Sérstaða RÚV Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 28. júlí 2018 08:00 Um starfsemi Ríkisútvarpsins gilda lög og reglur og á grundvelli þeirra er gjarnan talað um sérstöðu Ríkisútvarpsins umfram aðra miðla. Lögin kveða á um hlutleysi, vönduð vinnubrögð og annað slíkt. Allt er þetta fínt á pappírnum og alveg klárt hvað löggjafinn ætlast til. En því miður virðist sá frómi vilji löggjafans rekast á við skoðun starfsfólks og stjórnenda Ríkisútvarpsins, að minnsta kosti þetta með vönduðu vinnubrögðin. Nærtækast er að rifja upp neyðarlegu atburðarásina sem leiddi til þess að Ríkisútvarpið ákvað að borga manni einum bætur fremur en að viðurkenna að það gat ekki staðið við frétt um hann og enn á eftir að svara fyrir fordæmalausa árás fréttamanns Ríkisútvarpsins á veitingastaðinn Sjanghæ á Akureyri. Í gær komst svo héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hefði sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ og það hafi látið undir höfuð leggjast að tryggja að lögboðnum starfsháttum væri fylgt. Jafnframt er nú beðið úrskurðar forsætisráðuneytisins um hvort Ríkisútvarpið hafi blekkt forsætisráðherra og frú Vigdísi Finnbogadóttur til að taka þátt í lögbroti. Væri um að ræða venjulega ríkisstofnun væru einhverjir búnir að þurfa að axla ábyrgð. En sérstaða Ríkisútvarpsins er nefnilega sú að enginn þarf að bera ábyrgð og það er í raun skrýtið að héraðsdómur fatti ekki að sú krafa að starfsmennirnir fylgi lögboðnum starfsháttum er í raun fráleit. En hví ekki að breyta lögunum þannig að þau endurspegli raunveruleikann? Fyrsta og síðasta grein laganna um Ríkisútvarpið yrði þá svona „Ríkisútvarpið er eign starfsmanna þess og þeir geta gert það sem þeim sýnist með það.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Um starfsemi Ríkisútvarpsins gilda lög og reglur og á grundvelli þeirra er gjarnan talað um sérstöðu Ríkisútvarpsins umfram aðra miðla. Lögin kveða á um hlutleysi, vönduð vinnubrögð og annað slíkt. Allt er þetta fínt á pappírnum og alveg klárt hvað löggjafinn ætlast til. En því miður virðist sá frómi vilji löggjafans rekast á við skoðun starfsfólks og stjórnenda Ríkisútvarpsins, að minnsta kosti þetta með vönduðu vinnubrögðin. Nærtækast er að rifja upp neyðarlegu atburðarásina sem leiddi til þess að Ríkisútvarpið ákvað að borga manni einum bætur fremur en að viðurkenna að það gat ekki staðið við frétt um hann og enn á eftir að svara fyrir fordæmalausa árás fréttamanns Ríkisútvarpsins á veitingastaðinn Sjanghæ á Akureyri. Í gær komst svo héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hefði sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ og það hafi látið undir höfuð leggjast að tryggja að lögboðnum starfsháttum væri fylgt. Jafnframt er nú beðið úrskurðar forsætisráðuneytisins um hvort Ríkisútvarpið hafi blekkt forsætisráðherra og frú Vigdísi Finnbogadóttur til að taka þátt í lögbroti. Væri um að ræða venjulega ríkisstofnun væru einhverjir búnir að þurfa að axla ábyrgð. En sérstaða Ríkisútvarpsins er nefnilega sú að enginn þarf að bera ábyrgð og það er í raun skrýtið að héraðsdómur fatti ekki að sú krafa að starfsmennirnir fylgi lögboðnum starfsháttum er í raun fráleit. En hví ekki að breyta lögunum þannig að þau endurspegli raunveruleikann? Fyrsta og síðasta grein laganna um Ríkisútvarpið yrði þá svona „Ríkisútvarpið er eign starfsmanna þess og þeir geta gert það sem þeim sýnist með það.“
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar