Panamaskjölin – og hvað svo? Oddný G. Harðardóttir skrifar 27. júlí 2018 07:00 Orðstír Íslands beið hnekki í apríl 2016 þegar Panamaskjölin leiddu í ljós notkun fjölda Íslendinga á skattaskjólum og afhjúpuðu eignir þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra í slíkum skatta- og krónuskjólum. Sá sem nýtir sér skattaskjól gerir það í ákveðnum tilgangi. Tilgangurinn er að komast undan því að greiða skatta og komast þannig hjá því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Almenningur mótmælti spillingunni vorið 2016 og krafðist breytinga með fjölmennustu mótmælum í sögu landsins. En til hvers leiddu þessi mótmæli? Og hvar stendur úrvinnsla gagnanna?Gamalt trix Mótmælin urðu alla vega ekki til þess að fjármálaráðherrann biði alvarlegan álitshnekki því hann varð forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn og fjármálaráðherra í þeirri sem nú starfar. Ég beindi spurningum til ráðherrans um úrvinnslu Panamaskjalanna í febrúar síðastliðnum. Fimm mánuðum seinna, þegar allir frestir voru löngu liðnir og að morgni þess sama dags og athygli allra var á dagskrá umdeilds þingfundar á Þingvöllum, barst svarið frá fjármálaráðherranum. Það er gamalt trix að fela umdeild mál á bak við önnur sem taka fjölmiðla yfir en hugsanlega var svardagurinn algjör tilviljun. Þessi töf á svörunum minnir okkur þó á að þessi sami fjármálaráðherra faldi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum í skúffu í fjármálaráðuneytinu fram yfir kosningar haustið 2016. Kjósendur fengu ekki að sjá skýrsluna fyrr en fjármálaráðherrann sem nefndur var í Panamaskjölunum var orðinn forsætisráðherra. Svörin og svikin Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurnum mínum kemur m.a. fram að af þeim 585 félögum sem tengdust Íslendingum í Panamaskjölunum hefði einvörðungu um þriðjungur gert grein fyrir eignarhaldi á félögunum í skattaskýrslum sínum. Ekkert þeirra skilaði inn CFC-skýrslu til skattyfirvalda sem þó er skylda að gera samkvæmt lögum um tekjuskatt. Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn í 89 málum en nokkrir tugir afleiddra mála til viðbótar hafa verið rannsakaðir hjá embættinu. Ríkisskattstjóri fékk tæp 200 mál til rannsóknar en í október 2017 framsendi embættið til skattrannsóknarstjóra mál 187 einstaklinga sem ekki höfðu svarað fyrirspurnarbréfi ríkisskattstjóra eða svör höfðu ekki reynst fullnægjandi. Enn er því unnið að úrvinnslu Panamaskjalanna. Vegna mála sem nú þegar er lokið hafa kröfur verið gerðar um rúma 15 milljarða króna fyrir hönd ríkissjóðs. Áhrif skattsvikanna Þeir sem nýta sér skattaskjól vilja að aðrir beri kostnaðinn af rekstri samfélags okkar. Fyrir rúma 15 milljarða króna hefði mátt greiða allar almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu og nauðsynlega stoðdeildarþjónusta sem veitt er á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land og kosta ríkissjóð 8,2 milljarða króna á ári, alla sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun sem kostar um 5 milljarða króna og sjúkraflutninga sem kosta ríkissjóð um 2,5 milljarða króna. Það munar um minna í rekstri velferðarþjónustunnar. Fleiri dæmi mætti taka. Fjármunina mætti líka nota til að afnema krónu á móti krónu skerðingu á lífeyri öryrkja, bæta kjör aldraðra eða hækka greiðslur til barnafjölskyldna. Forgangsmál Við verðum að ganga ákveðin til verks og koma í veg fyrir að skattsvik og notkun skattaskjóla haldi áfram að grafa undan samfélaginu, bæði fjárhagslega og siðferðilega. Upplýsingarnar sem birtust með Panamaskjölunum voru ógeðfelldar og það var sláandi að sjá að svo margir Íslendingar nýttu sér gallað regluverk og veikt eftirlit til að velta byrðum yfir á aðra og fela peningana sína fyrir skattinum. En upplýsingunum fylgdi líka gagnleg umræða um skattamál. Mikilvægi réttlátra skatta og að allir taki þátt í uppbyggingu velferðarsamfélagsins, komst á dagskrá í almennri umræðu. Þeirri umræðu þarf að fylgja betur og fastar eftir og setja í forgang réttlátt skattkerfi, styrkja varnir gegn skattsvikum og notkun skattaskjóla og auka samvinnu við aðrar þjóðir um aðgerðir sem virka.