Lífsnauðsynlegt að samið verði sem fyrst Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2018 18:20 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans Vísir/VIlhelm Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir lífsnauðsynlegt að samið verði sem fyrst í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Hann segir deiluaðila þurfa að ná samkomulagi sem leiði til þess að ljósmæður snúi aftur til starfa á Landspítala. Páll segir þetta í forstjórapistli sínu en hann segir ljóst að öryggi sé ógnað og að ekki verður lengi haldið áfram með of fáum ljósmæðrum sem að auki eru að örmagnast vegna álags. Hann segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hafa færst á nýtt og alvarlegra stig aðfaranótt síðastliðins miðvikudags þegar yfirvinnuverkfall bættist við þær uppsagnir sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn. „Fyrir miðvikudaginn náði mönnun á meðgöngu- og sængurlegudeild ekki upp í verkfallsneyðarlista. Nú bætast við auknir erfiðleikar við að kalla inn ljósmæður til yfirvinnu og álagið kemur einnig fram í öðrum einingum fæðingarþjónustunnar. Samhliða hefur geta annarra stofnana til að hlaupa undir bagga með okkur minnkað, enda hefur verkfallið áhrif þar sömuleiðis,“ segir Páll í pistli sínum. Forsvarsmenn Landspítalans hafa neyðst til að flytja þjónustu meðgöngu- og sængurlegudeildar á kvenlækningadeild 21A, frá og með deginum í dag. „Þetta hefur í för með sér aukið álag annars staðar á spítalanum, þar sem 21A getur ekki lengur gegnt mikilvægu hlutverki sem yfirflæðisdeild fyrir sjúklinga af lyflækninga- og skurðlækningasviðum og búast má við áhrifum á þann sjúklingahóp sem 21A sinnir öllu jafna, en deildin er í senn dag-, legu- og bráðamóttökudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma og konur sem þurfa skurðaðgerð vegna góðkynja eða illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum,“ skrifar Páll. Hann segir fyrstu ómskoðun hætt frá mánudeginum 23. júlí. „Þetta er valkvæð rannsókn, sem flestar þungaðar konur hafa samt nýtt sér. Vikulega eru að meðaltali gerðar um 65 slíkar ómskoðanir við 11-14 vikna meðgöngu með og án samþætts líkindamats. Eftir sem áður verður 20 vikna ómskoðun til staðar. Þótt þessi fyrsta ómskoðun sé ekki bráðnauðsynleg öryggis vegna, þá er þessi rannsókn hlekkur í víðtæku og öflugu mæðraeftirliti sem skilað hefur árangri í fæðingum sem er framúrskarandi á heimsvísu,“ skrifar forstjórinn. Hann segir breytingar á þjónustu við þungaðar og fæðandi konur víðtækar. Þjónustan er minni, konur eru sendar heim strax og öruggt er eftir fæðingu og í sumum tilvikum hafa konur verið fluttar landshluta á milli til fæðinga eða annarra meðferða sem Landspítali veitir. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir lífsnauðsynlegt að samið verði sem fyrst í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Hann segir deiluaðila þurfa að ná samkomulagi sem leiði til þess að ljósmæður snúi aftur til starfa á Landspítala. Páll segir þetta í forstjórapistli sínu en hann segir ljóst að öryggi sé ógnað og að ekki verður lengi haldið áfram með of fáum ljósmæðrum sem að auki eru að örmagnast vegna álags. Hann segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hafa færst á nýtt og alvarlegra stig aðfaranótt síðastliðins miðvikudags þegar yfirvinnuverkfall bættist við þær uppsagnir sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn. „Fyrir miðvikudaginn náði mönnun á meðgöngu- og sængurlegudeild ekki upp í verkfallsneyðarlista. Nú bætast við auknir erfiðleikar við að kalla inn ljósmæður til yfirvinnu og álagið kemur einnig fram í öðrum einingum fæðingarþjónustunnar. Samhliða hefur geta annarra stofnana til að hlaupa undir bagga með okkur minnkað, enda hefur verkfallið áhrif þar sömuleiðis,“ segir Páll í pistli sínum. Forsvarsmenn Landspítalans hafa neyðst til að flytja þjónustu meðgöngu- og sængurlegudeildar á kvenlækningadeild 21A, frá og með deginum í dag. „Þetta hefur í för með sér aukið álag annars staðar á spítalanum, þar sem 21A getur ekki lengur gegnt mikilvægu hlutverki sem yfirflæðisdeild fyrir sjúklinga af lyflækninga- og skurðlækningasviðum og búast má við áhrifum á þann sjúklingahóp sem 21A sinnir öllu jafna, en deildin er í senn dag-, legu- og bráðamóttökudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma og konur sem þurfa skurðaðgerð vegna góðkynja eða illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum,“ skrifar Páll. Hann segir fyrstu ómskoðun hætt frá mánudeginum 23. júlí. „Þetta er valkvæð rannsókn, sem flestar þungaðar konur hafa samt nýtt sér. Vikulega eru að meðaltali gerðar um 65 slíkar ómskoðanir við 11-14 vikna meðgöngu með og án samþætts líkindamats. Eftir sem áður verður 20 vikna ómskoðun til staðar. Þótt þessi fyrsta ómskoðun sé ekki bráðnauðsynleg öryggis vegna, þá er þessi rannsókn hlekkur í víðtæku og öflugu mæðraeftirliti sem skilað hefur árangri í fæðingum sem er framúrskarandi á heimsvísu,“ skrifar forstjórinn. Hann segir breytingar á þjónustu við þungaðar og fæðandi konur víðtækar. Þjónustan er minni, konur eru sendar heim strax og öruggt er eftir fæðingu og í sumum tilvikum hafa konur verið fluttar landshluta á milli til fæðinga eða annarra meðferða sem Landspítali veitir.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent