Að lifa í sátt og samlyndi við sjálfan sig Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 9. júlí 2018 11:12 Það getur verið flókið að vera til. Að upplifa allar þessar tilfinningar og hugsanir sem við finnum fyrir innra með okkur. Það virðist stundum vera algjörlega óyfirstíganlegt að geta nokkurn tímann lifað í sátt og samlyndi með allar þessar tilfinningar og hugsanir. Hvort sem það eru tilfinningar eins og reiði, ótti, depurð eða hugsanir sem vekja upp erfiðar tilfinningar eins og sjálfsgagnrýni, hugsanir um það sem við óttumst eða bara aðrar hugsanir, sem koma okkur úr jafnvægi. Það getur verið nær ómögulegt að gera árángursríkar tilraunir til að stýra þessum upplifunum sem streyma inn í meðvitund í tíma og ótíma. Hvort sem það er eitthvað innra með manni eða í umhverfinu sem ýtir undir þessar tilfinningar eða hugsanir. Þetta eru flókin ferli sem er erfitt er að hafa stjórn á. Hvernig er hægt að lifa í sátt og samlyndi með þetta tilfinninga og hugsanastreymi? Hvernig er hægt að efla getuna til þess að lifa með alla þessa flóru? Hvernig er hægt að þróa með sér færni og getu til þess að lifa í sátt og samlyndi með allan þennan hrærigraut? Það eru til ýmsar leiðir til þess og margir búa nú þegar yfir bæði uppbyggilegum og skaðlegum leiðum til þess. Allt frá því að fara í líkamsrækt, hitta góðan vin til þess að borða óhóflega eða einangra sig. Rannsóknir hafa einnig fundið leiðir innan sálfræðinnar sem hafa borið árangur í því að takast á við streituna sem getur fylgt öllum þessum upplifunum í daglegu lífi og starfi. Ein þessara leiða er að sýna sjálfum sér samkennd. Það er í raun og veru alveg gífurlega einföld leið en á sama tíma getur verið erfitt að stunda hana. Hún snýst einfaldlega um að vera opin fyrir erfiðum tilfinningum, sársauka, mistökum og veikleikum sínum og á sama tíma sýna sér umhyggju og góðvild. Það er að vera meðvitaður um erfiðu tilfinninguna, hugsunina, eða hvað sem það er sem er að rugga bátnum og upplifa ást og kærleika gagnvart sjálfum sér, þrátt fyrir upplifunina. Gífurlega einfalt í orðum en í framkvæmd þá getur verið auðvelt að flækja þetta fyrir sjálfum sér. Í huganum geta komið hugsanir um það að viðkomandi eigi þessa góðvild og umhyggju ekki skilið, að hann sé ekki nógu góður og sérstaklega að það sé eitthvað að honum út af því að hann hugsar þessa hugsun eða upplifir þessa tilfinningu. Þannig getur hugurinn því miður hindrað þetta einfalda verk að sýna sér einfaldlega góðvild og umhyggju þegar stormurinn svífur yfir í meðvitundinni. Rannsóknir sýna að þeir sem að tileinka sér samkennd gagnvart sjálfum sér upplifa meiri vellíðan, bjartsýni og betri færni í að takast á við ýmsa streituvalda. Það er hægt að þjálfa sig í þessum eiginleika, með hugleiðslu, ímyndun eða einfaldlega með því að sýna sér samkennd í verki. Með því að gera eitthvað sem vekur upp umhyggju og góðvild hjá sér. (Heimildir: Warren, R., Smeets, E. og Neff, K. D. (2016). Self-criticism and self-compassion: Risk and resilience for psychopathology. Current Psychiatry, 15(12), 18-32. Germer, C. K. (2009). The mindful path to self-compassion: Freeing yourself from destructive thoughts and emotions.New York: Guilford Press.) Hægt er að stunda ýmsar æfingar sem efla mann í þessu og er listi af þeim hægt að nálgast á www.styrkleikamat.is þar sem ég held út greinum og fræðslu um þessa og fleiri hluti. Höfundur er klínískur sálfræðingur sérmenntuð í sálfræði heilsueflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið að vera til. Að upplifa allar þessar tilfinningar og hugsanir sem við finnum fyrir innra með okkur. Það virðist stundum vera algjörlega óyfirstíganlegt að geta nokkurn tímann lifað í sátt og samlyndi með allar þessar tilfinningar og hugsanir. Hvort sem það eru tilfinningar eins og reiði, ótti, depurð eða hugsanir sem vekja upp erfiðar tilfinningar eins og sjálfsgagnrýni, hugsanir um það sem við óttumst eða bara aðrar hugsanir, sem koma okkur úr jafnvægi. Það getur verið nær ómögulegt að gera árángursríkar tilraunir til að stýra þessum upplifunum sem streyma inn í meðvitund í tíma og ótíma. Hvort sem það er eitthvað innra með manni eða í umhverfinu sem ýtir undir þessar tilfinningar eða hugsanir. Þetta eru flókin ferli sem er erfitt er að hafa stjórn á. Hvernig er hægt að lifa í sátt og samlyndi með þetta tilfinninga og hugsanastreymi? Hvernig er hægt að efla getuna til þess að lifa með alla þessa flóru? Hvernig er hægt að þróa með sér færni og getu til þess að lifa í sátt og samlyndi með allan þennan hrærigraut? Það eru til ýmsar leiðir til þess og margir búa nú þegar yfir bæði uppbyggilegum og skaðlegum leiðum til þess. Allt frá því að fara í líkamsrækt, hitta góðan vin til þess að borða óhóflega eða einangra sig. Rannsóknir hafa einnig fundið leiðir innan sálfræðinnar sem hafa borið árangur í því að takast á við streituna sem getur fylgt öllum þessum upplifunum í daglegu lífi og starfi. Ein þessara leiða er að sýna sjálfum sér samkennd. Það er í raun og veru alveg gífurlega einföld leið en á sama tíma getur verið erfitt að stunda hana. Hún snýst einfaldlega um að vera opin fyrir erfiðum tilfinningum, sársauka, mistökum og veikleikum sínum og á sama tíma sýna sér umhyggju og góðvild. Það er að vera meðvitaður um erfiðu tilfinninguna, hugsunina, eða hvað sem það er sem er að rugga bátnum og upplifa ást og kærleika gagnvart sjálfum sér, þrátt fyrir upplifunina. Gífurlega einfalt í orðum en í framkvæmd þá getur verið auðvelt að flækja þetta fyrir sjálfum sér. Í huganum geta komið hugsanir um það að viðkomandi eigi þessa góðvild og umhyggju ekki skilið, að hann sé ekki nógu góður og sérstaklega að það sé eitthvað að honum út af því að hann hugsar þessa hugsun eða upplifir þessa tilfinningu. Þannig getur hugurinn því miður hindrað þetta einfalda verk að sýna sér einfaldlega góðvild og umhyggju þegar stormurinn svífur yfir í meðvitundinni. Rannsóknir sýna að þeir sem að tileinka sér samkennd gagnvart sjálfum sér upplifa meiri vellíðan, bjartsýni og betri færni í að takast á við ýmsa streituvalda. Það er hægt að þjálfa sig í þessum eiginleika, með hugleiðslu, ímyndun eða einfaldlega með því að sýna sér samkennd í verki. Með því að gera eitthvað sem vekur upp umhyggju og góðvild hjá sér. (Heimildir: Warren, R., Smeets, E. og Neff, K. D. (2016). Self-criticism and self-compassion: Risk and resilience for psychopathology. Current Psychiatry, 15(12), 18-32. Germer, C. K. (2009). The mindful path to self-compassion: Freeing yourself from destructive thoughts and emotions.New York: Guilford Press.) Hægt er að stunda ýmsar æfingar sem efla mann í þessu og er listi af þeim hægt að nálgast á www.styrkleikamat.is þar sem ég held út greinum og fræðslu um þessa og fleiri hluti. Höfundur er klínískur sálfræðingur sérmenntuð í sálfræði heilsueflingar.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun