Fráfærur Þorvaldur Gylfason skrifar 21. júní 2018 07:00 San Francisco – Það voru hátíðarstundir þegar okkur börnunum í Melaskóla var boðið á sal til að sýna okkur kvikmyndir. Þetta var löngu fyrir daga sjónvarpsins ef kanasjónvarpið sem upphófst 1951 er undan skilið. Hljóðið í sýningarvélinni á sal var einsog slitrótt glamur í sláttuvél svo hugur minn í myrkvuðum salnum flögraði sjálfkrafa norður á Stóra-Vatnsskarð í Skagafirði þar sem ég var öll sumur æsku minnar í sveit og við bræðurnir allir, löng sumur og sælurík. Okkur börnunum í Melaskóla voru einkum sýndar náttúrulífsmyndir, sumar eftir Ósvald Knudsen frænda minn og fleiri brautryðjendur íslenzkrar kvikmyndagerðar, og þjóðlífsmyndir. Þetta voru þau ár þegar Síðasti bærinn í dalnum eftir Óskar Gíslason var á allra vörum, fyrsta leikna íslenzka kvikmyndin með frumsaminni tónlist eftir Jórunni Viðar, fyrsta íslenzka kvikmyndatónlistin.Um aldir alda Ein þessara kvikmynda úr Melaskólanum líður mér seint úr minni. Hún hét Fráfærur. Ósvaldur Knudsen tók hana á Kirkjubóli í Önundarfirði 1958, en þar mun einna síðast hafa verið fært frá, ekki 1942 eins og aðrar heimildir herma. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, síðar forseti Íslands, samdi textann við myndina og var þulur. Aldrei hafði ég heyrt sárari grát en í þessari mynd né heldur síðan. Ég furðaði mig á mannvonzkunni: Hvað átti það að þýða að kvelja lömbin svona með því að stía þeim frá mæðrum sínum? Magnea Hjálmarsdóttir, prýðilegur kennari minn öll barnaskólaárin, kunni svarið. Fólkið þurfti mjólkina, lömbin máttu víkja. Þau voru rekin á fjall fárra vikna gömul eða í haga fjarri mæðrum sínum og þurftu að sjá um sig sjálf. Ærnar voru hafðar heima og mjólkaðar kvölds og morgna. Þannig hafði þetta verið um aldir alda.Hvergi sína móður fann Hringinn í kringum landið grétum við börnin yfir þulunni sem foreldrar, afar og ömmur fóru með eða sungu fyrir okkur: Gimbill mælti og grét við stekkinn: „Nú er hún móðir mín mjólkuð heima því ber ég svangan um sumardag langan munn minn og maga á mosaþúfu.“ Gimbill eftir götu rann hvergi sína móður fann þá jarmaði hann Sigurbjörn Einarsson biskup lýsti vandanum vel níræður að aldri í samtali við Freystein Jóhannsson blaðamann í Morgunblaðinu 2001: „[þ]egar sagt var til aldurs míns í þá daga, var sagt: hann er fæddur um fráfærur. Það var merkistími og aldrei gleymist jarmurinn í lömbunum, þegar þau voru tekin frá mæðrum sínum En harmur lambanna gleymdist, þegar maður fékk sauðamjólkina og afurðir hennar. Ég man eftir ostunum hennar ömmu, sem hún raðaði upp í hillur í skemmunni. Þeir voru góðir.” Fráfærur lögðust smám saman af eftir heimsstyrjöldina fyrri m.a. vegna þess að þá hækkaði lambakjöt svo í verði að það borgaði sig betur fyrir bændur að leyfa lömbunum að sjúga ærnar frekar en að mjólka þær til manneldis.Í boði Bandaríkjastjórnar Því rifjast þetta nú upp að Trump Bandaríkjaforseti og menn hans hafa nú innleitt fráfærur við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar hefur vopnuð lögregla undangengnar vikur stíað nærri 2000 börnum frá mæðrum sínum og heldur uppteknum hætti. Málið snýst um mæður sem nást þegar þær reyna í örvæntingu sinni að komast inn í Bandaríkin að sunnan með börnin sín með sér á flótta undan harðræði heima fyrir. Börnin eru tekin frá mæðrunum og geymd í búrum. Þeir sem hafa orðið vitni að þessum aðförum segjast sumir sjaldan eða aldrei hafa heyrt sárari grát. Þessi aðskilnaður mæðra og lítilla barna hefur í sumum tilvikum varað í marga mánuði og getur valdið börnunum varanlegum skaða. Forsetinn ver fráfærurnar með kjafti og klóm. Hann kallar flóttafólkið sem freistar gæfunnar við landmærin „skepnur“. „Þau gætu verið morðingjar og þjófar og margt fleira“, bætir forsetinn við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Sjá meira
