Ögrar Vopnfirðingum til að hreyfa sig úti í náttúrunni Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júlí 2018 14:30 Bjarney Guðrún Jónsdóttir, íþróttafræðingur á Vopnafirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Íþróttafræðingur á Vopnafirði hefur upp á sitt eigið einsdæmi hafið átak til að hvetja heimamenn og ferðamenn til aukinnar hreyfingar og útivistar í héraðinu í sumar. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Bjarney Guðrún Jónsdóttir stendur á bak við átakið, sem hún kallar Ögrun í Vopnafirði, og miðar að bættri lýðheilsu. Bjarney kveðst hafa byrjað á því að búa til ratleik í fyrrasumar. Hún bjó síðan til bækling í vetur og bar hann út á hvert einasta heimili á Vopnafirði í lok maímánaðar. Í honum er bent á fjörutíu mismunandi möguleika til útivistar og samveru í héraðinu. „Svo bara merkir fólk við og getur skilað þessu inn í lok sumars, og farið í pott og fengið verðlaun,“ segir Bjarney. Í ár hefur hún sérstakt fossaþema. „Þar er ég að hvetja Vopnfirðinga til að skoða fossa í öllum þessum vatnsföllum sem við höfum hérna út um allt, taka myndir af þeim og pósta þeim á netinu, setja myllumerki og reyna að auglýsa Vopnafjörð í leiðinni til þess að fá ferðafólkið til okkar.“Á rölti í Búðaröxl ofan byggðarinnar á Vopnafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En virkar þetta á Vopnfirðinga? „Ég hef alveg fengið góð viðbrögð og það er fólk að taka þátt. Ég svo sem veit ekki alveg hversu margir gera það, - ég er allavegana að reyna. Til þess að hvetja fólk til þess að fara, því að stundum þarftu bara svona smá.. að svona ýta á þig.“ En jafnframt vekur hún athygli á náttúrunni. „Ég er líka að reyna að benda okkur Vopnfirðingum á hvað við höfum það gott hérna. Við eigum hérna frábæru náttúru, ótrúlega fallega staði, sem sumir hérna vita kannski ekki af og eru bara hérna við bæjardyrnar hjá okkur.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vopnafjörður Tengdar fréttir Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Íþróttafræðingur á Vopnafirði hefur upp á sitt eigið einsdæmi hafið átak til að hvetja heimamenn og ferðamenn til aukinnar hreyfingar og útivistar í héraðinu í sumar. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Bjarney Guðrún Jónsdóttir stendur á bak við átakið, sem hún kallar Ögrun í Vopnafirði, og miðar að bættri lýðheilsu. Bjarney kveðst hafa byrjað á því að búa til ratleik í fyrrasumar. Hún bjó síðan til bækling í vetur og bar hann út á hvert einasta heimili á Vopnafirði í lok maímánaðar. Í honum er bent á fjörutíu mismunandi möguleika til útivistar og samveru í héraðinu. „Svo bara merkir fólk við og getur skilað þessu inn í lok sumars, og farið í pott og fengið verðlaun,“ segir Bjarney. Í ár hefur hún sérstakt fossaþema. „Þar er ég að hvetja Vopnfirðinga til að skoða fossa í öllum þessum vatnsföllum sem við höfum hérna út um allt, taka myndir af þeim og pósta þeim á netinu, setja myllumerki og reyna að auglýsa Vopnafjörð í leiðinni til þess að fá ferðafólkið til okkar.“Á rölti í Búðaröxl ofan byggðarinnar á Vopnafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En virkar þetta á Vopnfirðinga? „Ég hef alveg fengið góð viðbrögð og það er fólk að taka þátt. Ég svo sem veit ekki alveg hversu margir gera það, - ég er allavegana að reyna. Til þess að hvetja fólk til þess að fara, því að stundum þarftu bara svona smá.. að svona ýta á þig.“ En jafnframt vekur hún athygli á náttúrunni. „Ég er líka að reyna að benda okkur Vopnfirðingum á hvað við höfum það gott hérna. Við eigum hérna frábæru náttúru, ótrúlega fallega staði, sem sumir hérna vita kannski ekki af og eru bara hérna við bæjardyrnar hjá okkur.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vopnafjörður Tengdar fréttir Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15