Freyr: Hugrekkið horfið úr varnarleik FH-inga Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2018 11:30 Áttfaldir Íslandsmeistarar FH hafa átt í stökustu vandræðum með að verjast föstum leikatriðum í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar en liðið fékk á sig tvö þannig mörk í 4-1 tapinu gegn Breiðabliki á sunnudaginn var. FH er í heildina búið að fá á sig tíu mörk úr föstum leikatriðum í þrettán leikjum í sumar sem er tveimur mörkum fleira úr föstum leikatriðum en liðið fékk á sig allt síðasta sumar. Breiðablik skoraði tvö mörk á FH upp úr aukaspyrnum inn á teiginn. Í fyrra skiptið skallaði Thomas Mikkelsen boltann í netið kolrangstæður en í það síðara lagði Mikkelsen upp mark fyrir Davíð Kristján Ólafsson. „Það var að trufla þá gríðarlega mikið að hann var að standa inn í þessari rangstöðu og á þessu augnabliki falla Viðar Ari og Gummi Kristjáns niður og þá er Mikkelsen réttstæður,“ sagði Freyr Alexandersson í Pepsi-mörkunum á mánudagskvöldið þegar að hann tók varnarleik FH-inga fyrir í seinna markinu. „Það er ótrúlegt að horfa á þetta. Það er enginn sem ber ábyrgð á manninum. Þetta er galinn varnarleikur. Sjáið þetta! Þeir standa oft á tíðum alveg rétt en grimmdin að vinna fyrsta og annan bolta er ekki til staðar,“ sagði Freyr. Sem fyrr segir hefur FH oft verið betra í að verjast föstum leikatriðum en liðið var til dæmis í fyrra besta lið deildarinnar í þeim hluta leiksins ásamt Víkingi. „Ég ákvað að kíkja á föst leikatriði hjá FH 2015 og 2016 og þar voru leikmennirnir að standa á svipuðum stað og markvörðurinn var á svipuðum stað. Það vantar þessa árásagirni og hugrekki sem er farið úr varnarleiknum hjá FH. Þeir voru besta liðið á Íslandi í föstum leikatriðum lengi vel,“ sagði Freyr Alexandersson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: „Átakanlegt“ að horfa á Viðar Ara í Kópavoginum Viðar Ari Jónsson fékk útreið í Pepsi-mörkunum eftir slæman dag á skrifstofunni. 24. júlí 2018 10:00 Skorað í efstu deild 15 ár í röð: „Ótrúlegur leikmaður sem ég hataði að spila á móti“ Óskar Örn Hauksson heldur áfram að skora á hverju ári í Pepsi-deildinni. 25. júlí 2018 12:30 Pepsi-mörkin: Trúlausir Víkingar áttu ekki séns gegn Val Víkingur tapaði fyrir Val á Hlíðarenda í 13. umferð Pepsi deildar karla um helgina. Hugarfar leikmanna Víkings í leiknum gerði úti um möguleika þeirra á sigri. 25. júlí 2018 14:00 Pepsi-mörkin: „Hrikalega mikið að“ í varnarleik Fylkis Fylkir hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi deild karla og fengið á sig 13 mörk í síðustu þremur leikjum. Liðið situr í 11. sæti með 11 stig eftir 13 umferðir. 25. júlí 2018 11:00 Pepsi-mörkin: Keflavík að ganga í gegnum helvíti Keflvíkingar eru svo gott sem fallnir en þeir verða að sýna meira hjarta og meiri baráttu. 24. júlí 2018 12:00 Pepsi-mörkin: Andri Rafn að verða einn besti miðjumaður deildarinnar Andri Rafn Yeoman hefur farið á kostum í liði Breiðabliks í Pepsi deild karla að undanförnu. Hann var valinn maður leiksins þegar Breiðablik vann FH í 13. umferðinni um helgina. 24. júlí 2018 14:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira
Áttfaldir Íslandsmeistarar FH hafa átt í stökustu vandræðum með að verjast föstum leikatriðum í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar en liðið fékk á sig tvö þannig mörk í 4-1 tapinu gegn Breiðabliki á sunnudaginn var. FH er í heildina búið að fá á sig tíu mörk úr föstum leikatriðum í þrettán leikjum í sumar sem er tveimur mörkum fleira úr föstum leikatriðum en liðið fékk á sig allt síðasta sumar. Breiðablik skoraði tvö mörk á FH upp úr aukaspyrnum inn á teiginn. Í fyrra skiptið skallaði Thomas Mikkelsen boltann í netið kolrangstæður en í það síðara lagði Mikkelsen upp mark fyrir Davíð Kristján Ólafsson. „Það var að trufla þá gríðarlega mikið að hann var að standa inn í þessari rangstöðu og á þessu augnabliki falla Viðar Ari og Gummi Kristjáns niður og þá er Mikkelsen réttstæður,“ sagði Freyr Alexandersson í Pepsi-mörkunum á mánudagskvöldið þegar að hann tók varnarleik FH-inga fyrir í seinna markinu. „Það er ótrúlegt að horfa á þetta. Það er enginn sem ber ábyrgð á manninum. Þetta er galinn varnarleikur. Sjáið þetta! Þeir standa oft á tíðum alveg rétt en grimmdin að vinna fyrsta og annan bolta er ekki til staðar,“ sagði Freyr. Sem fyrr segir hefur FH oft verið betra í að verjast föstum leikatriðum en liðið var til dæmis í fyrra besta lið deildarinnar í þeim hluta leiksins ásamt Víkingi. „Ég ákvað að kíkja á föst leikatriði hjá FH 2015 og 2016 og þar voru leikmennirnir að standa á svipuðum stað og markvörðurinn var á svipuðum stað. Það vantar þessa árásagirni og hugrekki sem er farið úr varnarleiknum hjá FH. Þeir voru besta liðið á Íslandi í föstum leikatriðum lengi vel,“ sagði Freyr Alexandersson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: „Átakanlegt“ að horfa á Viðar Ara í Kópavoginum Viðar Ari Jónsson fékk útreið í Pepsi-mörkunum eftir slæman dag á skrifstofunni. 24. júlí 2018 10:00 Skorað í efstu deild 15 ár í röð: „Ótrúlegur leikmaður sem ég hataði að spila á móti“ Óskar Örn Hauksson heldur áfram að skora á hverju ári í Pepsi-deildinni. 25. júlí 2018 12:30 Pepsi-mörkin: Trúlausir Víkingar áttu ekki séns gegn Val Víkingur tapaði fyrir Val á Hlíðarenda í 13. umferð Pepsi deildar karla um helgina. Hugarfar leikmanna Víkings í leiknum gerði úti um möguleika þeirra á sigri. 25. júlí 2018 14:00 Pepsi-mörkin: „Hrikalega mikið að“ í varnarleik Fylkis Fylkir hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi deild karla og fengið á sig 13 mörk í síðustu þremur leikjum. Liðið situr í 11. sæti með 11 stig eftir 13 umferðir. 25. júlí 2018 11:00 Pepsi-mörkin: Keflavík að ganga í gegnum helvíti Keflvíkingar eru svo gott sem fallnir en þeir verða að sýna meira hjarta og meiri baráttu. 24. júlí 2018 12:00 Pepsi-mörkin: Andri Rafn að verða einn besti miðjumaður deildarinnar Andri Rafn Yeoman hefur farið á kostum í liði Breiðabliks í Pepsi deild karla að undanförnu. Hann var valinn maður leiksins þegar Breiðablik vann FH í 13. umferðinni um helgina. 24. júlí 2018 14:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira
Pepsi-mörkin: „Átakanlegt“ að horfa á Viðar Ara í Kópavoginum Viðar Ari Jónsson fékk útreið í Pepsi-mörkunum eftir slæman dag á skrifstofunni. 24. júlí 2018 10:00
Skorað í efstu deild 15 ár í röð: „Ótrúlegur leikmaður sem ég hataði að spila á móti“ Óskar Örn Hauksson heldur áfram að skora á hverju ári í Pepsi-deildinni. 25. júlí 2018 12:30
Pepsi-mörkin: Trúlausir Víkingar áttu ekki séns gegn Val Víkingur tapaði fyrir Val á Hlíðarenda í 13. umferð Pepsi deildar karla um helgina. Hugarfar leikmanna Víkings í leiknum gerði úti um möguleika þeirra á sigri. 25. júlí 2018 14:00
Pepsi-mörkin: „Hrikalega mikið að“ í varnarleik Fylkis Fylkir hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum í Pepsi deild karla og fengið á sig 13 mörk í síðustu þremur leikjum. Liðið situr í 11. sæti með 11 stig eftir 13 umferðir. 25. júlí 2018 11:00
Pepsi-mörkin: Keflavík að ganga í gegnum helvíti Keflvíkingar eru svo gott sem fallnir en þeir verða að sýna meira hjarta og meiri baráttu. 24. júlí 2018 12:00
Pepsi-mörkin: Andri Rafn að verða einn besti miðjumaður deildarinnar Andri Rafn Yeoman hefur farið á kostum í liði Breiðabliks í Pepsi deild karla að undanförnu. Hann var valinn maður leiksins þegar Breiðablik vann FH í 13. umferðinni um helgina. 24. júlí 2018 14:00