Allt í rétta átt hjá sveitarfélögunum Elvar Orri Hreinsson og Sölvi Sturluson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Rekstur sveitarfélaganna var nokkuð góður á síðasta ári. Afgangur sem hlutfall af tekjum A-hluta nam fjögur prósent og hefur það hlutfall farið vaxandi. Í áætlunum sveitarfélaganna er gert ráð fyrir að sú þróun haldi áfram og að hlutfall rekstrarniðurstöðu á móti tekjum verði orðið um sex prósent árið 2021. Skýringin á betri rekstrarniðurstöðu felst meðal annars í lægri fjármagnsgjöldum sökum lægri skuldsetningar og hagstæðara lánaumhverfis ásamt því að tekjur jukust umfram gjöld.Meiri áhersla á fjárfestingar Undanfarin ár hefur áhersla sveitarfélaganna í ríkum mæli verið á að lækka skuldir og stendur rekstur langflestra sveitarfélaga nú vel undir skuldsetningu sinni. Skuldir sem hlutfall af eignum sveitarfélaganna hafa lækkað frá því það náði hámarki í 73 prósentum árið 2009. Hlutfallið var 56 prósent árið 2017 og hefur ekki verið lægra frá árinu 2007.Sölvi Sturluson, viðskiptastjóri mannvirkja og innviða hjá ÍslandsbankaSveitarfélögin hafa lækkað langtímaskuldir sínar á hverju ári frá 2009, samtals um 193 milljarða króna. Samhliða áherslu sveitarfélaganna á að lækka skuldir má segja að myndast hafi ákveðin fjárfestingarþörf líkt og sást á liðnu ári þar sem fjárfesting á sveitarstjórnarstiginu óx töluvert umfram væntingar. Þá eru umtalsverðar fjárfestingar einnig ráðgerðar á þessu ári. Svigrúm til skattalækkana? Skatttekjur eru helsti tekjuöflunarþáttur sveitarfélaganna og leika útsvarstekjur þar stærsta hlutverkið. Langflest þeirra innheimta hámarksútsvar (14,52%) og eru álögur íbúa þeirra því með hæsta móti. Einungis þrjú sveitarfélög innheimta lágmarksútsvar (12,44%) og 15 sveitarfélög eru þar á milli. Það er því ljóst að heilt yfir er svigrúm sveitarfélaganna til lækkunar á útsvari meira en til hækkunar. Í ljósi uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar munu sveitarfélögin að öllum líkindum frekar leggja áherslu á að mæta þeirri þörf áður en til skattalækkana kemur.Höfundar starfa hjá Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Rekstur sveitarfélaganna var nokkuð góður á síðasta ári. Afgangur sem hlutfall af tekjum A-hluta nam fjögur prósent og hefur það hlutfall farið vaxandi. Í áætlunum sveitarfélaganna er gert ráð fyrir að sú þróun haldi áfram og að hlutfall rekstrarniðurstöðu á móti tekjum verði orðið um sex prósent árið 2021. Skýringin á betri rekstrarniðurstöðu felst meðal annars í lægri fjármagnsgjöldum sökum lægri skuldsetningar og hagstæðara lánaumhverfis ásamt því að tekjur jukust umfram gjöld.Meiri áhersla á fjárfestingar Undanfarin ár hefur áhersla sveitarfélaganna í ríkum mæli verið á að lækka skuldir og stendur rekstur langflestra sveitarfélaga nú vel undir skuldsetningu sinni. Skuldir sem hlutfall af eignum sveitarfélaganna hafa lækkað frá því það náði hámarki í 73 prósentum árið 2009. Hlutfallið var 56 prósent árið 2017 og hefur ekki verið lægra frá árinu 2007.Sölvi Sturluson, viðskiptastjóri mannvirkja og innviða hjá ÍslandsbankaSveitarfélögin hafa lækkað langtímaskuldir sínar á hverju ári frá 2009, samtals um 193 milljarða króna. Samhliða áherslu sveitarfélaganna á að lækka skuldir má segja að myndast hafi ákveðin fjárfestingarþörf líkt og sást á liðnu ári þar sem fjárfesting á sveitarstjórnarstiginu óx töluvert umfram væntingar. Þá eru umtalsverðar fjárfestingar einnig ráðgerðar á þessu ári. Svigrúm til skattalækkana? Skatttekjur eru helsti tekjuöflunarþáttur sveitarfélaganna og leika útsvarstekjur þar stærsta hlutverkið. Langflest þeirra innheimta hámarksútsvar (14,52%) og eru álögur íbúa þeirra því með hæsta móti. Einungis þrjú sveitarfélög innheimta lágmarksútsvar (12,44%) og 15 sveitarfélög eru þar á milli. Það er því ljóst að heilt yfir er svigrúm sveitarfélaganna til lækkunar á útsvari meira en til hækkunar. Í ljósi uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar munu sveitarfélögin að öllum líkindum frekar leggja áherslu á að mæta þeirri þörf áður en til skattalækkana kemur.Höfundar starfa hjá Íslandsbanka
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar