Dæmi um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður í leikskólum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júlí 2018 22:00 Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margar stöður á eftir að manna á leikskólum Reykjavíkurborgar í haust og mun það ekki liggja fyrir fyrr en eftir miðjan ágúst samkvæmt svörum frá borginni. Samkvæmt síðustu tölum frá því í júní vantaði 175 leikskólakennara til starfa í Reykjavík. Leikskólakennara vantar einnig til starfa í öðrum sveitarfélögum en í fæstum tilfellum hafa verið teknar saman tölur yfir það hversu marga vantar til starfa. Foreldrar þurfa margir að gera aðrar ráðstafanir, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir leikskólaplássi í haust. Þeirra á meðal eru Sigrún Erla Ólafsdóttir og Albert Hauksson, foreldrar Margrétar Maríu sem er 15 mánaða, en þau eru búsett í Kópavogi. „Við vorum í þeirri stöðu að við fengum leikskólapláss fyrir hana núna í vor, sem sagt hún átti að fá inn í haust, með fyrirvara um að myndi nást að manna,“ segir Sigrún.Margrét María er 15 mánaða.Vísir/skjáskotFyrr í sumar fengu þau póst um að ekki væri búið að manna lausar stöður og þeim ráðlagt að gera aðrar ráðstafanir þar sem óljóst væri hvenær hægt yrði að hefja aðlögun. Ráðlagt væri að segja ekki upp núverandi plássi hjá dagmömmu. „Þá í rauninni varð manni aðeins um því að við vorum ekki með neitt pláss til að segja ekki upp af því við höfðum ekki fengið neitt dagmömmu pláss um vorið. Þannig það leið og beið og við ætluðum bara aðeins að sjá hvernig þetta myndi fara í sumar og krossuðum alla fingur og tær að einhver myndi sækja um,“ segir Sigrún. Í ljós kom svo að fyrir mistök hafði gleymst að framlengja umsóknarfrest um lausar stöður á leikskólanum. Sigrún og Albert leituðu á mátt samfélagsmiðla og tókst þannig að fá pláss fyrir Margréti Maríu hjá dagmömmu í fyrsta sinn. Þau telja sig þó heppin því ekki séu allir í sömu stöðu. „Við höfum skipst á að vera með stelpuna heima eða taka hana með okkur í vinnuna, bara reynt að láta þetta virka,“ segir Albert. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Sækja um pláss hjá uppbókuðum dagforeldrum daginn eftir jákvætt óléttupróf Tvö hitamál brenna á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. 17. maí 2018 10:00 Leggja fram tillögur til að bæta dagforeldrakerfið Starfshópur um dagforeldrakerfið í Reykjavík hefur skilað inn tillögum til skóla- og frístundaráðs borgarinnar. 28. júní 2018 13:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margar stöður á eftir að manna á leikskólum Reykjavíkurborgar í haust og mun það ekki liggja fyrir fyrr en eftir miðjan ágúst samkvæmt svörum frá borginni. Samkvæmt síðustu tölum frá því í júní vantaði 175 leikskólakennara til starfa í Reykjavík. Leikskólakennara vantar einnig til starfa í öðrum sveitarfélögum en í fæstum tilfellum hafa verið teknar saman tölur yfir það hversu marga vantar til starfa. Foreldrar þurfa margir að gera aðrar ráðstafanir, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir leikskólaplássi í haust. Þeirra á meðal eru Sigrún Erla Ólafsdóttir og Albert Hauksson, foreldrar Margrétar Maríu sem er 15 mánaða, en þau eru búsett í Kópavogi. „Við vorum í þeirri stöðu að við fengum leikskólapláss fyrir hana núna í vor, sem sagt hún átti að fá inn í haust, með fyrirvara um að myndi nást að manna,“ segir Sigrún.Margrét María er 15 mánaða.Vísir/skjáskotFyrr í sumar fengu þau póst um að ekki væri búið að manna lausar stöður og þeim ráðlagt að gera aðrar ráðstafanir þar sem óljóst væri hvenær hægt yrði að hefja aðlögun. Ráðlagt væri að segja ekki upp núverandi plássi hjá dagmömmu. „Þá í rauninni varð manni aðeins um því að við vorum ekki með neitt pláss til að segja ekki upp af því við höfðum ekki fengið neitt dagmömmu pláss um vorið. Þannig það leið og beið og við ætluðum bara aðeins að sjá hvernig þetta myndi fara í sumar og krossuðum alla fingur og tær að einhver myndi sækja um,“ segir Sigrún. Í ljós kom svo að fyrir mistök hafði gleymst að framlengja umsóknarfrest um lausar stöður á leikskólanum. Sigrún og Albert leituðu á mátt samfélagsmiðla og tókst þannig að fá pláss fyrir Margréti Maríu hjá dagmömmu í fyrsta sinn. Þau telja sig þó heppin því ekki séu allir í sömu stöðu. „Við höfum skipst á að vera með stelpuna heima eða taka hana með okkur í vinnuna, bara reynt að láta þetta virka,“ segir Albert.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Sækja um pláss hjá uppbókuðum dagforeldrum daginn eftir jákvætt óléttupróf Tvö hitamál brenna á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. 17. maí 2018 10:00 Leggja fram tillögur til að bæta dagforeldrakerfið Starfshópur um dagforeldrakerfið í Reykjavík hefur skilað inn tillögum til skóla- og frístundaráðs borgarinnar. 28. júní 2018 13:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45
Sækja um pláss hjá uppbókuðum dagforeldrum daginn eftir jákvætt óléttupróf Tvö hitamál brenna á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. 17. maí 2018 10:00
Leggja fram tillögur til að bæta dagforeldrakerfið Starfshópur um dagforeldrakerfið í Reykjavík hefur skilað inn tillögum til skóla- og frístundaráðs borgarinnar. 28. júní 2018 13:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent