Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 12:52 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, á fundinum í gær. fréttablaðið/anton brink Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segir gagnrýni íslenskra þingmanna á þátttöku hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í gær fáránlega og til skammar. Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. Pia segir þingmennina augljóslega ekki hafa hugmynd um hvað er að gerast í heiminum eða í systurflokki þeirra í Danmörku, og vísar þar væntanlega til sósíal-demókrata sem hafa tekið upp harðari stefnu í málefnum innflytjenda í landinu. Píratar sniðgengu hátíðarfundinn á Þingvöllum í gær vegna þátttöku Piu og þá voru ýmsir þingmenn með barmmerki sem á stóð Nej, til racisme en Pia er umdeild vegna stefnu flokks hennar í málefnum innflytjenda og orðræðu hennar gegn fjölmenningu og íslam. „Það er rétt að Píratar tóku ekki þátt en ég get í raun ekki gert að því þótt sumir séu illa upp aldir og sjái ekki að þegar þú ert að bjóða forseta danska þingsins, en ekki mér sjálfri persónulega, þá er þetta í raun ekki niðurlæging fyrir mig,“ segir Pia sem kveðst ekki hafa tekið mikið eftir gagnrýni eða mótmælum á þátttöku hennar á fundinum. Helga Vala segir í samtali við TV2 að hún hafi ekki verið að sýna andstöðu sína við danska þingið, dönsku ríkisstjórnina eða dönsku þjóðina, heldur hafi hún verið að láta í ljós hvað henni þætti um það hvernig Pia hefur breytt viðhorfi til innflytjenda og flóttamanna á danska þinginu. „Ég einfaldlega skil ekki hvers vegna hún ætti að vera ræðumaður á svona viðburði,“ segir Helga Vala á vef TV2. Alþingi Tengdar fréttir Pia í skýjunum með Íslandsferðina Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. 19. júlí 2018 08:23 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segir gagnrýni íslenskra þingmanna á þátttöku hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í gær fáránlega og til skammar. Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. Pia segir þingmennina augljóslega ekki hafa hugmynd um hvað er að gerast í heiminum eða í systurflokki þeirra í Danmörku, og vísar þar væntanlega til sósíal-demókrata sem hafa tekið upp harðari stefnu í málefnum innflytjenda í landinu. Píratar sniðgengu hátíðarfundinn á Þingvöllum í gær vegna þátttöku Piu og þá voru ýmsir þingmenn með barmmerki sem á stóð Nej, til racisme en Pia er umdeild vegna stefnu flokks hennar í málefnum innflytjenda og orðræðu hennar gegn fjölmenningu og íslam. „Það er rétt að Píratar tóku ekki þátt en ég get í raun ekki gert að því þótt sumir séu illa upp aldir og sjái ekki að þegar þú ert að bjóða forseta danska þingsins, en ekki mér sjálfri persónulega, þá er þetta í raun ekki niðurlæging fyrir mig,“ segir Pia sem kveðst ekki hafa tekið mikið eftir gagnrýni eða mótmælum á þátttöku hennar á fundinum. Helga Vala segir í samtali við TV2 að hún hafi ekki verið að sýna andstöðu sína við danska þingið, dönsku ríkisstjórnina eða dönsku þjóðina, heldur hafi hún verið að láta í ljós hvað henni þætti um það hvernig Pia hefur breytt viðhorfi til innflytjenda og flóttamanna á danska þinginu. „Ég einfaldlega skil ekki hvers vegna hún ætti að vera ræðumaður á svona viðburði,“ segir Helga Vala á vef TV2.
Alþingi Tengdar fréttir Pia í skýjunum með Íslandsferðina Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. 19. júlí 2018 08:23 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Pia í skýjunum með Íslandsferðina Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. 19. júlí 2018 08:23
Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56
Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44