Svæðið undir níðþungu sviðinu stærsta spurningamerkið Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. júlí 2018 21:21 Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. Vallarstjóri var ekki enn farinn heim eftir gærkvöldið þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda þarf að undirbúa knattspyrnuleik á morgun. Strax og tónleikunum lauk í kringum miðnætti í gær var hafist handa við frágang. Sérstakt gólf var lagt yfir grasið til að hlífa því sem best.Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli.Mynd/SkjáskotÞegar fréttastofu bar að garði síðdegis var búið að taka gólfið af hluta vallarins og leit grasið nokkuð vel út, vallarstjórinn segir hins vegar að svæðið sem var undir níþungu sviðinu sé stærsta spurningamerkið – en það verði að skýrast síðar í kvöld. „Ég hafði ekki miklar áhyggjur af þessu svæði þannig séð, þetta voru þrír, fjórir dagar með svona viðurkenndu gólfi en bakslagið getur komið svo sem. Þó það sé grænt núna getur það komið í hausinn á okkur seinna, en þetta lítur nokkuð vel út núna og leikur á morgun,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Hann segir því engin grið gefinn, enda verði að vera hægt að spila fótbolta á vellinum eftir sólarhring. „Ég er ekki enn þá farinn heim eftir gærkvöldið og lagði mig í tvo tíma hérna inni í kompu. Svo fáum við aukamannskap á eftir.“Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð2Fjölmennt lið lögreglu stóð vaktina í dalnum í gær, lokaði götum og fylgdist með gangi mála. Einn var handtekinn eftir líkamsárás, en varðstjóri segir að önnur alvarleg atvik hafi ekki komið upp. „Gæslan inni á tónleikasvæðinu vísaði þremur mönnum af svæðinu og miðað við þennan fjölda þá er þetta ekkert til að tala um,“ Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir kvöldið hafa verið prófstein á svo umfangsmikið tónleikahald á svæðinu og það hafi heppnast vel. Ekki fékkst viðtal við tónleikahaldara í dag, en þeir höfðu áður gefið út gestafjölda upp á um 25 þúsund manns. Árni segir það líklega ekki fjarri lagi. „Ég verð bara að hrósa tónleikagestum sem komu hérna í gær. Það virtust flestir koma til að skemmta sér og hlusta á rokkbandið og vissulega er einhver ölvun en hún var ekki til neinna vandræða þannig séð.“En skyldi varðstjórinn sjálfur vera hrifinn af rokktónlist? „Jú, jú, þetta var mikill hávaði hérna í gær, það verður að segjast eins og er. En ég er svona meiri diskókóngur heldur en þetta.“ Lögreglumál Tónlist Tengdar fréttir Lögregla þakkar fyrir „stórkostlega sýningu“ Guns N‘ Roses Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag svipmyndir af eftirliti lögreglu á tónleikum Guns N' Roses í gær. 25. júlí 2018 18:31 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 Axl tilfinningaríkur á sviðinu áður en hann flutti lagið sem var tileinkað vini hans Knockin' On Heaven's Door er sögufrægt lag sem Bod Dylan gaf fyrst út árið 1965. Bæði Eric Clapton og Guns N´Roses hafa gefið út mjög vinsælar ábreiður af laginu og tók sveitin lagið á stórtónleikum sínum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. 25. júlí 2018 14:00 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. Vallarstjóri var ekki enn farinn heim eftir gærkvöldið þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda þarf að undirbúa knattspyrnuleik á morgun. Strax og tónleikunum lauk í kringum miðnætti í gær var hafist handa við frágang. Sérstakt gólf var lagt yfir grasið til að hlífa því sem best.Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli.Mynd/SkjáskotÞegar fréttastofu bar að garði síðdegis var búið að taka gólfið af hluta vallarins og leit grasið nokkuð vel út, vallarstjórinn segir hins vegar að svæðið sem var undir níþungu sviðinu sé stærsta spurningamerkið – en það verði að skýrast síðar í kvöld. „Ég hafði ekki miklar áhyggjur af þessu svæði þannig séð, þetta voru þrír, fjórir dagar með svona viðurkenndu gólfi en bakslagið getur komið svo sem. Þó það sé grænt núna getur það komið í hausinn á okkur seinna, en þetta lítur nokkuð vel út núna og leikur á morgun,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Hann segir því engin grið gefinn, enda verði að vera hægt að spila fótbolta á vellinum eftir sólarhring. „Ég er ekki enn þá farinn heim eftir gærkvöldið og lagði mig í tvo tíma hérna inni í kompu. Svo fáum við aukamannskap á eftir.“Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð2Fjölmennt lið lögreglu stóð vaktina í dalnum í gær, lokaði götum og fylgdist með gangi mála. Einn var handtekinn eftir líkamsárás, en varðstjóri segir að önnur alvarleg atvik hafi ekki komið upp. „Gæslan inni á tónleikasvæðinu vísaði þremur mönnum af svæðinu og miðað við þennan fjölda þá er þetta ekkert til að tala um,“ Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir kvöldið hafa verið prófstein á svo umfangsmikið tónleikahald á svæðinu og það hafi heppnast vel. Ekki fékkst viðtal við tónleikahaldara í dag, en þeir höfðu áður gefið út gestafjölda upp á um 25 þúsund manns. Árni segir það líklega ekki fjarri lagi. „Ég verð bara að hrósa tónleikagestum sem komu hérna í gær. Það virtust flestir koma til að skemmta sér og hlusta á rokkbandið og vissulega er einhver ölvun en hún var ekki til neinna vandræða þannig séð.“En skyldi varðstjórinn sjálfur vera hrifinn af rokktónlist? „Jú, jú, þetta var mikill hávaði hérna í gær, það verður að segjast eins og er. En ég er svona meiri diskókóngur heldur en þetta.“
Lögreglumál Tónlist Tengdar fréttir Lögregla þakkar fyrir „stórkostlega sýningu“ Guns N‘ Roses Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag svipmyndir af eftirliti lögreglu á tónleikum Guns N' Roses í gær. 25. júlí 2018 18:31 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 Axl tilfinningaríkur á sviðinu áður en hann flutti lagið sem var tileinkað vini hans Knockin' On Heaven's Door er sögufrægt lag sem Bod Dylan gaf fyrst út árið 1965. Bæði Eric Clapton og Guns N´Roses hafa gefið út mjög vinsælar ábreiður af laginu og tók sveitin lagið á stórtónleikum sínum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. 25. júlí 2018 14:00 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Lögregla þakkar fyrir „stórkostlega sýningu“ Guns N‘ Roses Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag svipmyndir af eftirliti lögreglu á tónleikum Guns N' Roses í gær. 25. júlí 2018 18:31
Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00
Axl tilfinningaríkur á sviðinu áður en hann flutti lagið sem var tileinkað vini hans Knockin' On Heaven's Door er sögufrægt lag sem Bod Dylan gaf fyrst út árið 1965. Bæði Eric Clapton og Guns N´Roses hafa gefið út mjög vinsælar ábreiður af laginu og tók sveitin lagið á stórtónleikum sínum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. 25. júlí 2018 14:00