðslustjórar, bókasafnsfræðingar og talmeinafræðingar. Við fáum konur á fundi til að segja frá sínum rannsóknaverkefnum eða öðru áhugaverðu. Ein deild skoðaði frá ýmsum hliðum hvernig tekið er á móti nýbúum, svo dæmi sé tekið.“ Sjálf starfaði Ingibjörg sem kennari og síðan í fræðsludeild Búnaðarbankans. Hún kveðst hafa góðan grunn að byggja á í þetta nýja starf. Bæði hafi hún starfað í Delta Kappa Gamma á Íslandi og í nefndum á vegum alþjóðasamtakanna, það styrki hana í að nýta krafta sína innan Evrópusamtakanna.
Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Vísindi Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira