Eru víkingar að verða væluskjóður? Geir Finnsson skrifar 25. júlí 2018 07:00 Ástralska sjónvarpsstöðin SBS sýndi á dögunum þátt um Ísland og hversu framarlega við værum í jafnréttismálum. Þó ýmis atriði í þættinum virtust ýkt og einfölduð var dregin upp ágæt mynd af þjóðinni í samanburði við aðrar er kemur að femínisma. Við fengum að skyggnast inn í starfsemi Hjallastefnunnar, þar sem stelpum er meðal annars kennt að láta í sér heyra en strákunum að líta inn á við og rækta eigin tilfinningar. Ef marka má viðbrögð glöggra áhorfenda um allan heim er þessari jafnréttisstefnu okkar Íslendinga ekki tekið fagnandi. Þvert á móti telja áhorfendur víða um veröld að við séum að innræta börnum okkar brenglaðan kynjaboðskap og strákunum aumingjaskap í því skyni að útrýma karlmennskunni. Fyrir nokkrum vikum var ég á ráðstefnu í Evrópu og kynntist þar fjölmörgu vel gefnu og kláru ungu fólki víða úr heimsálfunni. Þegar jafnréttisáherslur okkar Íslendinga bar á góma var gerður góður rómur að máli mínu, að vísu aðallega af hálfu stelpnanna. Strákarnir vildu hins vegar frekar ræða við mig í einrúmi og spyrja hvernig væri komið fyrir þessari norrænu víkingaþjóð okkar og hvers vegna í ósköpunum við stæðum ekki betri vörð um karlmennskuna.Karlmennskan … Raddir af þessum toga heyrast víða, meira að segja hér í jafnréttisparadísinni. Fólk hefur áhyggjur af því að við kæfum niður allt sem einkennir karlmennsku. Þá skýtur vissulega skökku við að sömu einstaklingum þykir óhugsandi, jafnvel skaðlegt, að verið sé að bjóða strákum upp á nákvæmlega sama uppeldi og þeim þykir sjálfsagt að veita stelpum. Raunverulegi skaðinn felst þó fyrst og fremst í því að binda tiltekna eiginleika við eitt kyn. Það er nefnilega enginn að setja sig upp á móti hugrekki, dyggð, styrk og jafnvel því að harka hlutina af sér, þegar maður setur spurningamerki við karlmennskuna. Heldur er það hugtakið sjálft sem þarfnast endurskoðunar. Það er engum til gagns að alast upp við að þessir eiginleikar tilheyri eingöngu karlkyninu. Að ala barn upp í þeirri trú kemur í veg fyrir að það þroski alla aðra eiginleika sem gerir það að manneskju. … og kvenmennskan? Að sama skapi þarf að svipta skömminni af því að sýna tilfinningar, veita umönnun og huga að velferð annarra – eða með öðrum orðum, af mannúðinni og mennskunni. Ég held mér sé óhætt að segja að margir telji mannúðina ekki vega eins þungt og eiginleikana sem eru beintengdari karlmennsku. Í því samhengi er líka merkilegt að hugsa til þess að hugtakið kvenmennska er ekki einu sinni til. Gleymum því ekki að hinir hugrökku víkingaforfeður okkar voru ansi lunknir við margt fleira en að berjast, lyfta þungu grjóti og kanna heiminn. Til að mynda lituðu þeir á sér hárið, söfnuðu skartgripum, klæddust litskrúðugum klæðnaði, sömdu ljóð, grétu og sýndu tilfinningar fyrir framan aðra. Sú ímynd sem margir hafa af karlmennsku er nefnilega oftar en ekki byggð á steríótýpum sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum.Mátturinn og mennskan Ef ala á sterka einstaklinga í samfélagi okkar skiptir höfuðmáli að leyfa þeim að þroskast og dafna sem manneskjur. Það uppeldi sem miðast við að veita börnum aðeins rými til að vera helmingurinn af því sem þau raunverulega eru, með því að steypa þau í staðlað kynjaform, dregur úr styrk þeirra og mætti. Þess vegna megum við ekki láta fordóma svipta okkur mennskunni.Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Ástralska sjónvarpsstöðin SBS sýndi á dögunum þátt um Ísland og hversu framarlega við værum í jafnréttismálum. Þó ýmis atriði í þættinum virtust ýkt og einfölduð var dregin upp ágæt mynd af þjóðinni í samanburði við aðrar er kemur að femínisma. Við fengum að skyggnast inn í starfsemi Hjallastefnunnar, þar sem stelpum er meðal annars kennt að láta í sér heyra en strákunum að líta inn á við og rækta eigin tilfinningar. Ef marka má viðbrögð glöggra áhorfenda um allan heim er þessari jafnréttisstefnu okkar Íslendinga ekki tekið fagnandi. Þvert á móti telja áhorfendur víða um veröld að við séum að innræta börnum okkar brenglaðan kynjaboðskap og strákunum aumingjaskap í því skyni að útrýma karlmennskunni. Fyrir nokkrum vikum var ég á ráðstefnu í Evrópu og kynntist þar fjölmörgu vel gefnu og kláru ungu fólki víða úr heimsálfunni. Þegar jafnréttisáherslur okkar Íslendinga bar á góma var gerður góður rómur að máli mínu, að vísu aðallega af hálfu stelpnanna. Strákarnir vildu hins vegar frekar ræða við mig í einrúmi og spyrja hvernig væri komið fyrir þessari norrænu víkingaþjóð okkar og hvers vegna í ósköpunum við stæðum ekki betri vörð um karlmennskuna.Karlmennskan … Raddir af þessum toga heyrast víða, meira að segja hér í jafnréttisparadísinni. Fólk hefur áhyggjur af því að við kæfum niður allt sem einkennir karlmennsku. Þá skýtur vissulega skökku við að sömu einstaklingum þykir óhugsandi, jafnvel skaðlegt, að verið sé að bjóða strákum upp á nákvæmlega sama uppeldi og þeim þykir sjálfsagt að veita stelpum. Raunverulegi skaðinn felst þó fyrst og fremst í því að binda tiltekna eiginleika við eitt kyn. Það er nefnilega enginn að setja sig upp á móti hugrekki, dyggð, styrk og jafnvel því að harka hlutina af sér, þegar maður setur spurningamerki við karlmennskuna. Heldur er það hugtakið sjálft sem þarfnast endurskoðunar. Það er engum til gagns að alast upp við að þessir eiginleikar tilheyri eingöngu karlkyninu. Að ala barn upp í þeirri trú kemur í veg fyrir að það þroski alla aðra eiginleika sem gerir það að manneskju. … og kvenmennskan? Að sama skapi þarf að svipta skömminni af því að sýna tilfinningar, veita umönnun og huga að velferð annarra – eða með öðrum orðum, af mannúðinni og mennskunni. Ég held mér sé óhætt að segja að margir telji mannúðina ekki vega eins þungt og eiginleikana sem eru beintengdari karlmennsku. Í því samhengi er líka merkilegt að hugsa til þess að hugtakið kvenmennska er ekki einu sinni til. Gleymum því ekki að hinir hugrökku víkingaforfeður okkar voru ansi lunknir við margt fleira en að berjast, lyfta þungu grjóti og kanna heiminn. Til að mynda lituðu þeir á sér hárið, söfnuðu skartgripum, klæddust litskrúðugum klæðnaði, sömdu ljóð, grétu og sýndu tilfinningar fyrir framan aðra. Sú ímynd sem margir hafa af karlmennsku er nefnilega oftar en ekki byggð á steríótýpum sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum.Mátturinn og mennskan Ef ala á sterka einstaklinga í samfélagi okkar skiptir höfuðmáli að leyfa þeim að þroskast og dafna sem manneskjur. Það uppeldi sem miðast við að veita börnum aðeins rými til að vera helmingurinn af því sem þau raunverulega eru, með því að steypa þau í staðlað kynjaform, dregur úr styrk þeirra og mætti. Þess vegna megum við ekki láta fordóma svipta okkur mennskunni.Höfundur er verkefnastjóri.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun