Skógareldar í Grikklandi: Ráðherra segir íbúa hafa gert illt verra með því að byggja ólöglega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 15:14 Gríðarleg eyðilegging blasir við í strandbænum Mati vegna eldanna. vísir/getty Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. Í viðtali við BBC segir Kammenos að það sé glæpur að hafa byggt hús á milli skógi vaxinna svæða þar sem þau hafa lokað flóttaleiðum. Hann neitar því að stjórnvöld hafi brugðist íbúum á þeim svæðum sem hafa orðið verst úti vegna eldanna en Kammenos heimsótti hamfarasvæðið í dag. Að minnsta kosti 83 hafa látið lífið í eldunum en óttast er að mun fleiri muni finnast látnir þar sem tuga einstaklinga er enn saknað.Að minnsta kosti 83 hafa látið lífið í eldunum og tuga er enn saknað.vísir/ap„Þú lést fólk brenna út af engu“ Strandbærinn Mati hefur orðið hvað verst úti í eldunum en íbúar þar hafa lýst aðfarnótt þriðjudagsins, þegar eldarnir fóru yfir, sem helvíti á jörðu. Kammenos heimsótti bæinn og fékk að heyra það frá íbúum sem sökuðu hann og ríkisstjórnina um að hafa yfirgefið þau í eldunum. „Þú lést fólk brenna út af engu. Þú skildir okkur eftir upp á náð og miskunn Guðs,“ sagði ein kona við ráðherrann sem var í fylgd með bæjarstjóranum og foringja gríska hersins. Annar íbúi gagnrýndi það að íbúum hafði verið ráðlagt að flýja út í sjó þegar flestir eldri borgarar í Mati hefðu aldrei geta komist að sjónum.Á þessari gervihnattamynd frá Copernicus sést vel hversu stórt svæði varð eldinum að bráð og að meira en helmingur þess var íbúðabyggð.copernicusHelmingurinn af því landi sem varð eldinum að bráð íbúðabyggð Kammenos hafnaði öllum ásökunum um að yfirvöld hefðu ekki gert sitt til að vernda borgarana heldur sagði að það sem íbúarnir hefðu sjálfir gert hefði lokað vegum að ströndinni. „Þetta eru glæpir frá fortíðinni. Meirihluti þessara eigna var byggður í leyfisleysi,“ sagði ráðherrann. Gervihnattamyndir af svæðinu sýna hversu gríðarlega stórt svæði varð eldunum að bráð en meira en helmingurinn af þeim tæplega 5.200 hekturum sem eldurinn fór yfir var íbúðabyggð. Grikkland Skógareldar Tengdar fréttir Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00 Enn ekki vitað hve margra er saknað Minnst 82 eru látnir eftir mannskæðustu skógarelda Evrópu á þessari öld í Grikklandi í vikunni. 26. júlí 2018 11:28 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. Í viðtali við BBC segir Kammenos að það sé glæpur að hafa byggt hús á milli skógi vaxinna svæða þar sem þau hafa lokað flóttaleiðum. Hann neitar því að stjórnvöld hafi brugðist íbúum á þeim svæðum sem hafa orðið verst úti vegna eldanna en Kammenos heimsótti hamfarasvæðið í dag. Að minnsta kosti 83 hafa látið lífið í eldunum en óttast er að mun fleiri muni finnast látnir þar sem tuga einstaklinga er enn saknað.Að minnsta kosti 83 hafa látið lífið í eldunum og tuga er enn saknað.vísir/ap„Þú lést fólk brenna út af engu“ Strandbærinn Mati hefur orðið hvað verst úti í eldunum en íbúar þar hafa lýst aðfarnótt þriðjudagsins, þegar eldarnir fóru yfir, sem helvíti á jörðu. Kammenos heimsótti bæinn og fékk að heyra það frá íbúum sem sökuðu hann og ríkisstjórnina um að hafa yfirgefið þau í eldunum. „Þú lést fólk brenna út af engu. Þú skildir okkur eftir upp á náð og miskunn Guðs,“ sagði ein kona við ráðherrann sem var í fylgd með bæjarstjóranum og foringja gríska hersins. Annar íbúi gagnrýndi það að íbúum hafði verið ráðlagt að flýja út í sjó þegar flestir eldri borgarar í Mati hefðu aldrei geta komist að sjónum.Á þessari gervihnattamynd frá Copernicus sést vel hversu stórt svæði varð eldinum að bráð og að meira en helmingur þess var íbúðabyggð.copernicusHelmingurinn af því landi sem varð eldinum að bráð íbúðabyggð Kammenos hafnaði öllum ásökunum um að yfirvöld hefðu ekki gert sitt til að vernda borgarana heldur sagði að það sem íbúarnir hefðu sjálfir gert hefði lokað vegum að ströndinni. „Þetta eru glæpir frá fortíðinni. Meirihluti þessara eigna var byggður í leyfisleysi,“ sagði ráðherrann. Gervihnattamyndir af svæðinu sýna hversu gríðarlega stórt svæði varð eldunum að bráð en meira en helmingurinn af þeim tæplega 5.200 hekturum sem eldurinn fór yfir var íbúðabyggð.
Grikkland Skógareldar Tengdar fréttir Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00 Enn ekki vitað hve margra er saknað Minnst 82 eru látnir eftir mannskæðustu skógarelda Evrópu á þessari öld í Grikklandi í vikunni. 26. júlí 2018 11:28 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00
Enn ekki vitað hve margra er saknað Minnst 82 eru látnir eftir mannskæðustu skógarelda Evrópu á þessari öld í Grikklandi í vikunni. 26. júlí 2018 11:28
26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50