Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2018 12:13 Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. Vísir/antonbrink Þingflokkur Pírata hefur ákveðið að sniðganga hátíðarfund Alþingis sem fer fram á Þingvöllum klukkan tvö í dag. Þingmenn Pírata segja að það hafi verið óforsvaranleg ákvörðun að bjóða Piu Kjærsgaard að flytja ávarp fyrir hönd dönsku þjóðarinnar í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Af þeim sökum sjái þeir sér ekki fært að mæta á fundinn. Pia er afar umdeildur stjórnmálamaður og ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu gegn fjölmenningu og Íslam. Sjá nánar: Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsinsÍ tilkynningu sem þingflokkur Pírata sendi frá sér segir að það hafi ekki verið nein nauðsyn að bjóða Piu að ávarpa hátíðarfundinn. Slíkir fundir eigi að efla samstöðu þjóðarinnar en ekki vera vettvangur fyrir málsvara sundrungar. „Hátíðarhöld sem þessi eru vandmeðfarin á tímum uppgangs þjóðernishyggju um víða veröld. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fagna tímamótum sem þessum en það er varhugarvert að gefa þjóðernishyggju á nokkurn hátt undir fótinn við slík tilefni. Íslenska þjóðin á betra skilið, en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni.“ Þingmennirnir segja að Pia sé stofnandi „eins mannfjandsamlegasta flokks Norðurlandanna“ og bæta við að það sé mikið áhyggjuefni að hún sé forseti danska þjóðþingsins.Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, flytur ávarp á hátíðarfundi á Þingvöllum í dag.Vísir/gettyHér að neðan er hægt að lesa tilkynninguna:Þingflokkur Pírata hefur ákveðið að sniðganga hátíðarfund Alþingis sem fram fer á Þingvöllum í dag.Ástæðan er óforsvaranleg ákvörðun um að bjóða einum helsta höfundi og talsmanni útlendingaandúðar í Evrópu að ávarpa Alþingi á Þingvöllum á aldarafmæli fullveldis Íslendinga. Engin hefð er fyrir því að erlendir gestir ávarpi þingfundi af þessu tagi og engin nauðsyn var því að bjóða Piu Kjærsgaard að ávarpa hátíðarfund á Þingvölllum. Hátíðarfundir eiga að efla samstöðu þjóðarinnar, ekki að verða vettvangur fyrir málsvara sundrungar.Hátíðarhöld sem þessi eru vandmeðfarin á tímum uppgangs þjóðernishyggju um víða veröld. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fagna tímamótum sem þessum en það er varhugavert að gefa þjóðernishyggju á nokkurn hátt undir fótinn við slík tilefni. Íslenska þjóðin á betra skilið, en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni.Piu Kjærsgaard var boðið á Alþingi vegna þess embættis sem hún gegnir.Sú staðreynd að stofnandi eins mannfjandsamlegasta flokks Norðurlandanna sitji sem forseti danska þingsins er í sjálfu sér mikið áhyggjuefni.Að utanþingsmanni sem hefur unnið jafn ötullega að því að ala á sundrungu, útlendingahatri og Pia Kjærsgaard hefur gert sé boðið heiðursávarp á hátíðarfundi sem sameina ætti okkur Íslendinga, burtséð frá trú okkar og uppruna er hneyksli.Þingflokkur Pírata vill koma því á framfæri að þessi ákvörðun reyndist okkur erfið. Upphaflega stóð til að taka þátt í hátíðarhöldum og segja má að við höfum flotið sofandi að feigðarósi þar sem persóna heiðursgestsins varð okkur ekki ljós fyrr en við fréttaflutning í gær.Grunnstefna Pírata býður okkur eftir sem áður að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga og við getum ekki, samvisku okkar vegna, tekið þátt í því að heiðra manneskju sem ber hvorki virðingu fyrir manneskjum af öðrum uppruna en sínum eigin, né grunngildum allra heilbrigðra lýðræðissamfélaga. Með slíku er minningu um fullveldislög Íslendinga enginn greiði gerður. Á þessum tímamótum óskum við Íslendingum til hamingju með áfangann og þökkum sömuleiðis öllum þeim sem komu að undirbúningi hátíðarhaldanna. Okkur þykir þetta leitt en við sáum okkur engan annan kost en að láta samviskuna ráða ferð. Alþingi Tengdar fréttir Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Bein útsending: Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum Hátíðarfundur Alþingis vegna 100 ára afmælis fullveldisins Íslands hefst klukkan 14 í dag. 18. júlí 2018 12:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Þingflokkur Pírata hefur