Býst við að skrifa undir hjá Hamburg á allra næstu dögum Hjörvar Ólafsson skrifar 5. júlí 2018 10:00 Aron Rafn var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en góð frammistaða hans hjá ÍBV er að skila honum öðru tækifæri í atvinnumennsku. Vísir/Ernir Handboltamarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er að öllum líkindum á leið frá ÍBV til þýska B-deildarliðins Hamburger Sport-Verein. Aron Rafn sagði í samtali við Fréttablaðið að viðræður hans við félagið væru komnar á lokastig og í raun formsatriði að binda alla lausa hnúta. „Ég býst við því að skrifa undir hjá þeim á næstu dögum. Það er hins vegar ekkert í höfn enn og ég veit það vel að hlutir geta verið fljótir að breytast í þessum bransa. Eins og staðan er hins vegar núna er aftur á móti ekkert sem getur í komið veg fyrir að ég verði orðinn leikmaður liðsins öðrum hvorum megin við helgina,“ sagði Aron Rafn þegar Fréttablaðið kannaði stöðu mála á félagaskiptum hans til þýska liðsins. Hann staldraði ekki lengi við á Íslandi en hann samdi við ÍBV síðasta sumar. „Það var á stefnuskránni að taka bara eitt keppnistímabil hér heima og fara svo aftur út. Tímabilið gat ekki gengið betur og það er gaman að kveðja ÍBV sem þrefaldur meistari og hafa verið valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar var góður bónus. Eftir erfiða byrjun á leiktíðinni var gott hvernig málin þróuðust hjá mér og að ég hafi náð að bæta minn leik svo eftir var tekið,“ sagði Aron.Sofandi risi Hamburger Sport-Verein hefur gengið í gegnum miklar sveiflur á síðustu árum. Liðið varð bikarmeistari 2010, Þýskalandsmeistari 2011 og vann Meistaradeild Evrópu 2013. Síðan lenti félagið í miklum fjárhagsvandræðum og eftir að hafa barist í bökkum var það úrskurðað gjaldþrota í desember árið 2015. Félagið var í kjölfarið dæmt niður í þriðju efstu deild. Næstu ár þar á eftir fóru í endurskipulagningu á rekstri félagsins og uppbyggingu á leikmannahópi liðsins. Liðið vann C-deildina í vor og mun þar af leiðandi vera nýliði í B-deildinni á næstu leiktíð. „Ég hef engar áhyggjur af því að það sé ekki allt í toppmálum hvað fjármálin varðar hjá félaginu. Mér skilst að það séu bæði fleiri og öflugri bakhjarlar hjá félaginu en þegar það fór á hausinn. Þá hafi verið teknar skynsamlegri ákvarðanir hvað varðar útgjöld og boginn ekki spenntur jafn hátt í leikmannakaupum og launakostnaði. Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu og vona að ég geti hjálpað liðinu að komast í efstu deild sem er markmiðið hjá liðinu,“ sagði Aron Rafn um stöðu mála hjá Hamburger Sport-Verein. Ef að líkum lætur verður Hamburger Sport-Verein fjórða erlenda liðið sem Aron Rafn leikur með, en þessi uppaldi Haukamaður hefur áður leikið með þýska liðinu SG BBM Bietigheim, sænska liðinu Eskilstuna Guif og danska liðinu Álaborg. Aron Rafn er þriðji íslenski markvörðurinn sem heldur út í atvinnumennsku í sumar, en Ágúst Elí Björgvinsson fór frá FH til Eskilstuna Guif. Þá söðlaði Björgvin Páll Gústavsson um og gekk til liðs við Skjern frá Haukum. Það eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið að þeir íslensku markmenn sem hafa séð um að verja mark liðsins undanfarið verði allir á mála hjá erlendum liðum á næsta keppnistímabili. Olís-deild karla Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Handboltamarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er að öllum líkindum á leið frá ÍBV til þýska B-deildarliðins Hamburger Sport-Verein. Aron Rafn sagði í samtali við Fréttablaðið að viðræður hans við félagið væru komnar á lokastig og í raun formsatriði að binda alla lausa hnúta. „Ég býst við því að skrifa undir hjá þeim á næstu dögum. Það er hins vegar ekkert í höfn enn og ég veit það vel að hlutir geta verið fljótir að breytast í þessum bransa. Eins og staðan er hins vegar núna er aftur á móti ekkert sem getur í komið veg fyrir að ég verði orðinn leikmaður liðsins öðrum hvorum megin við helgina,“ sagði Aron Rafn þegar Fréttablaðið kannaði stöðu mála á félagaskiptum hans til þýska liðsins. Hann staldraði ekki lengi við á Íslandi en hann samdi við ÍBV síðasta sumar. „Það var á stefnuskránni að taka bara eitt keppnistímabil hér heima og fara svo aftur út. Tímabilið gat ekki gengið betur og það er gaman að kveðja ÍBV sem þrefaldur meistari og hafa verið valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar var góður bónus. Eftir erfiða byrjun á leiktíðinni var gott hvernig málin þróuðust hjá mér og að ég hafi náð að bæta minn leik svo eftir var tekið,“ sagði Aron.Sofandi risi Hamburger Sport-Verein hefur gengið í gegnum miklar sveiflur á síðustu árum. Liðið varð bikarmeistari 2010, Þýskalandsmeistari 2011 og vann Meistaradeild Evrópu 2013. Síðan lenti félagið í miklum fjárhagsvandræðum og eftir að hafa barist í bökkum var það úrskurðað gjaldþrota í desember árið 2015. Félagið var í kjölfarið dæmt niður í þriðju efstu deild. Næstu ár þar á eftir fóru í endurskipulagningu á rekstri félagsins og uppbyggingu á leikmannahópi liðsins. Liðið vann C-deildina í vor og mun þar af leiðandi vera nýliði í B-deildinni á næstu leiktíð. „Ég hef engar áhyggjur af því að það sé ekki allt í toppmálum hvað fjármálin varðar hjá félaginu. Mér skilst að það séu bæði fleiri og öflugri bakhjarlar hjá félaginu en þegar það fór á hausinn. Þá hafi verið teknar skynsamlegri ákvarðanir hvað varðar útgjöld og boginn ekki spenntur jafn hátt í leikmannakaupum og launakostnaði. Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu og vona að ég geti hjálpað liðinu að komast í efstu deild sem er markmiðið hjá liðinu,“ sagði Aron Rafn um stöðu mála hjá Hamburger Sport-Verein. Ef að líkum lætur verður Hamburger Sport-Verein fjórða erlenda liðið sem Aron Rafn leikur með, en þessi uppaldi Haukamaður hefur áður leikið með þýska liðinu SG BBM Bietigheim, sænska liðinu Eskilstuna Guif og danska liðinu Álaborg. Aron Rafn er þriðji íslenski markvörðurinn sem heldur út í atvinnumennsku í sumar, en Ágúst Elí Björgvinsson fór frá FH til Eskilstuna Guif. Þá söðlaði Björgvin Páll Gústavsson um og gekk til liðs við Skjern frá Haukum. Það eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið að þeir íslensku markmenn sem hafa séð um að verja mark liðsins undanfarið verði allir á mála hjá erlendum liðum á næsta keppnistímabili.
Olís-deild karla Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira