Hátíðarþingfundurinn einkennist af valdhroka og sýndarmennsku Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2018 06:27 Hátíðarþingfundur fer fram á Þingvöllum klukkan 14 í dag. Vísir/Pjetur Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. Félagið harmar það að þingið skulið minnast 100 ára afmælis fullveldis þjóðarinnar án þess að einu orði sé minnst á „nýju stjórnarskrá“ Íslendinga - „sem samþykkt var með með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu félagsins. „Frá árinu 1944 hefur Alþingi haft það verkefni að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ótal stjórnarskrárnefndir hafa verið skipaðar án árangurs. Það var ekki fyrr en þjóðinni var hleypt að málinu að skriður komst á það,“ segir félagið. Við þetta er að bæta að stjórnarskráin var samþykkt árið 1944 undir þeim skýru formerkjum að um bráðabirgðaplagg væri að ræða. Ljóst var að ekki myndi nást sátt um breytingar á stjórnarskránni áður en Íslendingar öðluðust sjálfstæði frá Dönum. Ákváðu þingmenn því að gera sem minnstar breytingar á fyrirliggjandi stjórnarskrá, skipta út konungi fyrir forseta og taka plaggið svo til endurskoðunar að nýju þegar sjálfstæðishátíðarhöldunum lyki. Stjórnarskrárfélagið harmar það að Alþingi skuli hafa hunsað niðurstöður fyrrnefndrar þjóðaratkvæðagreiðslu og láðst að taka endurskoðunina fastari tökum. Að mati félagsins endurspeglar þingfundurinn á Þingvöllum því „sýndarmennsku og valdhroka,“ eins og það er orðað. „Hve lengi á stjórnmálaflokkum á Alþingi að líðast að hunsa fullveldi þjóðarinnar?“ spyr félagið. Hátíðarþingfundur Alþingis á Þingvöllum hefst klukkan 14 í dag. Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Sjónvarpsútsendingin veglegri en áætlað var Forseti Alþingis segir auknar kröfur um gæði sjónvarpsútsendingar skýra aukinn kostnað við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum. Þingmaður Pírata segir að þetta hefði mátt vera ljóst frá upphafi. Hátíðarfundurinn hefst klukkan 14 18. júlí 2018 06:00 Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. Félagið harmar það að þingið skulið minnast 100 ára afmælis fullveldis þjóðarinnar án þess að einu orði sé minnst á „nýju stjórnarskrá“ Íslendinga - „sem samþykkt var með með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu félagsins. „Frá árinu 1944 hefur Alþingi haft það verkefni að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ótal stjórnarskrárnefndir hafa verið skipaðar án árangurs. Það var ekki fyrr en þjóðinni var hleypt að málinu að skriður komst á það,“ segir félagið. Við þetta er að bæta að stjórnarskráin var samþykkt árið 1944 undir þeim skýru formerkjum að um bráðabirgðaplagg væri að ræða. Ljóst var að ekki myndi nást sátt um breytingar á stjórnarskránni áður en Íslendingar öðluðust sjálfstæði frá Dönum. Ákváðu þingmenn því að gera sem minnstar breytingar á fyrirliggjandi stjórnarskrá, skipta út konungi fyrir forseta og taka plaggið svo til endurskoðunar að nýju þegar sjálfstæðishátíðarhöldunum lyki. Stjórnarskrárfélagið harmar það að Alþingi skuli hafa hunsað niðurstöður fyrrnefndrar þjóðaratkvæðagreiðslu og láðst að taka endurskoðunina fastari tökum. Að mati félagsins endurspeglar þingfundurinn á Þingvöllum því „sýndarmennsku og valdhroka,“ eins og það er orðað. „Hve lengi á stjórnmálaflokkum á Alþingi að líðast að hunsa fullveldi þjóðarinnar?“ spyr félagið. Hátíðarþingfundur Alþingis á Þingvöllum hefst klukkan 14 í dag.
Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Sjónvarpsútsendingin veglegri en áætlað var Forseti Alþingis segir auknar kröfur um gæði sjónvarpsútsendingar skýra aukinn kostnað við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum. Þingmaður Pírata segir að þetta hefði mátt vera ljóst frá upphafi. Hátíðarfundurinn hefst klukkan 14 18. júlí 2018 06:00 Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48
80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00
Sjónvarpsútsendingin veglegri en áætlað var Forseti Alþingis segir auknar kröfur um gæði sjónvarpsútsendingar skýra aukinn kostnað við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum. Þingmaður Pírata segir að þetta hefði mátt vera ljóst frá upphafi. Hátíðarfundurinn hefst klukkan 14 18. júlí 2018 06:00
Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30