Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2018 08:49 Davíð Snær Jónsson, fyrrverandi formaður SÍF. mYND/Aðsend Davíð Snær Jónsson, sem í gær var vísað úr stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vegna umdeildrar greinar sem birt var á Vísi í síðustu viku, segir viðbrögð stjórnarinnar „öfgafull“ og að þau valdi „eðlilega áhyggjum.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Davíð sendi á fjölmiðla nú í morgun en hann gegndi formennsku í SÍF þar til í gær. Þar segir Davíð að fimm stjórnarmenn SÍF hafi krafið hann um afsögn. Hann segir „upphlaup“ þeirra hafa komið sér mjög á óvart. Sjá einnig:Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði „Ég boðaði strax til stjórnarfundar eftir að mér varð ljóst að óánægju gætti um skrif mín innan stjórnarinnar, en ágreiningur er eðlilegur hluti af félagsstarfi og þá sérstaklega þegar þessi risavaxni málaflokkur er undir, menntakerfið. Af þeim fundi varð ekki og ákvað meirihluti stjórnar þess í stað að grípa til fyrrgreindra aðgerða og víkja mér úr formennsku. Þess skal getið að ekki var einhugur um þessa ákvörðun innan stjórnarinnar, að mér frátöldum,“ segir Davíð í yfirlýsingunni og heldur áfram: „Þessi öfgafullu viðbrögð stjórnarinnar valda eðlilega áhyggjum. Í félagasamtökum eru ákvarðanir sem þessar teknar á stjórnarfundum, en ekki í tölvupóstsamskiptum einstakra stjórnarmeðlima. Að virða ekki fundarsköp eða almennar vinnureglur sýnir vanhæfni stjórnarmanna til þess að taka ákvarðanir sem þessar.“ Þá segir hann að frelsi til að gagnrýna sé einn af hornsteinum lýðræðisins og að umræða um menn og málefni sé merki heilbrigðs samfélags. „Mitt starf sem formaður hefur verið að tala fyrir betra menntakerfi. Ef menntakerfið er hafið yfir gagnrýni, má spyrja sig hvað sé gagnrýnisvert og hvað ekki. Skoðanafrelsi einstaklinga er brennt á teini ef þær skoðanir sem tjáðar eru, eru ekki réttar. Ég hef áhyggjur af Íslensku menntakerfi, þess vegna tjáði ég mig og myndi ekki hika við að gera það aftur í sömu stöðu,“ segir í yfirlýsingunni. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Davíð Snær Jónsson, sem í gær var vísað úr stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vegna umdeildrar greinar sem birt var á Vísi í síðustu viku, segir viðbrögð stjórnarinnar „öfgafull“ og að þau valdi „eðlilega áhyggjum.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Davíð sendi á fjölmiðla nú í morgun en hann gegndi formennsku í SÍF þar til í gær. Þar segir Davíð að fimm stjórnarmenn SÍF hafi krafið hann um afsögn. Hann segir „upphlaup“ þeirra hafa komið sér mjög á óvart. Sjá einnig:Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði „Ég boðaði strax til stjórnarfundar eftir að mér varð ljóst að óánægju gætti um skrif mín innan stjórnarinnar, en ágreiningur er eðlilegur hluti af félagsstarfi og þá sérstaklega þegar þessi risavaxni málaflokkur er undir, menntakerfið. Af þeim fundi varð ekki og ákvað meirihluti stjórnar þess í stað að grípa til fyrrgreindra aðgerða og víkja mér úr formennsku. Þess skal getið að ekki var einhugur um þessa ákvörðun innan stjórnarinnar, að mér frátöldum,“ segir Davíð í yfirlýsingunni og heldur áfram: „Þessi öfgafullu viðbrögð stjórnarinnar valda eðlilega áhyggjum. Í félagasamtökum eru ákvarðanir sem þessar teknar á stjórnarfundum, en ekki í tölvupóstsamskiptum einstakra stjórnarmeðlima. Að virða ekki fundarsköp eða almennar vinnureglur sýnir vanhæfni stjórnarmanna til þess að taka ákvarðanir sem þessar.“ Þá segir hann að frelsi til að gagnrýna sé einn af hornsteinum lýðræðisins og að umræða um menn og málefni sé merki heilbrigðs samfélags. „Mitt starf sem formaður hefur verið að tala fyrir betra menntakerfi. Ef menntakerfið er hafið yfir gagnrýni, má spyrja sig hvað sé gagnrýnisvert og hvað ekki. Skoðanafrelsi einstaklinga er brennt á teini ef þær skoðanir sem tjáðar eru, eru ekki réttar. Ég hef áhyggjur af Íslensku menntakerfi, þess vegna tjáði ég mig og myndi ekki hika við að gera það aftur í sömu stöðu,“ segir í yfirlýsingunni.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23
Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12
SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12