Tiana Ósk og Jóhann Björn tóku fyrsta sætið | Ásdís langefst Dagur Lárusson skrifar 14. júlí 2018 17:00 Tiana Ósk hefur verið nánast óstöðvandi á þessu ári. vísir/Anton Meistaramótið í frjálsum íþróttum fer fram á Sauðakróki um helgina en nokkrum greinum er þegar lokið. Í riðlakeppninni fyrr í morgun í 100 metra hlaupi kvenna fór Tiana Ósk Whitworth úr ÍR með sigur af hólmi en hún hljóp á tímanum 12,07 sekúndum. Í öðru sæti var Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir einnig úr ÍR en tími hennar var 12,10 sekúndum. Andrea Torfadóttir úr FH tók þriðja sætið. Það var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS sem var manna fljótastur í sömu grein karlameginn en hann hljóp á 10,69 sekúndum. Ívar Kristinn Jasonarsonúr ÍR tók annað sætið og Dagur Andri Einarsson úr FH tók þriðja sætið. Í úrslitum í langstökki kvenna var það Hafdís Sigurðardóttir úr UFA sem bar sigur úr býtum en hún stökk 6,30 metra í sinni annari tilraun. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðablik hreppti annað sætið en hún stökk 6,04 metra og Irma Gunnarsdóttir úr Breiðablik tók þriðja sætið. Það var Ari Sigþór Eiríksson úr Breiðablik sem fór með sigur af hólmi í langstökki karla en hann stökk 7,07 metra. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðablik, sem átti besta stökkið í lengst af, stökk 6,84 metra og tók annað sætið á meðan Juan Ramos Borges Bosque, einnig úr Breiðablik, tók þriðja sætið. Í úrslitum í 100 metra hlaupi kvenna var það aftur Tiana Ósk Whitworth úr ÍR sem fór með sigur af hólmi en þá hljóp hún á 11,75 sekúndum sem var betri en tími hennar fyrr um daginn. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR hljóp á 11,86 og tók annað sætið á meðan Hrafnhildur, sem tók annað sætið í riðlakeppninni, hljóp á 11,97 og tók þriðja sætið að þessu sinni. Karlameginn var það aftur Jóhann Björn úr UMSS sem tók fyrsta sætið en að þessu sinni hljóp hann þremur sekúndubrotum fljótar eða á 10,66 sekúndum. Ívar Kristinn úr ÍR tók aftur annað sætið en hann hljóp á 10,81 sekúndum á meðan Kristófer Þorgrímsson tók þriðja sætið en hann hljóp á 10,94 sekúndum. Í spjótkasti karla var það Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðablik sem tók fyrsta sætið en hann kastaði 77,01 metra á meðan Ásdís Hjálmsdóttir var langefst kvennameginn en hún kastaði 57,74 metra. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni fór með sigur af hólmi í hástökki karla. Hann stökk 2,02 metra, sem er persónulegt met. Benjamín Jóhann Johnsen varð annar með stökk upp á 1,99 metra og Jón Gunnar Björnsson hafnaði í þriðja sæti. Stangarstökk kvenna var rétt í þessu að ljúka en það var Bogey Ragnheiður Leósdóttir úr FH sem átti besta árangurinn þar en hún stökk 3,42 metra. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir tók annað sæti en hún stökk 3,32 metra á meðan Hilda Steinunn Egilsdóttir úr FH tók þriðja sætið. Stangarstökk karla fer fram á morgun. Fleiri greinum er lokið í dag en sumum þeirra lýkur á morgun. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Meistaramótið í frjálsum íþróttum fer fram á Sauðakróki um helgina en nokkrum greinum er þegar lokið. Í riðlakeppninni fyrr í morgun í 100 metra hlaupi kvenna fór Tiana Ósk Whitworth úr ÍR með sigur af hólmi en hún hljóp á tímanum 12,07 sekúndum. Í öðru sæti var Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir einnig úr ÍR en tími hennar var 12,10 sekúndum. Andrea Torfadóttir úr FH tók þriðja sætið. Það var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS sem var manna fljótastur í sömu grein karlameginn en hann hljóp á 10,69 sekúndum. Ívar Kristinn Jasonarsonúr ÍR tók annað sætið og Dagur Andri Einarsson úr FH tók þriðja sætið. Í úrslitum í langstökki kvenna var það Hafdís Sigurðardóttir úr UFA sem bar sigur úr býtum en hún stökk 6,30 metra í sinni annari tilraun. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðablik hreppti annað sætið en hún stökk 6,04 metra og Irma Gunnarsdóttir úr Breiðablik tók þriðja sætið. Það var Ari Sigþór Eiríksson úr Breiðablik sem fór með sigur af hólmi í langstökki karla en hann stökk 7,07 metra. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðablik, sem átti besta stökkið í lengst af, stökk 6,84 metra og tók annað sætið á meðan Juan Ramos Borges Bosque, einnig úr Breiðablik, tók þriðja sætið. Í úrslitum í 100 metra hlaupi kvenna var það aftur Tiana Ósk Whitworth úr ÍR sem fór með sigur af hólmi en þá hljóp hún á 11,75 sekúndum sem var betri en tími hennar fyrr um daginn. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR hljóp á 11,86 og tók annað sætið á meðan Hrafnhildur, sem tók annað sætið í riðlakeppninni, hljóp á 11,97 og tók þriðja sætið að þessu sinni. Karlameginn var það aftur Jóhann Björn úr UMSS sem tók fyrsta sætið en að þessu sinni hljóp hann þremur sekúndubrotum fljótar eða á 10,66 sekúndum. Ívar Kristinn úr ÍR tók aftur annað sætið en hann hljóp á 10,81 sekúndum á meðan Kristófer Þorgrímsson tók þriðja sætið en hann hljóp á 10,94 sekúndum. Í spjótkasti karla var það Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðablik sem tók fyrsta sætið en hann kastaði 77,01 metra á meðan Ásdís Hjálmsdóttir var langefst kvennameginn en hún kastaði 57,74 metra. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni fór með sigur af hólmi í hástökki karla. Hann stökk 2,02 metra, sem er persónulegt met. Benjamín Jóhann Johnsen varð annar með stökk upp á 1,99 metra og Jón Gunnar Björnsson hafnaði í þriðja sæti. Stangarstökk kvenna var rétt í þessu að ljúka en það var Bogey Ragnheiður Leósdóttir úr FH sem átti besta árangurinn þar en hún stökk 3,42 metra. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir tók annað sæti en hún stökk 3,32 metra á meðan Hilda Steinunn Egilsdóttir úr FH tók þriðja sætið. Stangarstökk karla fer fram á morgun. Fleiri greinum er lokið í dag en sumum þeirra lýkur á morgun.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira