Óljós staða eftir samkomulag Merkel og Seehofer Atli Ísleifsson skrifar 3. júlí 2018 08:37 Fjármálaráðherrann þýski Olaf Scholz, Andrea Nahle, leiðtofi þýskra Jafnaðarmanna, og Angela Merkel Þýskalandskanslari. Vísir/ap Staðan í þýskum stjórnmálum er enn nokkuð óskýr og óvíst er um framhaldið eftir að Angelu Merkel Þýskalandskanslara og innanríkisráðherranum Horst Seehofer tókst í gærkvöldi að komast að samkomulagi sín á milli varðandi innflytjendastefnu þýsku stjórnarinnar. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Seehofer, leiðtogi CSU, systurflokks CDU, flokks Merkel, gegni áfram embætti innanríkisráðherra, en hann hafði áður boðist til að segja af sér. Enn er óljóst hver afstaða þriðja stjórnarflokksins, Jafnaðarmannaflokksins, er í málinu og hvernig hann muni bregðast við samkomulagi þeirra Merkel og Seehofer.Viðkomumiðstöðvar Seehofer og CSU-flokkur hans, Kristilegir demókratar í Bæjaralandi, hafði talað fyrir því að þýska stjórnin tæki upp harðari stefnu í innflytjendamálum og að þýskum yfirvöldum yrði heimilt að vísa frá hælisleitendum, sem hafi áður verið skráðir í öðrum aðildarríkjum ESB, við þýsku landamærin. Merkel hefur hins vegar talað fyrir samevrópskri lausn á vandanum eftir leiðtogafund aðildarríkja ESB í síðustu viku. Samkomulag Merkel og Seehofer felur meðal annars stofnun viðkomamiðstöðva í Þýskalandi fyrir hælisleitendur, þangað sem þeir verða sendir til að síðar verða sendir til þeirra ríkja þaðan sem þeir komu. Spiegel greinir frá því að ekki sé um neina raunverulega lausn að ræða, heldur einungis verið að koma vandamálinu yfir á Jafnaðarmenn um hvert framhaldið verður.Beðið eftir Nahle Jafnaðarmenn hafa áður hafnað lausn sem þessari og lendir það nú á borði leiðtoga Jafnaðarmanna, Andreu Nahle, að bregðast við útspili leiðtoga hinna flokkanna í ríkisstjórn. Þarf hún að finna leið til að svíkja ekki stefnu Jafnaðarmannaflokksins, og hins vegar koma í veg fyrir að ríkisstjórnin, sem marga mánuði tók að mynda eftir kosningarnar í september síðastliðinn, falli. AFP greinir sömuleiðis frá því að augu manna muni beinast að Austurríki og hvernig ríkisstjórnin þar í landi bregðist við stefnu Þjóðverja. Í yfirlýsingu frá austurrískum stjórnvöldum kemur fram að Austurríkismenn muni „neyðast til að bregðast við“ ef samkomulag Merkel og Seehofer verði að opinberri stefnu Þýskalandsstjórnar. Viðbrögð Austurríkismanna kynnu að verða að herða verulega eftirlit á landamærum Austurríkis að Ítalíu og Slóveníu, sem myndi mögulega leiða til viðbragða af hálfu nágrannanna í suðri. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Staðan í þýskum stjórnmálum er enn nokkuð óskýr og óvíst er um framhaldið eftir að Angelu Merkel Þýskalandskanslara og innanríkisráðherranum Horst Seehofer tókst í gærkvöldi að komast að samkomulagi sín á milli varðandi innflytjendastefnu þýsku stjórnarinnar. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Seehofer, leiðtogi CSU, systurflokks CDU, flokks Merkel, gegni áfram embætti innanríkisráðherra, en hann hafði áður boðist til að segja af sér. Enn er óljóst hver afstaða þriðja stjórnarflokksins, Jafnaðarmannaflokksins, er í málinu og hvernig hann muni bregðast við samkomulagi þeirra Merkel og Seehofer.Viðkomumiðstöðvar Seehofer og CSU-flokkur hans, Kristilegir demókratar í Bæjaralandi, hafði talað fyrir því að þýska stjórnin tæki upp harðari stefnu í innflytjendamálum og að þýskum yfirvöldum yrði heimilt að vísa frá hælisleitendum, sem hafi áður verið skráðir í öðrum aðildarríkjum ESB, við þýsku landamærin. Merkel hefur hins vegar talað fyrir samevrópskri lausn á vandanum eftir leiðtogafund aðildarríkja ESB í síðustu viku. Samkomulag Merkel og Seehofer felur meðal annars stofnun viðkomamiðstöðva í Þýskalandi fyrir hælisleitendur, þangað sem þeir verða sendir til að síðar verða sendir til þeirra ríkja þaðan sem þeir komu. Spiegel greinir frá því að ekki sé um neina raunverulega lausn að ræða, heldur einungis verið að koma vandamálinu yfir á Jafnaðarmenn um hvert framhaldið verður.Beðið eftir Nahle Jafnaðarmenn hafa áður hafnað lausn sem þessari og lendir það nú á borði leiðtoga Jafnaðarmanna, Andreu Nahle, að bregðast við útspili leiðtoga hinna flokkanna í ríkisstjórn. Þarf hún að finna leið til að svíkja ekki stefnu Jafnaðarmannaflokksins, og hins vegar koma í veg fyrir að ríkisstjórnin, sem marga mánuði tók að mynda eftir kosningarnar í september síðastliðinn, falli. AFP greinir sömuleiðis frá því að augu manna muni beinast að Austurríki og hvernig ríkisstjórnin þar í landi bregðist við stefnu Þjóðverja. Í yfirlýsingu frá austurrískum stjórnvöldum kemur fram að Austurríkismenn muni „neyðast til að bregðast við“ ef samkomulag Merkel og Seehofer verði að opinberri stefnu Þýskalandsstjórnar. Viðbrögð Austurríkismanna kynnu að verða að herða verulega eftirlit á landamærum Austurríkis að Ítalíu og Slóveníu, sem myndi mögulega leiða til viðbragða af hálfu nágrannanna í suðri.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42
Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45