Segir hroka og hleypidóma einkennismerki fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokks Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júlí 2018 12:09 Bergur Þór Ingólfsson styður ljósmæður í kjaradeilu sinni. vísir/ernir Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri, tók upp hanskann fyrir ljósmæður í pistli sem hann skrifaði á Facebook síðu sinni. Þar segir það sé svipað að fylgjast með framgöngu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í kjaradeilu ljósmæðra og að horfa á sjónvarpsefni sem á að gerast á árunum í kringum heimsstyrjöldina fyrri eins og Downton Abbey. Þá kastar hann kveðju til Jane Austen, höfundar Hroka og hleypidóma, þegar hann segir: „Hroki og hleypidómar virðist vera einkennismerki flokks hans. Hann hagar sér eins og húsbóndi með hjú gagnvart ljósmæðrum og samstarfsflokkar hans í ríkisstjórn taka þátt með þögninni,“ segir Bergur sem telur Bjarna hafa talað niður til ljósmæðra og gefið í skyn að þær færu með „kellingaþvaður“.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Með tvær sprungnar ríkisstjórnir á bakinu vegna algjörs skeytinga-og skilningsleysis gagnvart þeim sem hann telur vera hjú sín.“ Hann segist skynja það sterkt að efst á blaði hjá ljósmæðrum séu breytingar. „Kerfisbreytingar. Viðhorfsbreytingar. Menningarþróun. Eitthvað sem valdafólk í flokki fjármálaráðherra á erfitt með að tengja við og skilja.“ Bergur Þór virðist gæta sín á því að fullyrða um of fyrir hönd ljósmæðra því hann notar varfærnislegt orðalag í umfjöllun sinni um ljósmæður. „Ef ég skil ljósmæður rétt vilja þær að nám þeirra og reynsla séu metin til hæfis og kjara. Því á ráðherrann kannski ekki að venjast og líklega erfitt fyrir hann að samsama sig þeirri hugsun. Ef ég skil ljósmæður rétt er vinnuumhverfi þeirra þannig upp byggt að þær ná ekki fullum vinnudegi vegna vakta en eru samt á endalausum bakvöktum með laskaðan hvíldartíma. Það er ekkert venjulegt starf að bjóða börn velkomin í þennan heim. Ef ég skil ljósmæður rétt þá fá þær ekki greitt fyrir fundarsetur, heimavinnu eða brot á hvíld eins og þingmenn. Þær vilja virðingu,“ segir Bergur Þór. Hann segir að helsta krafa byltingarkvenna #Metoo byltingarinnar hafi verið að fá hlustun. Það sama eigi við um ljósmæður. Hér að neðan er hægt að lesa pistil Bergs í heild sinni. Kjaramál Tengdar fréttir Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00 Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17 Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri, tók upp hanskann fyrir ljósmæður í pistli sem hann skrifaði á Facebook síðu sinni. Þar segir það sé svipað að fylgjast með framgöngu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í kjaradeilu ljósmæðra og að horfa á sjónvarpsefni sem á að gerast á árunum í kringum heimsstyrjöldina fyrri eins og Downton Abbey. Þá kastar hann kveðju til Jane Austen, höfundar Hroka og hleypidóma, þegar hann segir: „Hroki og hleypidómar virðist vera einkennismerki flokks hans. Hann hagar sér eins og húsbóndi með hjú gagnvart ljósmæðrum og samstarfsflokkar hans í ríkisstjórn taka þátt með þögninni,“ segir Bergur sem telur Bjarna hafa talað niður til ljósmæðra og gefið í skyn að þær færu með „kellingaþvaður“.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Með tvær sprungnar ríkisstjórnir á bakinu vegna algjörs skeytinga-og skilningsleysis gagnvart þeim sem hann telur vera hjú sín.“ Hann segist skynja það sterkt að efst á blaði hjá ljósmæðrum séu breytingar. „Kerfisbreytingar. Viðhorfsbreytingar. Menningarþróun. Eitthvað sem valdafólk í flokki fjármálaráðherra á erfitt með að tengja við og skilja.“ Bergur Þór virðist gæta sín á því að fullyrða um of fyrir hönd ljósmæðra því hann notar varfærnislegt orðalag í umfjöllun sinni um ljósmæður. „Ef ég skil ljósmæður rétt vilja þær að nám þeirra og reynsla séu metin til hæfis og kjara. Því á ráðherrann kannski ekki að venjast og líklega erfitt fyrir hann að samsama sig þeirri hugsun. Ef ég skil ljósmæður rétt er vinnuumhverfi þeirra þannig upp byggt að þær ná ekki fullum vinnudegi vegna vakta en eru samt á endalausum bakvöktum með laskaðan hvíldartíma. Það er ekkert venjulegt starf að bjóða börn velkomin í þennan heim. Ef ég skil ljósmæður rétt þá fá þær ekki greitt fyrir fundarsetur, heimavinnu eða brot á hvíld eins og þingmenn. Þær vilja virðingu,“ segir Bergur Þór. Hann segir að helsta krafa byltingarkvenna #Metoo byltingarinnar hafi verið að fá hlustun. Það sama eigi við um ljósmæður. Hér að neðan er hægt að lesa pistil Bergs í heild sinni.
Kjaramál Tengdar fréttir Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00 Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17 Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00
Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17
Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45