Óli Kristjáns: Asnalegt að nota það sem afsökun fyrir þessu tapi Magnús Ellert Bjarnason skrifar 22. júlí 2018 22:27 Ólafur á mikið verk fyrir höndum. vísir/bára Fyrr í kvöld tapaði FH með þriggja marka mun gegn Breiðablik, 4-1, og stimplaði sig þar með sennilega úr titilbaráttu Pepsi-deildarinnar. Þjálfari liðsins, Ólafur Kristjánsson, var í leikslok spurður hvað hefði gerst hjá sínu liði í síðari hálfleik. Eftir að Robbie Crawford jafnaði metin á 53. mínútu var ekki sjón að sjá lið FH. Breiðablik gekk á lagið; skoraði þrjú mörk á tiltölulega stuttum kafla og sigldi þægilegum sigri í höfn. „Það sem gerist er í raun það að við byrjum seinni hálfleikinn vel. Við erum að herja á þá og náum að jafna. Síðan eigum við skot sem Gulli ver frábærlega og hélt hann blikanum á floti þar. Eftir það fáum við á okkur annað mark úr föstu leikatriði, sem er mjög fúlt." „Þá þurftum við að reyna að sækja og jafna leikin en þá hlaupa þeir einfaldlega yfir okkur. Við vissum það fyrir leikinn að leikmenn Breiðabliks eru gríðarlega fljótir fram á við og skeinuhættir í skyndisóknum og þeir refsuðu okkur grimmilega í kvöld,” var svar Óla við þeirri spurningu. Voru leikmenn FH þreyttir eftir leikina tvo í forkeppni Evrópudeildarinnar? „Það þýðir ekkert að nota svoleiðis afsökun. Það getur vel verið að það hafi verið einhver þreyta í mínum leikmönnum en það er bara asnalegt að nota það sem afsökun fyrir þessu tapi, “ sagði Ólafur. Geoffrey Castillon var ekki í leikmannahóp FH í kvöld. Hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir liðið „Castillon er í Hollandi. Konan hans er að fara að eiga barn eftir helgina og fékk hann því að fara til Hollands til að vera viðstaddur fæðinguna. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður þegar hann kemur aftur,“ sagði Óli. Það hafa verið orðrómar á kreiki um að Víkingur og fleiri lið hafi lagt fram tilboð í Castillon. Verður Castillon seldur áður en að leikmannaglugginn lokar? „Ég er bara að fókusera á leikina sem við spilum og það sjá aðrir um leikmannamálin. Líkt og ég sagði er ástæðan fyrir því að hann er ekki með í dag að hann er í Hollandi til að vera viðstaddur fæðingu barnsins síns, það er bara eðlilegt að hann fái frí til þess.” Eru titilvonir FH úr sögunni eftir þetta tap? „Það er eitthvað sem við ættum ekki að hugsa um núna, sérstaklega eftir að hafa tapað svona stórt fyrir liði sem er að berjast um titilinn. Þetta var ljótt tap og það er á mína ábyrgð þegar að það gerist. Ég held við ættum að leggja til hliðar í bili allt hjal um titilinn og reyna frekar að reisa okkur fyrir næsta leik,” sagði Óli að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 4-1 | Breiðablik niðurlægði FH Blikar fóru í annað skipti illa með FH á þessu tímabili. 22. júlí 2018 22:30 Gulli: Ég hef alveg átt nokkrar ágætis markvörslur í sumar Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld. 22. júlí 2018 21:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Fyrr í kvöld tapaði FH með þriggja marka mun gegn Breiðablik, 4-1, og stimplaði sig þar með sennilega úr titilbaráttu Pepsi-deildarinnar. Þjálfari liðsins, Ólafur Kristjánsson, var í leikslok spurður hvað hefði gerst hjá sínu liði í síðari hálfleik. Eftir að Robbie Crawford jafnaði metin á 53. mínútu var ekki sjón að sjá lið FH. Breiðablik gekk á lagið; skoraði þrjú mörk á tiltölulega stuttum kafla og sigldi þægilegum sigri í höfn. „Það sem gerist er í raun það að við byrjum seinni hálfleikinn vel. Við erum að herja á þá og náum að jafna. Síðan eigum við skot sem Gulli ver frábærlega og hélt hann blikanum á floti þar. Eftir það fáum við á okkur annað mark úr föstu leikatriði, sem er mjög fúlt." „Þá þurftum við að reyna að sækja og jafna leikin en þá hlaupa þeir einfaldlega yfir okkur. Við vissum það fyrir leikinn að leikmenn Breiðabliks eru gríðarlega fljótir fram á við og skeinuhættir í skyndisóknum og þeir refsuðu okkur grimmilega í kvöld,” var svar Óla við þeirri spurningu. Voru leikmenn FH þreyttir eftir leikina tvo í forkeppni Evrópudeildarinnar? „Það þýðir ekkert að nota svoleiðis afsökun. Það getur vel verið að það hafi verið einhver þreyta í mínum leikmönnum en það er bara asnalegt að nota það sem afsökun fyrir þessu tapi, “ sagði Ólafur. Geoffrey Castillon var ekki í leikmannahóp FH í kvöld. Hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir liðið „Castillon er í Hollandi. Konan hans er að fara að eiga barn eftir helgina og fékk hann því að fara til Hollands til að vera viðstaddur fæðinguna. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður þegar hann kemur aftur,“ sagði Óli. Það hafa verið orðrómar á kreiki um að Víkingur og fleiri lið hafi lagt fram tilboð í Castillon. Verður Castillon seldur áður en að leikmannaglugginn lokar? „Ég er bara að fókusera á leikina sem við spilum og það sjá aðrir um leikmannamálin. Líkt og ég sagði er ástæðan fyrir því að hann er ekki með í dag að hann er í Hollandi til að vera viðstaddur fæðingu barnsins síns, það er bara eðlilegt að hann fái frí til þess.” Eru titilvonir FH úr sögunni eftir þetta tap? „Það er eitthvað sem við ættum ekki að hugsa um núna, sérstaklega eftir að hafa tapað svona stórt fyrir liði sem er að berjast um titilinn. Þetta var ljótt tap og það er á mína ábyrgð þegar að það gerist. Ég held við ættum að leggja til hliðar í bili allt hjal um titilinn og reyna frekar að reisa okkur fyrir næsta leik,” sagði Óli að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 4-1 | Breiðablik niðurlægði FH Blikar fóru í annað skipti illa með FH á þessu tímabili. 22. júlí 2018 22:30 Gulli: Ég hef alveg átt nokkrar ágætis markvörslur í sumar Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld. 22. júlí 2018 21:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 4-1 | Breiðablik niðurlægði FH Blikar fóru í annað skipti illa með FH á þessu tímabili. 22. júlí 2018 22:30
Gulli: Ég hef alveg átt nokkrar ágætis markvörslur í sumar Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld. 22. júlí 2018 21:30