San Francisco – Það voru hátíðarstundir þegar okkur börnunum í Melaskóla var boðið á sal til að sýna okkur kvikmyndir. Þetta var löngu fyrir daga sjónvarpsins ef kanasjónvarpið sem upphófst 1951 er undan skilið. Hljóðið í sýningarvélinni á sal var einsog slitrótt glamur í sláttuvél svo hugur minn í myrkvuðum salnum flögraði sjálfkrafa norður á Stóra-Vatnsskarð í Skagafirði þar sem ég var öll sumur æsku minnar í sveit og við bræðurnir allir, löng sumur og sælurík. Okkur börnunum í Melaskóla voru einkum sýndar náttúrulífsmyndir, sumar eftir Ósvald Knudsen frænda minn og fleiri brautryðjendur íslenzkrar kvikmyndagerðar, og þjóðlífsmyndir. Þetta voru þau ár þegar Síðasti bærinn í dalnum eftir Óskar Gíslason var á allra vörum, fyrsta leikna íslenzka kvikmyndin með frumsaminni tónlist eftir Jórunni Viðar, fyrsta íslenzka kvikmyndatónlistin.Um aldir alda Ein þessara kvikmynda úr Melaskólanum líður mér seint úr minni. Hún hét Fráfærur. Ósvaldur Knudsen tók hana á Kirkjubóli í Önundarfirði 1958, en þar mun einna síðast hafa verið fært frá, ekki 1942 eins og aðrar heimildir herma. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, síðar forseti Íslands, samdi textann við myndina og var þulur. Aldrei hafði ég heyrt sárari grát en í þessari mynd né heldur síðan. Ég furðaði mig á mannvonzkunni: Hvað átti það að þýða að kvelja lömbin svona með því að stía þeim frá mæðrum sínum? Magnea Hjálmarsdóttir, prýðilegur kennari minn öll barnaskólaárin, kunni svarið. Fólkið þurfti mjólkina, lömbin máttu víkja. Þau voru rekin á fjall fárra vikna gömul eða í haga fjarri mæðrum sínum og þurftu að sjá um sig sjálf. Ærnar voru hafðar heima og mjólkaðar kvölds og morgna. Þannig hafði þetta verið um aldir alda.Hvergi sína móður fann Hringinn í kringum landið grétum við börnin yfir þulunni sem foreldrar, afar og ömmur fóru með eða sungu fyrir okkur: Gimbill mælti og grét við stekkinn: „Nú er hún móðir mín mjólkuð heima því ber ég svangan um sumardag langan munn minn og maga á mosaþúfu.“ Gimbill eftir götu rann hvergi sína móður fann þá jarmaði hann Sigurbjörn Einarsson biskup lýsti vandanum vel níræður að aldri í samtali við Freystein Jóhannsson blaðamann í Morgunblaðinu 2001: „[þ]egar sagt var til aldurs míns í þá daga, var sagt: hann er fæddur um fráfærur. Það var merkistími og aldrei gleymist jarmurinn í lömbunum, þegar þau voru tekin frá mæðrum sínum En harmur lambanna gleymdist, þegar maður fékk sauðamjólkina og afurðir hennar. Ég man eftir ostunum hennar ömmu, sem hún raðaði upp í hillur í skemmunni. Þeir voru góðir.” Fráfærur lögðust smám saman af eftir heimsstyrjöldina fyrri m.a. vegna þess að þá hækkaði lambakjöt svo í verði að það borgaði sig betur fyrir bændur að leyfa lömbunum að sjúga ærnar frekar en að mjólka þær til manneldis.Í boði Bandaríkjastjórnar Því rifjast þetta nú upp að Trump Bandaríkjaforseti og menn hans hafa nú innleitt fráfærur við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar hefur vopnuð lögregla undangengnar vikur stíað nærri 2000 börnum frá mæðrum sínum og heldur uppteknum hætti. Málið snýst um mæður sem nást þegar þær reyna í örvæntingu sinni að komast inn í Bandaríkin að sunnan með börnin sín með sér á flótta undan harðræði heima fyrir. Börnin eru tekin frá mæðrunum og geymd í búrum. Þeir sem hafa orðið vitni að þessum aðförum segjast sumir sjaldan eða aldrei hafa heyrt sárari grát. Þessi aðskilnaður mæðra og lítilla barna hefur í sumum tilvikum varað í marga mánuði og getur valdið börnunum varanlegum skaða. Forsetinn ver fráfærurnar með kjafti og klóm. Hann kallar flóttafólkið sem freistar gæfunnar við landmærin „skepnur“. „Þau gætu verið morðingjar og þjófar og margt fleira“, bætir forsetinn við.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar