Sögulegur leikur fór fram í íslensku bálviðri Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. júní 2018 06:00 Stærsti sigurinn kom í bálviðri. Lárus sést á innfelldu myndinni skalla boltann í netið gegn Nígeríu fyrir 27 árum. Fréttablaðið/Anton Brink „Í heild verður leikurinn þó lítt minnisstæður nema roksins vegna.“ Svona lýsti blaðamaður Dagblaðsins vináttuleik Íslands og Nígeríu á Laugardalsvelli þann 22. ágúst 1981. Ísland vann 3-0 sigur í leik sem reyndist sögulegur fyrir margar sakir. Í þá daga óraði menn auðvitað ekki fyrir því að 27 árum síðar myndu þessi sömu lið mætast í riðlakeppni HM eins og raunin er í dag. Leikurinn á Laugardalsvelli var fyrsta og eina skiptið sem íslenska karlalandsliðið hefur mætt Nígeríu. Einn markaskorara Íslands þennan dag var Lárus Guðmundsson. „Leikurinn mun aldrei gleymast því veðrið var með slíkum eindæmum að það var ekki hundi út sigandi. Það var brjálað rok, grenjandi rigning og þegar Nígeríumenn komu út úr búningsklefanum fóru þeir að hlæja því aldrei á ævi sinni höfðu þeir spilað í slíkum aðstæðum enda voru 10 gömul vindstig þarna,“ segir Lárus í samtali við Fréttablaðið þegar hann rifjar upp leikinn. Og engu er þarna logið í þessum lýsingum. Heimildir frá þessum tíma greina frá því hvernig veðrið stal senunni í annars sögulegum leik. Í Dagblaðinu sagði: „Í versta veðri í 35 ára landsleikjasögu Íslands í knattspyrnu, að viðstöddum fæstum áhorfendum í Reykjavík sigraði íslenzka landsliðið Nígeríu auðveldlega 3-0 […] Íslenzka liðið hafði algjöra yfirburði og sigurinn var í minnsta lagi. Þó stærsti landsleikjasigur Íslands í knattspyrnu, þegar leikir við Færeyinga eru undanskildir.“Stærsti sigurinn kom í bálviðri. Lárus sést á myndinni skalla boltann í netið.tímarit.isLárus, sem var nýkrýndur markakóngur Íslandsmótsins þegar leikurinn fór fram og við það að hefja atvinnumannsferil sinn í Genk í Belgíu þaðan sem hann fór til Þýskalands og lék um árabil, skoraði með skalla í leiknum á 65. mínútu. Árni Sveinsson kom Íslandi yfir á 5. mínútu með skrautlegu marki. Um var að ræða fyrirgjöf sem stefndi víst á vítapunktinn en vindurinn feykti boltanum síðan upp í markhornið. Fyrirliðinn Marteinn Geirsson skoraði svo þriðja mark Íslands úr víti. Nígeríumenn eiga því engar sérstakar minningar frá bálviðrisleiknum. Haft var eftir þjálfara þeirra þá að Nígeríumenn gætu ekki leikið knattspyrnu við þessar aðstæður. „Okkur var kalt í rokinu og rigningunni.“ Veðurdæmið kann þó að snúast við í svækjunni í Volgograd í dag. „Þetta var veður sem hentaði þeim alls ekki og þeir höfðu aldrei séð annað eins. Eina sem ég óttast er veðrið á morgun [í dag], ef það verður 35 gráðu hiti þá er það viðsnúningur frá því fyrir 37 árum þegar við höfðum hag af veðrinu en þeir hafa hag af hitanum núna,“ segir Lárus og hlær. Annars kveðst hann mjög bjartsýnn fyrir leikinn. „Ég spái því að við vinnum 2-0.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09 Búnir að grandskoða Nígeríumennina Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur, segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. 21. júní 2018 08:15 Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Markatala gæti ráðið úrslitum um hvort að Ísland komist áfram í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 21. júní 2018 21:37 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
„Í heild verður leikurinn þó lítt minnisstæður nema roksins vegna.“ Svona lýsti blaðamaður Dagblaðsins vináttuleik Íslands og Nígeríu á Laugardalsvelli þann 22. ágúst 1981. Ísland vann 3-0 sigur í leik sem reyndist sögulegur fyrir margar sakir. Í þá daga óraði menn auðvitað ekki fyrir því að 27 árum síðar myndu þessi sömu lið mætast í riðlakeppni HM eins og raunin er í dag. Leikurinn á Laugardalsvelli var fyrsta og eina skiptið sem íslenska karlalandsliðið hefur mætt Nígeríu. Einn markaskorara Íslands þennan dag var Lárus Guðmundsson. „Leikurinn mun aldrei gleymast því veðrið var með slíkum eindæmum að það var ekki hundi út sigandi. Það var brjálað rok, grenjandi rigning og þegar Nígeríumenn komu út úr búningsklefanum fóru þeir að hlæja því aldrei á ævi sinni höfðu þeir spilað í slíkum aðstæðum enda voru 10 gömul vindstig þarna,“ segir Lárus í samtali við Fréttablaðið þegar hann rifjar upp leikinn. Og engu er þarna logið í þessum lýsingum. Heimildir frá þessum tíma greina frá því hvernig veðrið stal senunni í annars sögulegum leik. Í Dagblaðinu sagði: „Í versta veðri í 35 ára landsleikjasögu Íslands í knattspyrnu, að viðstöddum fæstum áhorfendum í Reykjavík sigraði íslenzka landsliðið Nígeríu auðveldlega 3-0 […] Íslenzka liðið hafði algjöra yfirburði og sigurinn var í minnsta lagi. Þó stærsti landsleikjasigur Íslands í knattspyrnu, þegar leikir við Færeyinga eru undanskildir.“Stærsti sigurinn kom í bálviðri. Lárus sést á myndinni skalla boltann í netið.tímarit.isLárus, sem var nýkrýndur markakóngur Íslandsmótsins þegar leikurinn fór fram og við það að hefja atvinnumannsferil sinn í Genk í Belgíu þaðan sem hann fór til Þýskalands og lék um árabil, skoraði með skalla í leiknum á 65. mínútu. Árni Sveinsson kom Íslandi yfir á 5. mínútu með skrautlegu marki. Um var að ræða fyrirgjöf sem stefndi víst á vítapunktinn en vindurinn feykti boltanum síðan upp í markhornið. Fyrirliðinn Marteinn Geirsson skoraði svo þriðja mark Íslands úr víti. Nígeríumenn eiga því engar sérstakar minningar frá bálviðrisleiknum. Haft var eftir þjálfara þeirra þá að Nígeríumenn gætu ekki leikið knattspyrnu við þessar aðstæður. „Okkur var kalt í rokinu og rigningunni.“ Veðurdæmið kann þó að snúast við í svækjunni í Volgograd í dag. „Þetta var veður sem hentaði þeim alls ekki og þeir höfðu aldrei séð annað eins. Eina sem ég óttast er veðrið á morgun [í dag], ef það verður 35 gráðu hiti þá er það viðsnúningur frá því fyrir 37 árum þegar við höfðum hag af veðrinu en þeir hafa hag af hitanum núna,“ segir Lárus og hlær. Annars kveðst hann mjög bjartsýnn fyrir leikinn. „Ég spái því að við vinnum 2-0.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09 Búnir að grandskoða Nígeríumennina Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur, segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. 21. júní 2018 08:15 Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Markatala gæti ráðið úrslitum um hvort að Ísland komist áfram í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 21. júní 2018 21:37 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
„Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09
Búnir að grandskoða Nígeríumennina Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur, segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. 21. júní 2018 08:15
Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Markatala gæti ráðið úrslitum um hvort að Ísland komist áfram í 16-liða úrslitin á HM í Rússlandi. 21. júní 2018 21:37