Sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2018 19:30 Kolbrún Baldursdóttir Skjáskot úr frétt Í áliti Umboðsmanns Alþingis kemur fram að sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við lög, stjórnarskrá og fjölþjóðlegra mannréttindareglna. Umboðsmanni hafa borist fjölmargar kvartanir vegna þess hvernig sveitarfélög rækja það verkefni að veita heimilislausum einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum, en samkvæmt lögum ber þeim skylda til að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum. Þá er sjónum sérstaklega beint að því hvernig Reykjavíkurborg hefur staðið að þessum málum, en umboðsmaður segir biðtíma eftir félagslegu húsnæði of langan og framboð húsnæðisúrræða ófullnægjandi. Fram kemur að utangarðsfólki hafi fjölgað um 95% frá árinu 2012 Í álitinu er einni kvörtun sérstaklega gerð skil. En maður hafði kvartað til umboðsmanns vegna málsmeðferðar. Hann fékk þær upplýsingar að umsókn hans um félagslegt húsnæði væri staðfest og var hann því á biðlista. Hins vegar kom það fimm árum seinna í ljós að hann kæmi ekki til greina við úthlutun þar sem hann væri í virkri neyslu áfengis. Allan biðtímann hafi hann ýmist dvalið á götunni eða í gistiskýlum borgarinnar haldandi að fljótlega yrði honum útvegað húsnæði. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins segir þetta ekki einsdæmi. „Ég vil að þessi biðlisti verði greindur. Ég vil vita nákvæmlega hverjir eru á þessum biðlista, hvað þeir eru búnir að bíða lengi. Hverjir hafa fengið svör og hvaða svör. Þarna eru yfir þúsund fjölskyldur skilst mér og listinn hefur lengst síðustu ár. Ég sé þetta sem neyðarástand og ég kalla eftir neyðaraðgerðum og það strax,“ segir Kolbrún Baldursdóttir. Félagsmál Tengdar fréttir Málefni heimilislausra í Reykjavík Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. 12. júlí 2018 07:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Í áliti Umboðsmanns Alþingis kemur fram að sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við lög, stjórnarskrá og fjölþjóðlegra mannréttindareglna. Umboðsmanni hafa borist fjölmargar kvartanir vegna þess hvernig sveitarfélög rækja það verkefni að veita heimilislausum einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum, en samkvæmt lögum ber þeim skylda til að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum. Þá er sjónum sérstaklega beint að því hvernig Reykjavíkurborg hefur staðið að þessum málum, en umboðsmaður segir biðtíma eftir félagslegu húsnæði of langan og framboð húsnæðisúrræða ófullnægjandi. Fram kemur að utangarðsfólki hafi fjölgað um 95% frá árinu 2012 Í álitinu er einni kvörtun sérstaklega gerð skil. En maður hafði kvartað til umboðsmanns vegna málsmeðferðar. Hann fékk þær upplýsingar að umsókn hans um félagslegt húsnæði væri staðfest og var hann því á biðlista. Hins vegar kom það fimm árum seinna í ljós að hann kæmi ekki til greina við úthlutun þar sem hann væri í virkri neyslu áfengis. Allan biðtímann hafi hann ýmist dvalið á götunni eða í gistiskýlum borgarinnar haldandi að fljótlega yrði honum útvegað húsnæði. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins segir þetta ekki einsdæmi. „Ég vil að þessi biðlisti verði greindur. Ég vil vita nákvæmlega hverjir eru á þessum biðlista, hvað þeir eru búnir að bíða lengi. Hverjir hafa fengið svör og hvaða svör. Þarna eru yfir þúsund fjölskyldur skilst mér og listinn hefur lengst síðustu ár. Ég sé þetta sem neyðarástand og ég kalla eftir neyðaraðgerðum og það strax,“ segir Kolbrún Baldursdóttir.
Félagsmál Tengdar fréttir Málefni heimilislausra í Reykjavík Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. 12. júlí 2018 07:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Málefni heimilislausra í Reykjavík Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. 12. júlí 2018 07:00