Ratcliffe góður gæi Guðmundur Edgarsson skrifar 13. júlí 2018 07:00 Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með uppkaupum breska kaupsýslumannsins Jims Ratcliffe á jörðum hér á landi upp á síðkastið. Tvennt ber að kætast yfir varðandi þau viðskipti. Annað er, að sem fjárfestir hefur Ratcliffe notið óheyrilegrar velgengni, sem þýðir að honum hefur að jafnaði tekist að gera meiri verðmæti úr fjárfestingum sínum en aðrir. Með því móti hefur hann aukið verðmætasköpun og hagsæld umfram það sem ella væri. Fleiri græða á því en Ratcliffe einn.Mun meiri möguleikar á arðsemi Hitt er, að Ratcliffe er alþjóðlegur fjárfestir sem leikur stórt hlutverk í heimsviðskiptum. Að slíkur viðskiptajöfur vilji fjárfesta á Íslandi gefur fyrirheit um að viðskiptin muni leiða til alþjóðlegra tenginga og aukna möguleika til nýsköpunar og enn frekari fjárfestinga. Ratcliffe er beintengdur fjölda fjárfesta og fyrirtækja á mýmörgum sviðum um heim allan og því ljóst að möguleikar á aukinni arðsemi af fjárfestingum hans eru mun meiri en alla jafna fylgja fjárfestingum heimamanna. Mismunum ekki eftir þjóðerni Það er heldur ekki einfalt mál að mismuna evrópskum fjárfestum eftir þjóðerni. Slíkt brýtur í bága við EES-samninginn og því þyrfti að segja honum upp fyrst. Verði það gert má búast við sams konar takmörkunum á fjárfestingar og viðskipti Íslendinga á Evrópska efnahagssvæðinu. Ljóst er að fáir hefðu hag af því. Engin ástæða er til að óttast að Íslendingar muni búa við skarðan hlut ef stór hluti jarða lendir í höndum erlendra fjárfesta. Þeir þurfa að gangast undir sömu lög og íslenskir kaupsýslumenn og arður af fjárfestingum þeirra mun skila sér inn í samfélagið í formi atvinnusköpunar og annarra umsvifa. Alþjóðleg tengsl aukast svo og viðskiptatækifæri á alþjóðavísu. Íslendingar ættu því að kappkosta að mynda jarðtengingar við fleiri heimsklassa athafnamenn á borð við Ratcliffe.Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30 Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. 14. maí 2018 08:00 Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03 Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með uppkaupum breska kaupsýslumannsins Jims Ratcliffe á jörðum hér á landi upp á síðkastið. Tvennt ber að kætast yfir varðandi þau viðskipti. Annað er, að sem fjárfestir hefur Ratcliffe notið óheyrilegrar velgengni, sem þýðir að honum hefur að jafnaði tekist að gera meiri verðmæti úr fjárfestingum sínum en aðrir. Með því móti hefur hann aukið verðmætasköpun og hagsæld umfram það sem ella væri. Fleiri græða á því en Ratcliffe einn.Mun meiri möguleikar á arðsemi Hitt er, að Ratcliffe er alþjóðlegur fjárfestir sem leikur stórt hlutverk í heimsviðskiptum. Að slíkur viðskiptajöfur vilji fjárfesta á Íslandi gefur fyrirheit um að viðskiptin muni leiða til alþjóðlegra tenginga og aukna möguleika til nýsköpunar og enn frekari fjárfestinga. Ratcliffe er beintengdur fjölda fjárfesta og fyrirtækja á mýmörgum sviðum um heim allan og því ljóst að möguleikar á aukinni arðsemi af fjárfestingum hans eru mun meiri en alla jafna fylgja fjárfestingum heimamanna. Mismunum ekki eftir þjóðerni Það er heldur ekki einfalt mál að mismuna evrópskum fjárfestum eftir þjóðerni. Slíkt brýtur í bága við EES-samninginn og því þyrfti að segja honum upp fyrst. Verði það gert má búast við sams konar takmörkunum á fjárfestingar og viðskipti Íslendinga á Evrópska efnahagssvæðinu. Ljóst er að fáir hefðu hag af því. Engin ástæða er til að óttast að Íslendingar muni búa við skarðan hlut ef stór hluti jarða lendir í höndum erlendra fjárfesta. Þeir þurfa að gangast undir sömu lög og íslenskir kaupsýslumenn og arður af fjárfestingum þeirra mun skila sér inn í samfélagið í formi atvinnusköpunar og annarra umsvifa. Alþjóðleg tengsl aukast svo og viðskiptatækifæri á alþjóðavísu. Íslendingar ættu því að kappkosta að mynda jarðtengingar við fleiri heimsklassa athafnamenn á borð við Ratcliffe.Höfundur er kennari
Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30
Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. 14. maí 2018 08:00
Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun