Segja rafrettu-æði unglinga áhyggjuefni Sighvatur skrifar 3. júlí 2018 06:00 Notkun á rafrettum hefur aukist mikið að undanförnu. Vísir/Getty „Það er tilfinning okkar í félagsmiðstöðvum borgarinnar að notkun unglinga á rafrettum hafi aukist mikið undanfarið skólaár og nú í sumar. Sumir unglinganna tala nú um að toppnum sé náð en það fer kannski eftir vinahópum,“ segir Andrea Marel, deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Tjörninni. Samkvæmt rannsókn um lýðheilsu ungs fólks sem unnin var af rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu höfðu rúm 45 prósent 10. bekkinga á landinu einhvern tímann prófað rafrettur. Ellefu prósent 10. bekkinga notuðu rafrettur daglega. Andrea segir að þótt notkun rafretta sé bönnuð í félagsmiðstöðvum verði starfsmenn mikið varir við þær. „Þetta þykir spennandi og þetta er mikið rætt meðal unglinganna. Okkur finnst þessi þróun töluvert áhyggjuefni. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa aldrei reykt sígarettur, þannig að rafretturnar eru ekki að virka sem forvörn eða lyf til að hætta reykingum hjá þessum hópi.“ Aðspurð segir Andrea að starfsmenn félagsmiðstöðva sjái notkun á rafrettum alveg niður í 7. bekk en notkunin sé mest í 8. til 10. bekk.Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarnaVísirViðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis, tekur undir með Andreu að það sé áhyggjuefni hversu margt ungt fólk sem ekki hafi reykt noti rafrettur. „Ég held að það þurfi að taka þessa umræðu um rafrettur í tvennu lagi. Annars vegar sem tæki til að hjálpa fólki að hætta að reykja en hins vegar þarf að fylgjast vel með þessari miklu aukningu á notkun ungs fólks á rafrettum,“ segir Viðar. Fjallað var um Tóbakskönnun 2018 í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfs Landlæknis. Þar kemur fram að um 5 prósent landsmanna 18 ára og eldri nota rafrettur daglega. Notkunin er mest í yngsta aldurshópnum en 8 prósent 18 til 24 ára nota rafrettur daglega og 9 prósent í aldurshópnum 25 til 34 ára. Í könnuninni 2015 mældist engin dagleg notkun í umræddum aldurshópum. Samhliða aukinni notkun rafretta hjá yngstu aldurshópunum hefur dregið úr daglegum reykingum. Álfgeir Logi Kristjánsson, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir það vægast sagt sérstakt að á Íslandi hafi stór hluti þeirra krakka sem noti rafrettur aldrei notað tóbak. Rannsóknir erlendis dragi fram ólíka mynd. Þar sé afar fágætt að krakkar sem noti rafrettur hafi ekki reykt áður. „Tóbaksreykingar meðal nemenda efstu bekkja grunnskóla hafa nánast staðið í stað frá 2012 og minnkað mikið síðastliðin 20 ár. Tíðni rafrettunotkunar hefur hins vegar stóraukist frá 2015. Þessi hugmynd, að rafrettur komi í stað reykinga, gengur ekki upp í þessum hópi. Hvort þetta muni leiða til aukinna reykinga síðar er samt útilokað að segja til um á þessu stigi,“ segir Álfgeir. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að banna rafrettureykingar á veitinga- og skemmtistöðum Stjórn Læknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að leggja fram lagabreytingartillögu við nýjum lögum um rafrettur. 21. júní 2018 10:31 Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30 Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
„Það er tilfinning okkar í félagsmiðstöðvum borgarinnar að notkun unglinga á rafrettum hafi aukist mikið undanfarið skólaár og nú í sumar. Sumir unglinganna tala nú um að toppnum sé náð en það fer kannski eftir vinahópum,“ segir Andrea Marel, deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Tjörninni. Samkvæmt rannsókn um lýðheilsu ungs fólks sem unnin var af rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu höfðu rúm 45 prósent 10. bekkinga á landinu einhvern tímann prófað rafrettur. Ellefu prósent 10. bekkinga notuðu rafrettur daglega. Andrea segir að þótt notkun rafretta sé bönnuð í félagsmiðstöðvum verði starfsmenn mikið varir við þær. „Þetta þykir spennandi og þetta er mikið rætt meðal unglinganna. Okkur finnst þessi þróun töluvert áhyggjuefni. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa aldrei reykt sígarettur, þannig að rafretturnar eru ekki að virka sem forvörn eða lyf til að hætta reykingum hjá þessum hópi.“ Aðspurð segir Andrea að starfsmenn félagsmiðstöðva sjái notkun á rafrettum alveg niður í 7. bekk en notkunin sé mest í 8. til 10. bekk.Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarnaVísirViðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis, tekur undir með Andreu að það sé áhyggjuefni hversu margt ungt fólk sem ekki hafi reykt noti rafrettur. „Ég held að það þurfi að taka þessa umræðu um rafrettur í tvennu lagi. Annars vegar sem tæki til að hjálpa fólki að hætta að reykja en hins vegar þarf að fylgjast vel með þessari miklu aukningu á notkun ungs fólks á rafrettum,“ segir Viðar. Fjallað var um Tóbakskönnun 2018 í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfs Landlæknis. Þar kemur fram að um 5 prósent landsmanna 18 ára og eldri nota rafrettur daglega. Notkunin er mest í yngsta aldurshópnum en 8 prósent 18 til 24 ára nota rafrettur daglega og 9 prósent í aldurshópnum 25 til 34 ára. Í könnuninni 2015 mældist engin dagleg notkun í umræddum aldurshópum. Samhliða aukinni notkun rafretta hjá yngstu aldurshópunum hefur dregið úr daglegum reykingum. Álfgeir Logi Kristjánsson, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir það vægast sagt sérstakt að á Íslandi hafi stór hluti þeirra krakka sem noti rafrettur aldrei notað tóbak. Rannsóknir erlendis dragi fram ólíka mynd. Þar sé afar fágætt að krakkar sem noti rafrettur hafi ekki reykt áður. „Tóbaksreykingar meðal nemenda efstu bekkja grunnskóla hafa nánast staðið í stað frá 2012 og minnkað mikið síðastliðin 20 ár. Tíðni rafrettunotkunar hefur hins vegar stóraukist frá 2015. Þessi hugmynd, að rafrettur komi í stað reykinga, gengur ekki upp í þessum hópi. Hvort þetta muni leiða til aukinna reykinga síðar er samt útilokað að segja til um á þessu stigi,“ segir Álfgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að banna rafrettureykingar á veitinga- og skemmtistöðum Stjórn Læknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að leggja fram lagabreytingartillögu við nýjum lögum um rafrettur. 21. júní 2018 10:31 Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30 Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Skora á stjórnvöld að banna rafrettureykingar á veitinga- og skemmtistöðum Stjórn Læknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að leggja fram lagabreytingartillögu við nýjum lögum um rafrettur. 21. júní 2018 10:31
Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30
Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56