Kvika og einkafjárfestar kaupa lóðir í Vogabyggð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Ólafur Ólafsson, einn aðaleigandi Festis. Vísir/eyþór Dótturfélag byggingafélagsins Kaldalóns, sem er í eigu Kviku banka og einkafjárfesta, hefur keypt byggingarrétt á lóðum í Vogabyggð af systurfélagi fasteignaþróunarfélagsins Festis. Gengið var frá kaupunum í síðustu viku en kaupverðið er trúnaðarmál, að sögn Róberts Arons Róbertssonar, framkvæmdastjóra Festis. Til stendur að byggja 270 íbúðir á lóðunum sem eru í hverfinu Vogabyggð 1 á Gelgjutanga en aðeins eru sextán mánuðir síðan Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar Festis skrifuðu undir samning um uppbygginguna. Aðaleigendur Festis eru hjónin Ólafur Ólafsson, sem er gjarnan kenndur við Samskip, og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Fasteignaþróunarfélagið hefur unnið að verkefninu síðustu ár og áformaði að hefja uppbyggingu á þessu ári. Kaupandinn er félagið U 14-20, dótturfélag byggingafélagsins Kaldalóns sem er í rekstri Kviku banka. Fram kemur í bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, sem lagt var fyrir borgarráð í lok júní, að kaupverð byggingarréttarins á fjórum lóðum í Vogabyggð sé um 62 þúsund krónur á fermetra miðað við 24.290 fermetra, sem er leyfilegt hámarks byggingamagn samkvæmt skipulagi, eða alls um 1,5 milljarðar króna.Gert er ráð fyrir rúmlega 1000 íbúðum í Vogabyggð.ReykjavíkurborgEru 60 prósent kaupverðsins greidd með íbúðum í Urriðaholti sem verða afhentar eftir um tvö ár. Fyrir umrædd kaup hafði Kaldalón, sem var stofnað á síðasta ári, rétt til þess að byggja alls um 600 íbúðir í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ en félagið tekur meðal annars þátt í uppbyggingu á hátt í 180 íbúðum í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn. Í lok síðasta árs var stærsti hluthafi byggingafélagsins Kaldalóns einkahlutafélagið RES með tæplega 46 prósenta hlut en það er til helminga í eigu hjónanna Nönnu Bjarkar Ásgrímsdóttur og Sigurðar Bollasonar og hjónanna Gunnars Henriks B. Gunnarssonar og Lovísu Ólafsdóttur. Félagið RPF, í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, eigenda RE/ MAX Senter, var næststærsti hluthafi Kaldalóns með 16 prósenta hlut en tvímenningarnir áttu auk þess hlut í byggingafélaginu í gegnum fleiri eignarhaldsfélög. Þá fór Kvika banki með 10,5 prósenta hlut í Kaldalóni, samkvæmt ársreikningi byggingafélagsins. Í áðurnefndu bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar segir að fyrir liggi yfirlýsing frá Kaldalóni um nauðsynlegan fjárhagslegan stuðning við U 14-20 til þess að standa við skuldbindingar sínar við fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir í Vogabyggð 1. Er jafnframt tekið fram að Kaldalón sé með góða eiginfjárstöðu. Gert er ráð fyrir að alls rísi 1.100 til 1.300 íbúðir í allri Vogabyggð á næstu árum Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Gert ráð fyrir milli 1.100 og 1.300 íbúðum í nýrri Vogabyggð Skrifað var undir samninga um endurbyggingu Vogabyggðar í Reykjavík fyrr í dag. Hverfið afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi. 22. janúar 2016 21:30 Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30 Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. 19. maí 2017 15:07 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Dótturfélag byggingafélagsins Kaldalóns, sem er í eigu Kviku banka og einkafjárfesta, hefur keypt byggingarrétt á lóðum í Vogabyggð af systurfélagi fasteignaþróunarfélagsins Festis. Gengið var frá kaupunum í síðustu viku en kaupverðið er trúnaðarmál, að sögn Róberts Arons Róbertssonar, framkvæmdastjóra Festis. Til stendur að byggja 270 íbúðir á lóðunum sem eru í hverfinu Vogabyggð 1 á Gelgjutanga en aðeins eru sextán mánuðir síðan Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar Festis skrifuðu undir samning um uppbygginguna. Aðaleigendur Festis eru hjónin Ólafur Ólafsson, sem er gjarnan kenndur við Samskip, og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Fasteignaþróunarfélagið hefur unnið að verkefninu síðustu ár og áformaði að hefja uppbyggingu á þessu ári. Kaupandinn er félagið U 14-20, dótturfélag byggingafélagsins Kaldalóns sem er í rekstri Kviku banka. Fram kemur í bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, sem lagt var fyrir borgarráð í lok júní, að kaupverð byggingarréttarins á fjórum lóðum í Vogabyggð sé um 62 þúsund krónur á fermetra miðað við 24.290 fermetra, sem er leyfilegt hámarks byggingamagn samkvæmt skipulagi, eða alls um 1,5 milljarðar króna.Gert er ráð fyrir rúmlega 1000 íbúðum í Vogabyggð.ReykjavíkurborgEru 60 prósent kaupverðsins greidd með íbúðum í Urriðaholti sem verða afhentar eftir um tvö ár. Fyrir umrædd kaup hafði Kaldalón, sem var stofnað á síðasta ári, rétt til þess að byggja alls um 600 íbúðir í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ en félagið tekur meðal annars þátt í uppbyggingu á hátt í 180 íbúðum í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn. Í lok síðasta árs var stærsti hluthafi byggingafélagsins Kaldalóns einkahlutafélagið RES með tæplega 46 prósenta hlut en það er til helminga í eigu hjónanna Nönnu Bjarkar Ásgrímsdóttur og Sigurðar Bollasonar og hjónanna Gunnars Henriks B. Gunnarssonar og Lovísu Ólafsdóttur. Félagið RPF, í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, eigenda RE/ MAX Senter, var næststærsti hluthafi Kaldalóns með 16 prósenta hlut en tvímenningarnir áttu auk þess hlut í byggingafélaginu í gegnum fleiri eignarhaldsfélög. Þá fór Kvika banki með 10,5 prósenta hlut í Kaldalóni, samkvæmt ársreikningi byggingafélagsins. Í áðurnefndu bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar segir að fyrir liggi yfirlýsing frá Kaldalóni um nauðsynlegan fjárhagslegan stuðning við U 14-20 til þess að standa við skuldbindingar sínar við fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir í Vogabyggð 1. Er jafnframt tekið fram að Kaldalón sé með góða eiginfjárstöðu. Gert er ráð fyrir að alls rísi 1.100 til 1.300 íbúðir í allri Vogabyggð á næstu árum
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Gert ráð fyrir milli 1.100 og 1.300 íbúðum í nýrri Vogabyggð Skrifað var undir samninga um endurbyggingu Vogabyggðar í Reykjavík fyrr í dag. Hverfið afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi. 22. janúar 2016 21:30 Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30 Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. 19. maí 2017 15:07 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Gert ráð fyrir milli 1.100 og 1.300 íbúðum í nýrri Vogabyggð Skrifað var undir samninga um endurbyggingu Vogabyggðar í Reykjavík fyrr í dag. Hverfið afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi. 22. janúar 2016 21:30
Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30
Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. 19. maí 2017 15:07