Fjársjóður framtíðar Jón Atli Benediktsson skrifar 6. júlí 2018 07:00 Við lifum á tímum örra breytinga sem fela í sér ótal spennandi tækifæri fyrir ungt fólk. Háskólar eru aflvakar nýsköpunar og breytinga í atvinnu- og þjóðlífi. Flestar tækninýjungar og uppgötvanir sem kollvarpað hafa lífsháttum okkar eiga með einum eða öðrum hætti rætur að rekja til háskólanna. Til þeirra má einnig rekja nýja strauma og stefnur í heimspeki, bókmenntum, hagfræði og stjórnmálum sem gerbylt hafa hugmyndum okkar um einstaklinginn og samfélagið. Í nýlegri yfirlýsingu evrópskra menntamálaráðherra er vikið sérstaklega að þessu og lögð áhersla á að hlúa að háskólastarfi, akademísku frelsi og heilindum, verja sjálfstæði háskólanna, tryggja virka þátttöku nemenda og stuðla að samfélagslegri ábyrgð og jafnrétti. Sé horft til þeirra ævintýralegu tæknibreytinga og flóknu áskorana sem framundan eru og krefjast nýrra og þverfræðilegra lausna, sést að aldrei áður hefur verið jafnbrýn þörf fyrir fólk með fjölbreytta háskólamenntun og einmitt nú. Við skulum hafa þetta í huga þegar rætt er um takmarkanir á aðgengi að háskólanámi og þeirri spurningu er velt upp hvort of margir úr hverjum árgangi ljúki háskólanámi. Sterk rök hníga að því að okkar fámenna þjóð megi engan missa þegar kemur að nýtingu hugvits og mannauðs. Mikilvægt er að ungt fólk hér á landi, karlar til jafns við konur, fái tækifæri til að stunda háskólanám og að börn innflytjenda séu ekki afskipt þegar kemur að háskólamenntun. Í okkar litla samfélagi eru nú vel yfir tíu prósent þjóðarinnar af erlendu bergi brotin en hlutfallsleg þátttaka þeirra í háskólanámi er mun minni. Háskólamenntun er undirstaða framfara en rannsóknir sýna að háskólagráða er líka ein besta fjárfesting einstaklingsins á lífsleiðinni. Gildi hennar birtist ekki síst í því að þeir sem lokið hafa háskólanámi telja sig almennt búa við meiri starfsánægju, betri heilsu, meiri hamingju og eru líklegri til að vera virkir í lýðræðissamfélagi en almennt gengur og gerist. Þannig eru háskólar fjársjóður framtíðar.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Skóla - og menntamál Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum örra breytinga sem fela í sér ótal spennandi tækifæri fyrir ungt fólk. Háskólar eru aflvakar nýsköpunar og breytinga í atvinnu- og þjóðlífi. Flestar tækninýjungar og uppgötvanir sem kollvarpað hafa lífsháttum okkar eiga með einum eða öðrum hætti rætur að rekja til háskólanna. Til þeirra má einnig rekja nýja strauma og stefnur í heimspeki, bókmenntum, hagfræði og stjórnmálum sem gerbylt hafa hugmyndum okkar um einstaklinginn og samfélagið. Í nýlegri yfirlýsingu evrópskra menntamálaráðherra er vikið sérstaklega að þessu og lögð áhersla á að hlúa að háskólastarfi, akademísku frelsi og heilindum, verja sjálfstæði háskólanna, tryggja virka þátttöku nemenda og stuðla að samfélagslegri ábyrgð og jafnrétti. Sé horft til þeirra ævintýralegu tæknibreytinga og flóknu áskorana sem framundan eru og krefjast nýrra og þverfræðilegra lausna, sést að aldrei áður hefur verið jafnbrýn þörf fyrir fólk með fjölbreytta háskólamenntun og einmitt nú. Við skulum hafa þetta í huga þegar rætt er um takmarkanir á aðgengi að háskólanámi og þeirri spurningu er velt upp hvort of margir úr hverjum árgangi ljúki háskólanámi. Sterk rök hníga að því að okkar fámenna þjóð megi engan missa þegar kemur að nýtingu hugvits og mannauðs. Mikilvægt er að ungt fólk hér á landi, karlar til jafns við konur, fái tækifæri til að stunda háskólanám og að börn innflytjenda séu ekki afskipt þegar kemur að háskólamenntun. Í okkar litla samfélagi eru nú vel yfir tíu prósent þjóðarinnar af erlendu bergi brotin en hlutfallsleg þátttaka þeirra í háskólanámi er mun minni. Háskólamenntun er undirstaða framfara en rannsóknir sýna að háskólagráða er líka ein besta fjárfesting einstaklingsins á lífsleiðinni. Gildi hennar birtist ekki síst í því að þeir sem lokið hafa háskólanámi telja sig almennt búa við meiri starfsánægju, betri heilsu, meiri hamingju og eru líklegri til að vera virkir í lýðræðissamfélagi en almennt gengur og gerist. Þannig eru háskólar fjársjóður framtíðar.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar