Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 14:48 Frá fundi heilbrigðisyfirvalda og velferðarnefndar í dag. Á meðal viðstaddra voru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller, landlæknir. Mynd/Friðrik Fjármála- og efnahagsráðuneytið vekur sérstaka athygli á því að árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur BHM-félög.Sjá einnig: Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. Þar hefur ráðuneytið tekið saman lista af upplýsingum er varða deilu ljósmæðra við ríkið. Þá kemur einnig fram að á tímabilinu 2007-2017 hafi stöðugildum ljósmæðra hjá ríkinu fjölgað um 33% en fæðingum fækkað um rúm 8%. Þróun fjölda stöðugilda ljósmæðra og fjölda fæðinga á þessu tímabili má sjá á meðfylgjandi mynd hér að neðan.Stöðugildi ljósmæðra og fjöldi fæddra, tímabilið 2007 – 2017. Fjöldi fæðinga er meðalfjöldi fæðinga á mánuði og stöðugildi er meðalfjöldi stöðugilda á mánuði.Mynd/FjármálaráðuneytiðAuk þess hafi meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf árið 2017 verið 573 þúsund krónur. Á mynd 2 má sjá þróun vísitölu dagvinnulauna ljósmæðra í samanburði við launavísitölu og samanburðarstéttir. Þá hafi meðalheildarlaun ljósmæðra fyrir fullt starf árið 2017 verið 848 þúsund krónur á mánuði. Á mynd 3 má sjá þróun heildarlauna ljósmæðra samanborið við samanburðarstéttir. Ráðuneytið lætur auk þess fylgja töflu þar sem sjá má samanburð á meðaldagvinnu- og heildarlaunum BHM-félaga 2017. Þróun dagvinnulauna 2007-2017.Mynd/FjármálaráðuneytiðÞróun heildarlauna 2007-2017.Mynd/FjármálaráðuneytiðMynd/FjármálaráðuneytiðAð síðustu segir í yfirlýsingu ráðuneytisins að það sé einlægur vilji stjórnvalda að ljúka deilunni við ljósmæður eins fljótt og kostur er. Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag. 3. júlí 2018 12:12 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið vekur sérstaka athygli á því að árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur BHM-félög.Sjá einnig: Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. Þar hefur ráðuneytið tekið saman lista af upplýsingum er varða deilu ljósmæðra við ríkið. Þá kemur einnig fram að á tímabilinu 2007-2017 hafi stöðugildum ljósmæðra hjá ríkinu fjölgað um 33% en fæðingum fækkað um rúm 8%. Þróun fjölda stöðugilda ljósmæðra og fjölda fæðinga á þessu tímabili má sjá á meðfylgjandi mynd hér að neðan.Stöðugildi ljósmæðra og fjöldi fæddra, tímabilið 2007 – 2017. Fjöldi fæðinga er meðalfjöldi fæðinga á mánuði og stöðugildi er meðalfjöldi stöðugilda á mánuði.Mynd/FjármálaráðuneytiðAuk þess hafi meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf árið 2017 verið 573 þúsund krónur. Á mynd 2 má sjá þróun vísitölu dagvinnulauna ljósmæðra í samanburði við launavísitölu og samanburðarstéttir. Þá hafi meðalheildarlaun ljósmæðra fyrir fullt starf árið 2017 verið 848 þúsund krónur á mánuði. Á mynd 3 má sjá þróun heildarlauna ljósmæðra samanborið við samanburðarstéttir. Ráðuneytið lætur auk þess fylgja töflu þar sem sjá má samanburð á meðaldagvinnu- og heildarlaunum BHM-félaga 2017. Þróun dagvinnulauna 2007-2017.Mynd/FjármálaráðuneytiðÞróun heildarlauna 2007-2017.Mynd/FjármálaráðuneytiðMynd/FjármálaráðuneytiðAð síðustu segir í yfirlýsingu ráðuneytisins að það sé einlægur vilji stjórnvalda að ljúka deilunni við ljósmæður eins fljótt og kostur er.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag. 3. júlí 2018 12:12 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46
Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00
Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag. 3. júlí 2018 12:12
Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41