Tryggvi „raunverulegur víkingur“ sem vælir ekki yfir neinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. júlí 2018 07:00 Tryggvi Snær Hlinason stefnir á að verða annar Íslendingurinn til þess að spila í NBA deildinni mynd/raptors „Það eru um 4200 mílur frá Þingeyjarsveit til Las Vegas. Fjarlægðin á samfélögunum er enn meiri, jafnast á við mismunandi plánetur.“ Svo hefst umfjöllun vefmiðilsins Vice Sports um Tryggva Snæ Hlinason. Nafn Tryggva var í nýliðavali NBA deildarinnar í júní en hann var ekki valinn þar. Hann var hins vegar valinn til þess að spila með liði Toronto Raptors í sumardeild NBA. „Í Vegas, fjarlægum heimi frá sveitabæ sem jafnvel Íslendingar segja vera úti í óbyggðum, er Tryggva Hlinasyni farið að líða eins og hann sé heima hjá sér.“ Saga Tryggva er orðinn þekkt um nær allan körfuboltaheiminn eftir að hann kom fram í sviðsljósið í nýliðavalinu, bóndasonurinn sem byrjaði ekki að æfa körfubolta fyrr en við 16 ára aldur. „Hann er alvöru, raunverulegur víkingur,“ sagði einn forráðamanna Raptors, Dan Tolzman, um Tryggva eftir að hafa heyrt sögu Tryggva. „Þetta er erfiðisvinna. Ég keyrði dráttarvélar, smalaði kindum og að moka skít er ávallt klassískt. Maður gerði allt sem þurfti að gera,“ sagði Tryggvi í viðtalinu. „Þú kemst ekkert upp með að væla og það er mjög sjaldgæft að ég væli yfir hlutunum. Bara þegar ég er of stór fyrir umhverfið sem ég er í.“ „Bóndinn þarf að klára það sem hann tekur sér fyrir hendur. Annars færð þú ekkert að borða, dýrin þjást og þar fram eftir götunum. Þú leggur inn erfiðisvinnu á hverjum degi og það er aldrei frí. Svo vinnusemi er líklegast það helsta sem ég tek úr sveitalífinu og nýti í körfuboltanum.“ Tryggvi, og flestir sérfræðingar íslensks körfubolta, töldu góðar líkur á að hann yrði valinn í annari umferð nýliðavalsins, en svo varð ekki. „Ég get ekki sagt að það skipti ekki máli að hafa ekki verið valinn, en það breytir planinu bara aðeins. Það að vera valinn hefði verið fljótlegri leið inn í deildina en að vera ekki valinn opnar á aðra möguleika. Til dæmis getum við fundið lið sem virkilega vill vinna með mér í að þróast í frábæran leikmann frekar en að lið velji mig, sendi mig á lán og vonist til þess að ég verði frábær.“ Lið Toronto Raptors komst í undanúrslit Austurdeildar NBA eftir að hafa verið á toppi deildarinnar í lok deildarkeppninnar. Nick Nurse, aðalþjálfari liðsins, stýrir 15 manna leikmannahópi Raptors í sumardeildinni. Tryggvi hefur aðeins fengið að spila fjórar mínútur í einum af þeim fjórum leikjum sem Toronto hefur spilað í sumardeildinni. Jama Mahlalela, þjálfari Raptors 905 - liði Toronto í G deild NBA deildarinnar, er hrifinn af Tryggva. „Hann er mjög ungur, mjög stór og mjög spennandi. Hann er skilgreiningin á orðinu möguleikar þegar kemur að körfubolta. Nú þurfum við að reyna að móta hæfileikana og sjá hvað gerist,“ sagði Mahlalela. Hvað gerist næst er óljóst. Tryggvi er samningsbundinn Valencia á Spáni en hann gæti enn nælt sér í samning hjá einhverju liði í NBA deildinni eða G-deild NBA. „Planið er alltaf að breytast. En ég ætla að reyna að taka mér tvær, þrjár vikur í frí og fara heim í sveitina í smá vinnu. Það er það sem ég ætla að gera um leið og þetta verkefni er búið og ég get ekki beðið,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason.Alla umfjöllun Vice um Tryggva má lesa hér. NBA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Sjá meira
„Það eru um 4200 mílur frá Þingeyjarsveit til Las Vegas. Fjarlægðin á samfélögunum er enn meiri, jafnast á við mismunandi plánetur.“ Svo hefst umfjöllun vefmiðilsins Vice Sports um Tryggva Snæ Hlinason. Nafn Tryggva var í nýliðavali NBA deildarinnar í júní en hann var ekki valinn þar. Hann var hins vegar valinn til þess að spila með liði Toronto Raptors í sumardeild NBA. „Í Vegas, fjarlægum heimi frá sveitabæ sem jafnvel Íslendingar segja vera úti í óbyggðum, er Tryggva Hlinasyni farið að líða eins og hann sé heima hjá sér.“ Saga Tryggva er orðinn þekkt um nær allan körfuboltaheiminn eftir að hann kom fram í sviðsljósið í nýliðavalinu, bóndasonurinn sem byrjaði ekki að æfa körfubolta fyrr en við 16 ára aldur. „Hann er alvöru, raunverulegur víkingur,“ sagði einn forráðamanna Raptors, Dan Tolzman, um Tryggva eftir að hafa heyrt sögu Tryggva. „Þetta er erfiðisvinna. Ég keyrði dráttarvélar, smalaði kindum og að moka skít er ávallt klassískt. Maður gerði allt sem þurfti að gera,“ sagði Tryggvi í viðtalinu. „Þú kemst ekkert upp með að væla og það er mjög sjaldgæft að ég væli yfir hlutunum. Bara þegar ég er of stór fyrir umhverfið sem ég er í.“ „Bóndinn þarf að klára það sem hann tekur sér fyrir hendur. Annars færð þú ekkert að borða, dýrin þjást og þar fram eftir götunum. Þú leggur inn erfiðisvinnu á hverjum degi og það er aldrei frí. Svo vinnusemi er líklegast það helsta sem ég tek úr sveitalífinu og nýti í körfuboltanum.“ Tryggvi, og flestir sérfræðingar íslensks körfubolta, töldu góðar líkur á að hann yrði valinn í annari umferð nýliðavalsins, en svo varð ekki. „Ég get ekki sagt að það skipti ekki máli að hafa ekki verið valinn, en það breytir planinu bara aðeins. Það að vera valinn hefði verið fljótlegri leið inn í deildina en að vera ekki valinn opnar á aðra möguleika. Til dæmis getum við fundið lið sem virkilega vill vinna með mér í að þróast í frábæran leikmann frekar en að lið velji mig, sendi mig á lán og vonist til þess að ég verði frábær.“ Lið Toronto Raptors komst í undanúrslit Austurdeildar NBA eftir að hafa verið á toppi deildarinnar í lok deildarkeppninnar. Nick Nurse, aðalþjálfari liðsins, stýrir 15 manna leikmannahópi Raptors í sumardeildinni. Tryggvi hefur aðeins fengið að spila fjórar mínútur í einum af þeim fjórum leikjum sem Toronto hefur spilað í sumardeildinni. Jama Mahlalela, þjálfari Raptors 905 - liði Toronto í G deild NBA deildarinnar, er hrifinn af Tryggva. „Hann er mjög ungur, mjög stór og mjög spennandi. Hann er skilgreiningin á orðinu möguleikar þegar kemur að körfubolta. Nú þurfum við að reyna að móta hæfileikana og sjá hvað gerist,“ sagði Mahlalela. Hvað gerist næst er óljóst. Tryggvi er samningsbundinn Valencia á Spáni en hann gæti enn nælt sér í samning hjá einhverju liði í NBA deildinni eða G-deild NBA. „Planið er alltaf að breytast. En ég ætla að reyna að taka mér tvær, þrjár vikur í frí og fara heim í sveitina í smá vinnu. Það er það sem ég ætla að gera um leið og þetta verkefni er búið og ég get ekki beðið,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason.Alla umfjöllun Vice um Tryggva má lesa hér.
NBA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Sjá meira