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Panama-skjölin Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Orðstír Íslands beið hnekki í apríl 2016 þegar Panamaskjölin leiddu í ljós notkun fjölda Íslendinga á skattaskjólum og afhjúpuðu eignir þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra í slíkum skatta- og krónuskjólum. Sá sem nýtir sér skattaskjól gerir það í ákveðnum tilgangi. Tilgangurinn er að komast undan því að greiða skatta og komast þannig hjá því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Almenningur mótmælti spillingunni vorið 2016 og krafðist breytinga með fjölmennustu mótmælum í sögu landsins. En til hvers leiddu þessi mótmæli? Og hvar stendur úrvinnsla gagnanna?Gamalt trix Mótmælin urðu alla vega ekki til þess að fjármálaráðherrann biði alvarlegan álitshnekki því hann varð forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn og fjármálaráðherra í þeirri sem nú starfar. Ég beindi spurningum til ráðherrans um úrvinnslu Panamaskjalanna í febrúar síðastliðnum. Fimm mánuðum seinna, þegar allir frestir voru löngu liðnir og að morgni þess sama dags og athygli allra var á dagskrá umdeilds þingfundar á Þingvöllum, barst svarið frá fjármálaráðherranum. Það er gamalt trix að fela umdeild mál á bak við önnur sem taka fjölmiðla yfir en hugsanlega var svardagurinn algjör tilviljun. Þessi töf á svörunum minnir okkur þó á að þessi sami fjármálaráðherra faldi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum í skúffu í fjármálaráðuneytinu fram yfir kosningar haustið 2016. Kjósendur fengu ekki að sjá skýrsluna fyrr en fjármálaráðherrann sem nefndur var í Panamaskjölunum var orðinn forsætisráðherra. Svörin og svikin Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurnum mínum kemur m.a. fram að af þeim 585 félögum sem tengdust Íslendingum í Panamaskjölunum hefði einvörðungu um þriðjungur gert grein fyrir eignarhaldi á félögunum í skattaskýrslum sínum. Ekkert þeirra skilaði inn CFC-skýrslu til skattyfirvalda sem þó er skylda að gera samkvæmt lögum um tekjuskatt. Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn í 89 málum en nokkrir tugir afleiddra mála til viðbótar hafa verið rannsakaðir hjá embættinu. Ríkisskattstjóri fékk tæp 200 mál til rannsóknar en í október 2017 framsendi embættið til skattrannsóknarstjóra mál 187 einstaklinga sem ekki höfðu svarað fyrirspurnarbréfi ríkisskattstjóra eða svör höfðu ekki reynst fullnægjandi. Enn er því unnið að úrvinnslu Panamaskjalanna. Vegna mála sem nú þegar er lokið hafa kröfur verið gerðar um rúma 15 milljarða króna fyrir hönd ríkissjóðs. Áhrif skattsvikanna Þeir sem nýta sér skattaskjól vilja að aðrir beri kostnaðinn af rekstri samfélags okkar. Fyrir rúma 15 milljarða króna hefði mátt greiða allar almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu og nauðsynlega stoðdeildarþjónusta sem veitt er á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land og kosta ríkissjóð 8,2 milljarða króna á ári, alla sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun sem kostar um 5 milljarða króna og sjúkraflutninga sem kosta ríkissjóð um 2,5 milljarða króna. Það munar um minna í rekstri velferðarþjónustunnar. Fleiri dæmi mætti taka. Fjármunina mætti líka nota til að afnema krónu á móti krónu skerðingu á lífeyri öryrkja, bæta kjör aldraðra eða hækka greiðslur til barnafjölskyldna. Forgangsmál Við verðum að ganga ákveðin til verks og koma í veg fyrir að skattsvik og notkun skattaskjóla haldi áfram að grafa undan samfélaginu, bæði fjárhagslega og siðferðilega. Upplýsingarnar sem birtust með Panamaskjölunum voru ógeðfelldar og það var sláandi að sjá að svo margir Íslendingar nýttu sér gallað regluverk og veikt eftirlit til að velta byrðum yfir á aðra og fela peningana sína fyrir skattinum. En upplýsingunum fylgdi líka gagnleg umræða um skattamál. Mikilvægi réttlátra skatta og að allir taki þátt í uppbyggingu velferðarsamfélagsins, komst á dagskrá í almennri umræðu. Þeirri umræðu þarf að fylgja betur og fastar eftir og setja í forgang réttlátt skattkerfi, styrkja varnir gegn skattsvikum og notkun skattaskjóla og auka samvinnu við aðrar þjóðir um aðgerðir sem virka.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun