Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2018 19:11 Veðurfar og afbókarnir hafa bitnað á félaginu. Fréttablaðið/Pjetur Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað.Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallar þar sem segir að miðað við fyrirliggjandi forsendur verði afkoma fyrirtækisins áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta verði á bilinu 120-140 milljónir dollara, um þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að afkoman yrði á bilinu 170-190 milljónir dollara, um átján til tuttugu milljarða króna. „Talsvert rask hefur átt sér stað í flugáætlun Icelandair undanfarnar vikur, seinkun á innleiðingu flugvéla, veðurfar o.fl. hafa valdið auknum kostnaði auk þess sem tekjur hafa tapast,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að samhliða frumvinnu við drög að uppgjöri annars ársfjórðungs hafi félagið greint forsendur afkomuspár fyrir síðari hluta ársins. Spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafi hingað til ekki gengið eftir, þrátt fyrir að olíuverð hafi hækkað að meðaltali um fimmtíu prósent síðustu tólf mánuði. Því hafi félagið ákveðið að lækka tekjuspá fyrir síðari hluta ársins.Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.Talsverð vonbrigði að sögn forstjórans „Töluverðar afbókanir hafa verið hjá hópum hjá Iceland Travel vegna minnkandi samkeppnishæfni Íslands sem mun valda lakari afkomu í þeim rekstri á þessu ári. Þá hefur mikil framboðsaukning yfir Atlantshafið á nokkrum lykilmörkuðum félagsins haft áhrif á verðþróun á háönn,“ segir í tilkynningunni. Þá hafi félagið einnig verið að fjárfesta í nýjum áfangastöðum sem styrkja eigi leiðakerfi Icelandair til lengri tíma en bókanir fari hægar af stað á þessum stöðum en gert var ráð fyrir. Þó segir í tilkynningunni að til lengri tíma séu horfur í rekstri félagsins góðar, vöxtur sé á flestum mörkuðum félagsins, það sé fjárhagslega sterkt og með góða stöðu á mörkuðum. „Sú staða sem við erum að horfa upp á núna er okkur talsverð vonbrigði. Sú þróun meðalverða sem við gerðum ráð fyrir á síðari hluta ársins virðist ekki vera að ganga eftir og því lækkum við tekjuspá félagsins,“ er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra félagsins, í tilkynningunni. Icelandair Group á og rekur meðal annars Icelandair, Air Iceland Connect, Iceland Travel og Loftleidir Icelandic. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira
Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað.Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallar þar sem segir að miðað við fyrirliggjandi forsendur verði afkoma fyrirtækisins áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta verði á bilinu 120-140 milljónir dollara, um þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að afkoman yrði á bilinu 170-190 milljónir dollara, um átján til tuttugu milljarða króna. „Talsvert rask hefur átt sér stað í flugáætlun Icelandair undanfarnar vikur, seinkun á innleiðingu flugvéla, veðurfar o.fl. hafa valdið auknum kostnaði auk þess sem tekjur hafa tapast,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að samhliða frumvinnu við drög að uppgjöri annars ársfjórðungs hafi félagið greint forsendur afkomuspár fyrir síðari hluta ársins. Spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafi hingað til ekki gengið eftir, þrátt fyrir að olíuverð hafi hækkað að meðaltali um fimmtíu prósent síðustu tólf mánuði. Því hafi félagið ákveðið að lækka tekjuspá fyrir síðari hluta ársins.Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.Talsverð vonbrigði að sögn forstjórans „Töluverðar afbókanir hafa verið hjá hópum hjá Iceland Travel vegna minnkandi samkeppnishæfni Íslands sem mun valda lakari afkomu í þeim rekstri á þessu ári. Þá hefur mikil framboðsaukning yfir Atlantshafið á nokkrum lykilmörkuðum félagsins haft áhrif á verðþróun á háönn,“ segir í tilkynningunni. Þá hafi félagið einnig verið að fjárfesta í nýjum áfangastöðum sem styrkja eigi leiðakerfi Icelandair til lengri tíma en bókanir fari hægar af stað á þessum stöðum en gert var ráð fyrir. Þó segir í tilkynningunni að til lengri tíma séu horfur í rekstri félagsins góðar, vöxtur sé á flestum mörkuðum félagsins, það sé fjárhagslega sterkt og með góða stöðu á mörkuðum. „Sú staða sem við erum að horfa upp á núna er okkur talsverð vonbrigði. Sú þróun meðalverða sem við gerðum ráð fyrir á síðari hluta ársins virðist ekki vera að ganga eftir og því lækkum við tekjuspá félagsins,“ er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra félagsins, í tilkynningunni. Icelandair Group á og rekur meðal annars Icelandair, Air Iceland Connect, Iceland Travel og Loftleidir Icelandic.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira