Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson og Sigurður Mikael Jónsson skrifa 5. júlí 2018 06:00 Gissur Pétursson, formaður FFR. vísir/vilhelm „Mér finnst ekki mikill sómi að þessari niðurstöðu. Lögin um kjararáð tilgreina að ákvörðun skuli taka mið af launaþróun í landinu og hjá sambærilegum hópum. Hún hefur verið mun meiri en þrjú prósent,“ segir Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga og settur framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um ákvörðun kjararáðs sem birtist í fyrradag. Margir forstöðumenn bera þar skarðan hlut frá borði og eru ósáttir við niðurstöðuna. Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) mun funda um afgreiðslu kjararáðs eftir helgi. Formaður félagsins, Gissur Pétursson, segir að ekki hafi allir fengið svar við erindum sínum. „Það er allt með miklum ólíkindum í kringum þetta sáluga ráð. En ég ætla að í það minnsta þeir sem ekkert svar hafa fengið séu mjög ósáttir. Þessi afgreiðsla er mjög almenn og allur pakkinn tekinn í heilu lagi. Hver og einn forstöðumaður er að leggja fram rök fyrir sínu máli en svo er öllum erindunum safnað saman og svarað á einu bretti. Ég er raunar mest hissa á að þeim hafi verið svarað, ég hafði gefið upp alla von,“ segir Gissur.Sjá einnig: Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Forstjórar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja niðurstöðuna valda vonbrigðum og vera langt undir launaþróun. Mörg erindanna lágu á borði kjararáðs um árabil og langt var síðan margir fengu síðast ákvörðuð laun. Þrátt fyrir það var uppskeran rýr hjá mörgum sem gagnrýna ógagnsæja og ófullnægjandi málsmeðferð ráðsins. Forstjórarnir telja að í einhverjum tilvikum hafi verið um verðskuldaðar hækkanir að ræða en á öðrum stöðum hafi afgreiðsla málsins verið með ólíkindum. Röksemda að baki erindum hafi í engu verið getið og ekkert tillit tekið til þeirra. Um „málamyndaafgreiðslu“ hafi verið að ræða. Þá hafi hækkanirnar sem fram koma oftar en ekki verið fjarri því að halda í við launaþróun. „Það er nánast að mann langi til að vera bara starfsmaður á plani hérna fyrir sömu laun og minni ábyrgð,“ segir einn þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
„Mér finnst ekki mikill sómi að þessari niðurstöðu. Lögin um kjararáð tilgreina að ákvörðun skuli taka mið af launaþróun í landinu og hjá sambærilegum hópum. Hún hefur verið mun meiri en þrjú prósent,“ segir Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga og settur framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um ákvörðun kjararáðs sem birtist í fyrradag. Margir forstöðumenn bera þar skarðan hlut frá borði og eru ósáttir við niðurstöðuna. Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) mun funda um afgreiðslu kjararáðs eftir helgi. Formaður félagsins, Gissur Pétursson, segir að ekki hafi allir fengið svar við erindum sínum. „Það er allt með miklum ólíkindum í kringum þetta sáluga ráð. En ég ætla að í það minnsta þeir sem ekkert svar hafa fengið séu mjög ósáttir. Þessi afgreiðsla er mjög almenn og allur pakkinn tekinn í heilu lagi. Hver og einn forstöðumaður er að leggja fram rök fyrir sínu máli en svo er öllum erindunum safnað saman og svarað á einu bretti. Ég er raunar mest hissa á að þeim hafi verið svarað, ég hafði gefið upp alla von,“ segir Gissur.Sjá einnig: Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Forstjórar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja niðurstöðuna valda vonbrigðum og vera langt undir launaþróun. Mörg erindanna lágu á borði kjararáðs um árabil og langt var síðan margir fengu síðast ákvörðuð laun. Þrátt fyrir það var uppskeran rýr hjá mörgum sem gagnrýna ógagnsæja og ófullnægjandi málsmeðferð ráðsins. Forstjórarnir telja að í einhverjum tilvikum hafi verið um verðskuldaðar hækkanir að ræða en á öðrum stöðum hafi afgreiðsla málsins verið með ólíkindum. Röksemda að baki erindum hafi í engu verið getið og ekkert tillit tekið til þeirra. Um „málamyndaafgreiðslu“ hafi verið að ræða. Þá hafi hækkanirnar sem fram koma oftar en ekki verið fjarri því að halda í við launaþróun. „Það er nánast að mann langi til að vera bara starfsmaður á plani hérna fyrir sömu laun og minni ábyrgð,“ segir einn þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30
Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00