Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2018 20:30 Björn Halldórsson, bóndi í Vopnafirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. Rætt var við Björn Halldórsson, bónda á Akri í Vopnafirði, í fréttum Stöðvar 2. Einn ríkasti maður Bretlands, James Ratcliffe, hefur eignast fjórar laxveiðijarðir í Vopnafirði, við Hofsá og Sunnudalsá. Hann keypti einnig Grímsstaði á Fjöllum, jarðaparta við Hafralónsá í Þistilfirði og þar úr sveit heyrist að hann sé núna að reyna að kaupa þar fleiri jarðir.Grumman Gulfstream einkaþota Jim Ratcliffes á Egilsstaðaflugvelli. Auðjöfurinn hefur sagst í viðtali kaupa jarðirnar af umhyggju fyrir íslenskri náttúru.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að þetta sé ágætis maður. En það að samfélagið og stjórnkerfið á Íslandi skuli leyfa þetta, - að það skuli ekki taka í taumana og hugsa fram í tímann. Þessi maður var hérna dálítið í fyrrasumar, maður sá að þotan var að fljúga hér yfir. Hann er alltaf á einkaþotu hérna. Hann hefur svo sem ekkert, held ég, verið að gera neitt annað en kannski eitthvað að veiða fisk.“ Björn hefur um áraraðir verið í forystusveit bænda, bæði á Austurlandi og á landsvísu, og setið í sveitarstjórn Vopnafjarðar. Hann kveðst hafa skilning á því að fólk vilji selja. „Þú myndir ekki neita því ef þú fengir tvöfalt verð fyrir íbúðina þína í Reykjavík, eða húsið þitt. En það gildir bara annað, finnst mér, um land.“Björn bendir inn í Vopnafjörð þar sem jarðir Ratcliffes eru. Sú næsta er þrjá kílómetra frá jörð Björns.Stöð 2/Arnar Halldósson.Björn segir full rök fyrir því að stjórnvöld grípi í taumana með sama hætti og komið sé í veg fyrir að útlendingar eignist fiskimiðin. „Fiskveiðiauðlindina. En það eru engin ákvæði um það að auðlind á landi sé með nokkrum hætti hægt að hefta, nema þá hugsanlega aðila sem ekki eru innan EES-svæðisins.“ -Er þetta að skaða sveitirnar nú þegar? „Það er engin spurning. Það er algerlega undir eigendum jarðanna komið hvort þær eru setnar, hvort þær eru nýttar, hvort það er einhver rekstur.“Séð yfir Hofsárdal í átt til Sunnudals. Veiðihús Hofsár fyrir miðri mynd.Stöð 2/Arnar HalldórssonBjörn segir tekjur sveitarfélagsins skerðast þegar starfsemi hætti á jörðum. „Þá er ekkert annað en fasteignagjöld. Það eru engar aðrar tekjur af þessu fyrir samfélögin, þessi litlu samfélög.“Séð inn Hofsárdal. Bærinn Bustarfell fyrir miðri mynd.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki í veg fyrir að verðmæti í formi lands færist í hendur útlendinga. „Að þau skuli ekki vera tryggð í eigu þjóðarinnar með einhverjum hætti. Mér finnst það. Mér finnst það bara aumingjaskapur dauðans,“ segir Björn Halldórsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. 14. maí 2018 08:00 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. Rætt var við Björn Halldórsson, bónda á Akri í Vopnafirði, í fréttum Stöðvar 2. Einn ríkasti maður Bretlands, James Ratcliffe, hefur eignast fjórar laxveiðijarðir í Vopnafirði, við Hofsá og Sunnudalsá. Hann keypti einnig Grímsstaði á Fjöllum, jarðaparta við Hafralónsá í Þistilfirði og þar úr sveit heyrist að hann sé núna að reyna að kaupa þar fleiri jarðir.Grumman Gulfstream einkaþota Jim Ratcliffes á Egilsstaðaflugvelli. Auðjöfurinn hefur sagst í viðtali kaupa jarðirnar af umhyggju fyrir íslenskri náttúru.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að þetta sé ágætis maður. En það að samfélagið og stjórnkerfið á Íslandi skuli leyfa þetta, - að það skuli ekki taka í taumana og hugsa fram í tímann. Þessi maður var hérna dálítið í fyrrasumar, maður sá að þotan var að fljúga hér yfir. Hann er alltaf á einkaþotu hérna. Hann hefur svo sem ekkert, held ég, verið að gera neitt annað en kannski eitthvað að veiða fisk.“ Björn hefur um áraraðir verið í forystusveit bænda, bæði á Austurlandi og á landsvísu, og setið í sveitarstjórn Vopnafjarðar. Hann kveðst hafa skilning á því að fólk vilji selja. „Þú myndir ekki neita því ef þú fengir tvöfalt verð fyrir íbúðina þína í Reykjavík, eða húsið þitt. En það gildir bara annað, finnst mér, um land.“Björn bendir inn í Vopnafjörð þar sem jarðir Ratcliffes eru. Sú næsta er þrjá kílómetra frá jörð Björns.Stöð 2/Arnar Halldósson.Björn segir full rök fyrir því að stjórnvöld grípi í taumana með sama hætti og komið sé í veg fyrir að útlendingar eignist fiskimiðin. „Fiskveiðiauðlindina. En það eru engin ákvæði um það að auðlind á landi sé með nokkrum hætti hægt að hefta, nema þá hugsanlega aðila sem ekki eru innan EES-svæðisins.“ -Er þetta að skaða sveitirnar nú þegar? „Það er engin spurning. Það er algerlega undir eigendum jarðanna komið hvort þær eru setnar, hvort þær eru nýttar, hvort það er einhver rekstur.“Séð yfir Hofsárdal í átt til Sunnudals. Veiðihús Hofsár fyrir miðri mynd.Stöð 2/Arnar HalldórssonBjörn segir tekjur sveitarfélagsins skerðast þegar starfsemi hætti á jörðum. „Þá er ekkert annað en fasteignagjöld. Það eru engar aðrar tekjur af þessu fyrir samfélögin, þessi litlu samfélög.“Séð inn Hofsárdal. Bærinn Bustarfell fyrir miðri mynd.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki í veg fyrir að verðmæti í formi lands færist í hendur útlendinga. „Að þau skuli ekki vera tryggð í eigu þjóðarinnar með einhverjum hætti. Mér finnst það. Mér finnst það bara aumingjaskapur dauðans,“ segir Björn Halldórsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. 14. maí 2018 08:00 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53
Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. 14. maí 2018 08:00
Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00
Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45