Svaf í tvo tíma á ferð sinni í kringum landið Bergþór Másson skrifar 30. júní 2018 21:45 Elín V. Magnúsdóttir með hjól í hönd. Facebook/Elín - WOW Cyclothon 2018 Elín V. Magnúsdóttir svaf lítið á meðan hún hjólaði í kringum landið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag er hún fyrsta konan í sögunni til þess að klára einstaklingskeppni WOW Cyclothon. WOW Cyclothon er árleg hjólreiðakeppni þar sem keppendur hjóla hringinn í kringum Ísland, 1.358 kílómetra, á undir fjórum sólarhringum. WOW Cyclothon safnar pening fyrir ný góðgerðarsamtök á hverju ári, en í ár söfnuðust 13,7 milljónir króna fyrir Landsbjörg. WOW Cyclothon er fyrsta hjólareiðakeppnin sem Elín tekur þátt í. Hún er þó enginn nýgræðingur þegar það kemur að útivist og hreyfingu, en hún hefur meðal annars gengið á Kilimanjaro (hæsta fjall Afríku, 5.895 m) og komið tvisvar í grunnbúðir Everest.Lyfjafræðingur í krefjandi aðstæðum Elín starfar sem lyfjafræðingur á rannsóknarstofu Háskola Íslands en hefur einnig unnið fyrir björgunarsveit. Í samtali við Vísi segir hún Cyclothon-ið vera það mest krefjandi og stærsta sem hún hafi gert hingað til. Einnig segir Elín að reynsla hennar frá erfiðum fjallgöngum geri það að verkum að hún treystir sér í krefjandi aðstæður. Hér má sjá myndband frá því þegar Elín lauk keppni.Tveggja tíma svefn í fjögurra daga túr Að hjóla 1.358 kílómetra á undir fjórum sólarhringum krefst gríðarlegs úthalds og viljastyrks. Skiljanlega gefst keppendum ekki mikill tími til svefns, en Elín segir að á þessum þremur og hálfum dögum hafi hún einungis sofið í um það bil tvær klukkustundir „Maður hafði mjög lítinn tíma til að sofa, það var einn svona rúmlega klukkutíma blundur og svo nokkrir stuttir, 10, 15, 20 mínútur svona af og til þegar maður var orðinn verulega syfjaður og farin að dotta á hjólinu.“Fréttin hefur verið uppfærð. Wow Cyclothon Tengdar fréttir Elín fyrst kvenna til að ljúka einstaklingskeppni WOW Cyclothon Elín V. Magnúsdóttir hjólaði í mark í nótt innan tímamarka keppninnar. 30. júní 2018 08:00 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Elín V. Magnúsdóttir svaf lítið á meðan hún hjólaði í kringum landið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag er hún fyrsta konan í sögunni til þess að klára einstaklingskeppni WOW Cyclothon. WOW Cyclothon er árleg hjólreiðakeppni þar sem keppendur hjóla hringinn í kringum Ísland, 1.358 kílómetra, á undir fjórum sólarhringum. WOW Cyclothon safnar pening fyrir ný góðgerðarsamtök á hverju ári, en í ár söfnuðust 13,7 milljónir króna fyrir Landsbjörg. WOW Cyclothon er fyrsta hjólareiðakeppnin sem Elín tekur þátt í. Hún er þó enginn nýgræðingur þegar það kemur að útivist og hreyfingu, en hún hefur meðal annars gengið á Kilimanjaro (hæsta fjall Afríku, 5.895 m) og komið tvisvar í grunnbúðir Everest.Lyfjafræðingur í krefjandi aðstæðum Elín starfar sem lyfjafræðingur á rannsóknarstofu Háskola Íslands en hefur einnig unnið fyrir björgunarsveit. Í samtali við Vísi segir hún Cyclothon-ið vera það mest krefjandi og stærsta sem hún hafi gert hingað til. Einnig segir Elín að reynsla hennar frá erfiðum fjallgöngum geri það að verkum að hún treystir sér í krefjandi aðstæður. Hér má sjá myndband frá því þegar Elín lauk keppni.Tveggja tíma svefn í fjögurra daga túr Að hjóla 1.358 kílómetra á undir fjórum sólarhringum krefst gríðarlegs úthalds og viljastyrks. Skiljanlega gefst keppendum ekki mikill tími til svefns, en Elín segir að á þessum þremur og hálfum dögum hafi hún einungis sofið í um það bil tvær klukkustundir „Maður hafði mjög lítinn tíma til að sofa, það var einn svona rúmlega klukkutíma blundur og svo nokkrir stuttir, 10, 15, 20 mínútur svona af og til þegar maður var orðinn verulega syfjaður og farin að dotta á hjólinu.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Elín fyrst kvenna til að ljúka einstaklingskeppni WOW Cyclothon Elín V. Magnúsdóttir hjólaði í mark í nótt innan tímamarka keppninnar. 30. júní 2018 08:00 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Elín fyrst kvenna til að ljúka einstaklingskeppni WOW Cyclothon Elín V. Magnúsdóttir hjólaði í mark í nótt innan tímamarka keppninnar. 30. júní 2018 08:00