Guðlaugur: Á meðan tölfræðin segir að það sé möguleiki þá höfum við trúna Einar Sigurvinsson skrifar 7. júlí 2018 18:30 Guðlaugur hér lengst til hægri ásamt aðstoðarmönnum sínum. „Ég er óánægður með að tapa leiknum og ég er óánægður með það hvernig við komum inn í leikinn. Mér fannst við óöruggir og eins og maður segir á slæmri íslensku, ekki fara „all-in“ í leikinn,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur eftir 2-0 tapa sinna manna gegn Stjörnunni í dag. „Það er erfitt þegar þú gefur Stjörnunni færi á mörkum eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Við vorum sofandi þegar boltinn kom inn í boxið hjá okkur og týndum mönnum. Þar tapaðist leikurinn.“ Hann var þó nokkuð ánægður með frammistöðu sinna manna í síðari hálfleik. „Mér fannst við koma öflugir út í seinni hálfleik og við hefðum átt að gera mark eða mörk, en það tókst ekki.“ Þetta var fjórði leikur Keflavíkur í röð þar sem liðinu tekst ekki að skora mark. Guðlaugur segir þó varnarleikinn vera lykilástæðu þess að liðið tapaði leiknum í dag. „Við töpum leiknum honum í vörninni. Við erum ekki að sjá bolta og mann í teignum okkar. Þeir gefa mikið fyrir og setja boltann aftur fyrir línuna. Þeir eru góðir í því. Við áttum að vera undirbúnir fyrir það, en mér fannst við ekki leysa það nógu vel.“ Eftir 11 leiki er Keflavík neðsta sæti deildarinnar, án sigur með þrjú stig. Þrátt fyrir það segir Guðlaugur sína menn ekki vera á því að leggja árar í bát. „Það gæti ekki nokkur maður verið ánægður með þetta en á meðan tölfræðin segir okkur að það sé möguleiki þá höfum við trúna. Mér fannst við sýna það í seinni hálfleik að við höfum trú á því sem við erum að gera. Við gerðum það ágætlega, þó að við höfum ekki fengið neitt fyrir það í dag.“ „Þú getur ekki horft til baka í þessari íþrótt, þú verður alltaf að horfa fram á veginn,“ sagði Guðlaugur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 0-2 | Stjarnan á toppinn en Keflavík án sigurs á botninum Stjarnan vann sjötta sigurinn í röð er þeir lögðu botnlið Keflavíkur með tveimur mörkum gegn engu. Keflavík er í bullandi vandræðum. 7. júlí 2018 19:15 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
„Ég er óánægður með að tapa leiknum og ég er óánægður með það hvernig við komum inn í leikinn. Mér fannst við óöruggir og eins og maður segir á slæmri íslensku, ekki fara „all-in“ í leikinn,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur eftir 2-0 tapa sinna manna gegn Stjörnunni í dag. „Það er erfitt þegar þú gefur Stjörnunni færi á mörkum eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Við vorum sofandi þegar boltinn kom inn í boxið hjá okkur og týndum mönnum. Þar tapaðist leikurinn.“ Hann var þó nokkuð ánægður með frammistöðu sinna manna í síðari hálfleik. „Mér fannst við koma öflugir út í seinni hálfleik og við hefðum átt að gera mark eða mörk, en það tókst ekki.“ Þetta var fjórði leikur Keflavíkur í röð þar sem liðinu tekst ekki að skora mark. Guðlaugur segir þó varnarleikinn vera lykilástæðu þess að liðið tapaði leiknum í dag. „Við töpum leiknum honum í vörninni. Við erum ekki að sjá bolta og mann í teignum okkar. Þeir gefa mikið fyrir og setja boltann aftur fyrir línuna. Þeir eru góðir í því. Við áttum að vera undirbúnir fyrir það, en mér fannst við ekki leysa það nógu vel.“ Eftir 11 leiki er Keflavík neðsta sæti deildarinnar, án sigur með þrjú stig. Þrátt fyrir það segir Guðlaugur sína menn ekki vera á því að leggja árar í bát. „Það gæti ekki nokkur maður verið ánægður með þetta en á meðan tölfræðin segir okkur að það sé möguleiki þá höfum við trúna. Mér fannst við sýna það í seinni hálfleik að við höfum trú á því sem við erum að gera. Við gerðum það ágætlega, þó að við höfum ekki fengið neitt fyrir það í dag.“ „Þú getur ekki horft til baka í þessari íþrótt, þú verður alltaf að horfa fram á veginn,“ sagði Guðlaugur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 0-2 | Stjarnan á toppinn en Keflavík án sigurs á botninum Stjarnan vann sjötta sigurinn í röð er þeir lögðu botnlið Keflavíkur með tveimur mörkum gegn engu. Keflavík er í bullandi vandræðum. 7. júlí 2018 19:15 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 0-2 | Stjarnan á toppinn en Keflavík án sigurs á botninum Stjarnan vann sjötta sigurinn í röð er þeir lögðu botnlið Keflavíkur með tveimur mörkum gegn engu. Keflavík er í bullandi vandræðum. 7. júlí 2018 19:15