Framtíð Sundhallarinnar ræðst á fundi húsafriðunarnefndar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Ysta byrði hússins er í slæmu ástandi en um timburklæðningu er að ræða að stærstu leyti. Undir henni leynist þó upprunalega húsið frá 1944. Þrátt fyrir lélegt ástand hefur Sundhöll Keflavíkur, sem hönnuð var af Guðjóni Samúelssyni, hátt varðveislugildi vegna byggingarlistar hússins og menningarsögu. Breytingar sem hafa verið gerðar á húsinu í gegnum tíðina eru að verulegu leyti afturkræfar og listrænt gildi þess nokkuð. Þetta kemur fram í óháðu mati sem gert var á Sundhöll Keflavíkur. Í júní óskaði húsafriðunarnefnd eftir því að Minjastofnun myndi leggja rökstutt mat á varðveislugildi sundhallarinnar. Nokkur styr hefur staðið um húsið en eigandi þess, Vatnsnessteinn ehf., stefnir að því að láta rífa húsið og byggja þar fjölbýlishús. Hollvinasamtök sundhallarinnar hafa barist fyrir því að húsið fái að standa. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ veittu í upphafi árs leyfi fyrir því að rífa húsið, en Fréttablaðið greindi frá því í mars að það var atkvæði bróðurdóttur eiganda hússins sem réð úrslitum í ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Keflavíkur um nýtt deiliskipulag á reitnum þar sem Sundhöllin stendur. Matið á húsinu var unnið af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt. Meta átti fimm þætti; byggingarlist þess, menningarsögulegt gildi, umhverfisgildi, upprunaleikagildi og tæknilegt ástand hússins. „Heildarniðurstaða Hjörleifs er sú að tæknilegt ástand byggingarinnar er mjög slakt. Sé litið til byggingarlistarinnar, eins og húsið stendur núna, þá skorar það ekki hátt en það er hægt að taka til baka breytingar sem gerðar hafa verið á því í gegnum tíðina,“ segir Þór Hjaltalín, sviðstjóri hjá Minjastofnun. Ysta byrði hússins er í slæmu ástandi en um timburklæðningu er að ræða að stærstu leyti. Undir henni leynist þó upprunalega húsið frá 1944. Þaki var bætt á höllina 1951 og í matinu segir að unnt sé að færa húsið aftur í það mót með auðveldum hætti. „Breytingar sem gerðar hafa verið á mannvirkinu frá árinu 1944 hafa rýrt gildisþætti, yfirbyggingin jók við notagildið en dró heldur úr listrænu gildi. Útivistarsvæðið bætti notagildið en rýrði listrænt gildi til muna en út yfir allan þjófabálk tók með breytingu á þakbrúnum og timburklæðningu útveggjanna sem voru til verulegs skaða fyrir gildi hússins,“ segir í mati Hjörleifs. „Staðan núna er þannig að þessi skýrsla verður send húsafriðunarnefnd sem mun funda um málið 13. ágúst. Þá verður tekin afstaða til þess hver næstu skref eiga að vera og hvort friðlýsa skuli húsið,“ segir Þór. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Reykjanesbær svarar spurningum um meint vanhæfi seint og um síðir Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. 24. maí 2018 06:00 Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þrátt fyrir lélegt ástand hefur Sundhöll Keflavíkur, sem hönnuð var af Guðjóni Samúelssyni, hátt varðveislugildi vegna byggingarlistar hússins og menningarsögu. Breytingar sem hafa verið gerðar á húsinu í gegnum tíðina eru að verulegu leyti afturkræfar og listrænt gildi þess nokkuð. Þetta kemur fram í óháðu mati sem gert var á Sundhöll Keflavíkur. Í júní óskaði húsafriðunarnefnd eftir því að Minjastofnun myndi leggja rökstutt mat á varðveislugildi sundhallarinnar. Nokkur styr hefur staðið um húsið en eigandi þess, Vatnsnessteinn ehf., stefnir að því að láta rífa húsið og byggja þar fjölbýlishús. Hollvinasamtök sundhallarinnar hafa barist fyrir því að húsið fái að standa. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ veittu í upphafi árs leyfi fyrir því að rífa húsið, en Fréttablaðið greindi frá því í mars að það var atkvæði bróðurdóttur eiganda hússins sem réð úrslitum í ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Keflavíkur um nýtt deiliskipulag á reitnum þar sem Sundhöllin stendur. Matið á húsinu var unnið af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt. Meta átti fimm þætti; byggingarlist þess, menningarsögulegt gildi, umhverfisgildi, upprunaleikagildi og tæknilegt ástand hússins. „Heildarniðurstaða Hjörleifs er sú að tæknilegt ástand byggingarinnar er mjög slakt. Sé litið til byggingarlistarinnar, eins og húsið stendur núna, þá skorar það ekki hátt en það er hægt að taka til baka breytingar sem gerðar hafa verið á því í gegnum tíðina,“ segir Þór Hjaltalín, sviðstjóri hjá Minjastofnun. Ysta byrði hússins er í slæmu ástandi en um timburklæðningu er að ræða að stærstu leyti. Undir henni leynist þó upprunalega húsið frá 1944. Þaki var bætt á höllina 1951 og í matinu segir að unnt sé að færa húsið aftur í það mót með auðveldum hætti. „Breytingar sem gerðar hafa verið á mannvirkinu frá árinu 1944 hafa rýrt gildisþætti, yfirbyggingin jók við notagildið en dró heldur úr listrænu gildi. Útivistarsvæðið bætti notagildið en rýrði listrænt gildi til muna en út yfir allan þjófabálk tók með breytingu á þakbrúnum og timburklæðningu útveggjanna sem voru til verulegs skaða fyrir gildi hússins,“ segir í mati Hjörleifs. „Staðan núna er þannig að þessi skýrsla verður send húsafriðunarnefnd sem mun funda um málið 13. ágúst. Þá verður tekin afstaða til þess hver næstu skref eiga að vera og hvort friðlýsa skuli húsið,“ segir Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Reykjanesbær svarar spurningum um meint vanhæfi seint og um síðir Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. 24. maí 2018 06:00 Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Reykjanesbær svarar spurningum um meint vanhæfi seint og um síðir Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. 24. maí 2018 06:00
Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25