Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2018 17:23 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Lagasetning á aðgerðir ljósmæðra hefur ekki verið til umræðu í ríkisstjórn. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við fréttamann Stöðvar 2 að loknum fundi ríkisstjórnar að Langaholti í Snæfellsbæ í dag. Bjarni ítrekaði það sem hann hefur áður sagt um deilu ljósmæðra og ríkisins, það er að segja að samninganefndin hafi allt það svigrúm sem hún þurfi til að semja, svo lengi sem stöðugleika á vinnumarkaði sé ekki ógnað. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag, 23. júlí, í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, sagði í samtali við Vísi að ekki væri boðað til fundarins vegna þess að lausn væri í sjónmáli, heldur vegna þess að sáttasemjara bæri lagaleg skylda til að halda fundi á að minnsta kosti tveggja vikna fresti. Síðasti fundur í deilunni var síðastliðinn miðvikudag. Fyrir þann fund sagði Katrín Sif að ljósmæður hefðu lagt fram sínar lokakröfur sem þær myndu ekki hvika frá. Voru kröfurnar lagðar fram á fundi sem fór fram í vikunni áður. Á samningafundinn í liðinni viku lagði samninganefnd ríkisins fram móttilboð en ljósmæður höfnuðu því. Sagði Katrín Sif að loknum fundi að deilan væri í algjörum hnút og tók Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, undir það í samtali við fréttastofu. Sagðist hann jafnframt ekki sjá neinn möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra sem hljóða upp á 17 til 18 prósenta launahækkun þegar allt er tekið saman, annars vegar launahækkun og svo 170 milljónir króna sem kæmu frá velferðarráðuneytinu í gegnum stofnanasamninga til að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. Í byrjun mánaðarins samþykktu ljósmæður yfirvinnubann sem tekur gildi á miðvikudag, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Snæfellsbær Tengdar fréttir Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Lagasetning á aðgerðir ljósmæðra hefur ekki verið til umræðu í ríkisstjórn. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við fréttamann Stöðvar 2 að loknum fundi ríkisstjórnar að Langaholti í Snæfellsbæ í dag. Bjarni ítrekaði það sem hann hefur áður sagt um deilu ljósmæðra og ríkisins, það er að segja að samninganefndin hafi allt það svigrúm sem hún þurfi til að semja, svo lengi sem stöðugleika á vinnumarkaði sé ekki ógnað. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag, 23. júlí, í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, sagði í samtali við Vísi að ekki væri boðað til fundarins vegna þess að lausn væri í sjónmáli, heldur vegna þess að sáttasemjara bæri lagaleg skylda til að halda fundi á að minnsta kosti tveggja vikna fresti. Síðasti fundur í deilunni var síðastliðinn miðvikudag. Fyrir þann fund sagði Katrín Sif að ljósmæður hefðu lagt fram sínar lokakröfur sem þær myndu ekki hvika frá. Voru kröfurnar lagðar fram á fundi sem fór fram í vikunni áður. Á samningafundinn í liðinni viku lagði samninganefnd ríkisins fram móttilboð en ljósmæður höfnuðu því. Sagði Katrín Sif að loknum fundi að deilan væri í algjörum hnút og tók Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, undir það í samtali við fréttastofu. Sagðist hann jafnframt ekki sjá neinn möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra sem hljóða upp á 17 til 18 prósenta launahækkun þegar allt er tekið saman, annars vegar launahækkun og svo 170 milljónir króna sem kæmu frá velferðarráðuneytinu í gegnum stofnanasamninga til að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. Í byrjun mánaðarins samþykktu ljósmæður yfirvinnubann sem tekur gildi á miðvikudag, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Snæfellsbær Tengdar fréttir Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32