Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2018 16:30 Björkin fæðingarstofa opnaði vorið 2017. Vísir/Vilhelm Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. Þetta segir Arney Þórarinsdóttir, annar eigenda Bjarkarinnar, í samtali við Vísi. „Síðustu viku, tíu daga hefur mikið borið á því að fólk sé að hringja og kanna hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá okkur og hvort það sé möguleiki að koma til okkar. Eins og staðan er núna þá erum við hins vegar fullbókaðar út september,“ segir Arney. Hún segir að það séu helst foreldrar sem eigi von á barni alveg á næstunni sem hafi verið að hringja að undanförnu. „Við erum hins vegar að sinna okkar skjólstæðingum síðustu vikur meðgöngunnar. Fólk er kannski í örvæntingu að finna einhverja leið í því ástandi sem ríkir.“Þannig að þið hefðuð glaðar viljað taka við fleirum en það er einfaldlega ekki möguleiki?„Það er alltaf erfitt að segja nei í þessari stöðu. En við vonumst nú til að þessi deila leysist fljótlega og að það verði allt í lagi. Það sem við finnum núna eru símtöl frá foreldrum sem eru með áhyggjur af ástandinu á spítalanum og eru þess vegna að hafa samband. Fram að því hafa það verið foreldrar sem velja þennan kost þar sem það hentar þeim. Það er nýtt að fá þessi símtöl,“ segir Arney.Ljósmæður Bjarkarinnar; Elva Rut Helgadóttir, Arney Þórarinsdóttir, Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Greta Matthíasdóttir, Emma Marie Swift og Hrafnhildur Halldórsdóttir.Fréttablaðið/GVALeyfa sér að vera bjartsýnar Um kjaradeilu ljósmæðra segir Arney að þær leyfi sér að vera bjartsýnar eftir samningafundinn í gær og að brátt sjái fyrir endann á þessari deilu. „Við lifum í voninni þar til annað kemur í ljós. Maður trúir ekki að þetta muni dragast meira á langinn og verða verra.“ Björkin opnaði í Síðumúla um mánaðarmótin apríl, maí á síðasta ári og er fyrsta sjálfstæða fæðingarstofan á landinu síðan Fæðingarheimilið á Eiríksgötu lokaði 1995. Arney segir að á þessu rúma ári hafi um sextíu börn komið í heiminn á stofunni, en starfsmenn eru jafnan með á bilinu tólf til fimmtán skjólstæðinga í hverjum mánuði. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Fæðingarstofa í Reykjavík Björkin fæðingarstofa var opnuð nýlega að Síðumúla 10. Það er í fyrsta skipti sem fólki býðst slík þjónusta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lokað árið 1995. 11. maí 2017 09:15 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. Þetta segir Arney Þórarinsdóttir, annar eigenda Bjarkarinnar, í samtali við Vísi. „Síðustu viku, tíu daga hefur mikið borið á því að fólk sé að hringja og kanna hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá okkur og hvort það sé möguleiki að koma til okkar. Eins og staðan er núna þá erum við hins vegar fullbókaðar út september,“ segir Arney. Hún segir að það séu helst foreldrar sem eigi von á barni alveg á næstunni sem hafi verið að hringja að undanförnu. „Við erum hins vegar að sinna okkar skjólstæðingum síðustu vikur meðgöngunnar. Fólk er kannski í örvæntingu að finna einhverja leið í því ástandi sem ríkir.“Þannig að þið hefðuð glaðar viljað taka við fleirum en það er einfaldlega ekki möguleiki?„Það er alltaf erfitt að segja nei í þessari stöðu. En við vonumst nú til að þessi deila leysist fljótlega og að það verði allt í lagi. Það sem við finnum núna eru símtöl frá foreldrum sem eru með áhyggjur af ástandinu á spítalanum og eru þess vegna að hafa samband. Fram að því hafa það verið foreldrar sem velja þennan kost þar sem það hentar þeim. Það er nýtt að fá þessi símtöl,“ segir Arney.Ljósmæður Bjarkarinnar; Elva Rut Helgadóttir, Arney Þórarinsdóttir, Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Greta Matthíasdóttir, Emma Marie Swift og Hrafnhildur Halldórsdóttir.Fréttablaðið/GVALeyfa sér að vera bjartsýnar Um kjaradeilu ljósmæðra segir Arney að þær leyfi sér að vera bjartsýnar eftir samningafundinn í gær og að brátt sjái fyrir endann á þessari deilu. „Við lifum í voninni þar til annað kemur í ljós. Maður trúir ekki að þetta muni dragast meira á langinn og verða verra.“ Björkin opnaði í Síðumúla um mánaðarmótin apríl, maí á síðasta ári og er fyrsta sjálfstæða fæðingarstofan á landinu síðan Fæðingarheimilið á Eiríksgötu lokaði 1995. Arney segir að á þessu rúma ári hafi um sextíu börn komið í heiminn á stofunni, en starfsmenn eru jafnan með á bilinu tólf til fimmtán skjólstæðinga í hverjum mánuði.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Fæðingarstofa í Reykjavík Björkin fæðingarstofa var opnuð nýlega að Síðumúla 10. Það er í fyrsta skipti sem fólki býðst slík þjónusta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lokað árið 1995. 11. maí 2017 09:15 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fæðingarstofa í Reykjavík Björkin fæðingarstofa var opnuð nýlega að Síðumúla 10. Það er í fyrsta skipti sem fólki býðst slík þjónusta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lokað árið 1995. 11. maí 2017 09:15