ákveðið að sniðganga hátíðarfund Alþingis sem fer fram á Þingvöllum klukkan tvö í dag. Þingmenn Pírata segja að það hafi verið óforsvaranleg ákvörðun að bjóða Piu Kjærsgaard að flytja ávarp fyrir hönd dönsku þjóðarinnar í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Af þeim sökum sjái þeir sér ekki fært að mæta á fundinn. Pia er afar umdeildur stjórnmálamaður og ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu gegn fjölmenningu og Íslam. Sjá nánar: Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsinsÍ tilkynningu sem þingflokkur Pírata sendi frá sér segir að það hafi ekki verið nein nauðsyn að bjóða Piu að ávarpa hátíðarfundinn. Slíkir fundir eigi að efla samstöðu þjóðarinnar en ekki vera vettvangur fyrir málsvara sundrungar. „Hátíðarhöld sem þessi eru vandmeðfarin á tímum uppgangs þjóðernishyggju um víða veröld. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fagna tímamótum sem þessum en það er varhugarvert að gefa þjóðernishyggju á nokkurn hátt undir fótinn við slík tilefni. Íslenska þjóðin á betra skilið, en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni.“ Þingmennirnir segja að Pia sé stofnandi „eins mannfjandsamlegasta flokks Norðurlandanna“ og bæta við að það sé mikið áhyggjuefni að hún sé forseti danska þjóðþingsins.Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, flytur ávarp á hátíðarfundi á Þingvöllum í dag.Vísir/gettyHér að neðan er hægt að lesa tilkynninguna:Þingflokkur Pírata hefur ákveðið að sniðganga hátíðarfund Alþingis sem fram fer á Þingvöllum í dag.Ástæðan er óforsvaranleg ákvörðun um að bjóða einum helsta höfundi og talsmanni útlendingaandúðar í Evrópu að ávarpa Alþingi á Þingvöllum á aldarafmæli fullveldis Íslendinga. Engin hefð er fyrir því að erlendir gestir ávarpi þingfundi af þessu tagi og engin nauðsyn var því að bjóða Piu Kjærsgaard að ávarpa hátíðarfund á Þingvölllum. Hátíðarfundir eiga að efla samstöðu þjóðarinnar, ekki að verða vettvangur fyrir málsvara sundrungar.Hátíðarhöld sem þessi eru vandmeðfarin á tímum uppgangs þjóðernishyggju um víða veröld. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fagna tímamótum sem þessum en það er varhugavert að gefa þjóðernishyggju á nokkurn hátt undir fótinn við slík tilefni. Íslenska þjóðin á betra skilið, en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni.Piu Kjærsgaard var boðið á Alþingi vegna þess embættis sem hún gegnir.Sú staðreynd að stofnandi eins mannfjandsamlegasta flokks Norðurlandanna sitji sem forseti danska þingsins er í sjálfu sér mikið áhyggjuefni.Að utanþingsmanni sem hefur unnið jafn ötullega að því að ala á sundrungu, útlendingahatri og Pia Kjærsgaard hefur gert sé boðið heiðursávarp á hátíðarfundi sem sameina ætti okkur Íslendinga, burtséð frá trú okkar og uppruna er hneyksli.Þingflokkur Pírata vill koma því á framfæri að þessi ákvörðun reyndist okkur erfið. Upphaflega stóð til að taka þátt í hátíðarhöldum og segja má að við höfum flotið sofandi að feigðarósi þar sem persóna heiðursgestsins varð okkur ekki ljós fyrr en við fréttaflutning í gær.Grunnstefna Pírata býður okkur eftir sem áður að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga og við getum ekki, samvisku okkar vegna, tekið þátt í því að heiðra manneskju sem ber hvorki virðingu fyrir manneskjum af öðrum uppruna en sínum eigin, né grunngildum allra heilbrigðra lýðræðissamfélaga. Með slíku er minningu um fullveldislög Íslendinga enginn greiði gerður. Á þessum tímamótum óskum við Íslendingum til hamingju með áfangann og þökkum sömuleiðis öllum þeim sem komu að undirbúningi hátíðarhaldanna. Okkur þykir þetta leitt en við sáum okkur engan annan kost en að láta samviskuna ráða ferð.
Alþingi Tengdar fréttir Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Bein útsending: Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum Hátíðarfundur Alþingis vegna 100 ára afmælis fullveldisins Íslands hefst klukkan 14 í dag. 18. júlí 2018 12:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44
Bein útsending: Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum Hátíðarfundur Alþingis vegna 100 ára afmælis fullveldisins Íslands hefst klukkan 14 í dag. 18. júlí 2018 12:00