Ásdís: Fyrsta skipti í langan tíma sem ég vissi ekki hvort ég fengi gull, silfur eða brons Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júlí 2018 11:30 Ásdís Hjálmsdóttir vann tvö gull og eitt silfur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Ásdís fagnar því að fá samkeppni á íslensku mótunum og er ánægð með þá kynslóð af ungum kvenkösturum sem eru að stíga upp á stóra sviðið. Ásdís hefur undanfarin ár verið ein farsælasta frjálsíþróttakona Íslands og hún fagnaði silfurverðlaununum mikið. „Ég er búin að vera að vinna þessar greinar á Íslandsmótunum núna undan farin ár, sem ég á ekki að vera að gera sem spjótkastari, en það var bara vegna þess að það vantaði stelpur í aðrar greinar,“ sagði Ásdís við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Ásdís vann silfur í kringlukasti um helgina en gull í kúluvarpi og hennar aðalgrein, spjótkasti. „Núna er að koma upp mikil breidd og mikið af ungum stúlkum. Það var ótrúlega gaman núna að í fyrsta skipti í langan tíma var ég að keppa á Meistaramóti og ég vissi ekkert hvort ég fengi gull, silfur eða bros í kringlunni.“ „Hún Thelma Lind [Kristjánsdóttir], sem vann kringluna, hún er búin að kasta lengra en ég í sumar og er að standa sig rosalega vel. Mér finnst það bara alveg æðislegt að sjá þessar ungu stelpur koma upp og ná þessum árangri og við erum að fá fleiri kvenkastara inn á stórmót.“Ásdís setti færslu á Facebook á sunnudag sem vakti mikla athygli, þar sem hún sagðist vera ánægðust með silfurverðlaunin sín af verðlaunapeningunum þremur sem hún tók með sér heim. „Ég fékk þessa spurningu, hvort ég væri pirruð yfir því að hafa tapað, en ég var ekkert að tapa gullinu, ég var að vinna silfrið vegna þess að ég hefði alveg eins geta verið í þriðja sæti. Það er miklu skemmtilegra að keppa þannig heldur en að koma inn og sækja medalíurnar því það er engin samkeppni.“ Ásdís hefur keppt á þremur Ólympíuleikum og á þar best 11. sæti frá London 2012. Hún hefur verið fastur gestur á Evrópu- og heimsmeistaramótum síðustu ár og mun taka þátt á EM í Berlín í byrjun ágúst. „Ég ætla ekki að gefa út nein svakaleg markmið fyrir þetta mót núna,“ sagði Ásdís sem er að koma til baka úr erfiðum meiðslum. „Það er búið að ganga rosalega vel núna að koma til baka. Ég er búin að kasta yfir 60 [metra] og ég á miklu meira inni. Ég þarf að bæta aðeins stöðugleika í tækninni til að vera að kasta jafnt mjög vel. En ég ætla í úrslit og ég vona að það gangi eftir.“ Ásdís varð 11. á HM í London í fyrra og í 8. sæti á EM fyrir tveimur árum. Það er jafnframt hennar besti árangur á stórmóti, að undanskildum Smáþjóðaleikunum þar sem hún hefur oftast tekið gull. Keppni í spjótkasti á EM í Berlín hefst fimmtudaginn 9. ágúst. Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir vann tvö gull og eitt silfur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Ásdís fagnar því að fá samkeppni á íslensku mótunum og er ánægð með þá kynslóð af ungum kvenkösturum sem eru að stíga upp á stóra sviðið. Ásdís hefur undanfarin ár verið ein farsælasta frjálsíþróttakona Íslands og hún fagnaði silfurverðlaununum mikið. „Ég er búin að vera að vinna þessar greinar á Íslandsmótunum núna undan farin ár, sem ég á ekki að vera að gera sem spjótkastari, en það var bara vegna þess að það vantaði stelpur í aðrar greinar,“ sagði Ásdís við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Ásdís vann silfur í kringlukasti um helgina en gull í kúluvarpi og hennar aðalgrein, spjótkasti. „Núna er að koma upp mikil breidd og mikið af ungum stúlkum. Það var ótrúlega gaman núna að í fyrsta skipti í langan tíma var ég að keppa á Meistaramóti og ég vissi ekkert hvort ég fengi gull, silfur eða bros í kringlunni.“ „Hún Thelma Lind [Kristjánsdóttir], sem vann kringluna, hún er búin að kasta lengra en ég í sumar og er að standa sig rosalega vel. Mér finnst það bara alveg æðislegt að sjá þessar ungu stelpur koma upp og ná þessum árangri og við erum að fá fleiri kvenkastara inn á stórmót.“Ásdís setti færslu á Facebook á sunnudag sem vakti mikla athygli, þar sem hún sagðist vera ánægðust með silfurverðlaunin sín af verðlaunapeningunum þremur sem hún tók með sér heim. „Ég fékk þessa spurningu, hvort ég væri pirruð yfir því að hafa tapað, en ég var ekkert að tapa gullinu, ég var að vinna silfrið vegna þess að ég hefði alveg eins geta verið í þriðja sæti. Það er miklu skemmtilegra að keppa þannig heldur en að koma inn og sækja medalíurnar því það er engin samkeppni.“ Ásdís hefur keppt á þremur Ólympíuleikum og á þar best 11. sæti frá London 2012. Hún hefur verið fastur gestur á Evrópu- og heimsmeistaramótum síðustu ár og mun taka þátt á EM í Berlín í byrjun ágúst. „Ég ætla ekki að gefa út nein svakaleg markmið fyrir þetta mót núna,“ sagði Ásdís sem er að koma til baka úr erfiðum meiðslum. „Það er búið að ganga rosalega vel núna að koma til baka. Ég er búin að kasta yfir 60 [metra] og ég á miklu meira inni. Ég þarf að bæta aðeins stöðugleika í tækninni til að vera að kasta jafnt mjög vel. En ég ætla í úrslit og ég vona að það gangi eftir.“ Ásdís varð 11. á HM í London í fyrra og í 8. sæti á EM fyrir tveimur árum. Það er jafnframt hennar besti árangur á stórmóti, að undanskildum Smáþjóðaleikunum þar sem hún hefur oftast tekið gull. Keppni í spjótkasti á EM í Berlín hefst fimmtudaginn 9. ágúst.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Sjá meira